Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 34

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 34
Fimmtudagur P O P P Bubbi Morthens er á Tveimur vinum, einn með gítarinn sinn eins og hann er bestur. Þaö verður ábyggilega margt um manninn á Tveim- ur vinum í kvöld því Bubbi á alltaf sinn trausta aðdáendahóp. BAKGRUNNSTÓNUST Papar ætla aö skemmta gestum á Café Amster- dam af sinni alkunnu snilld. Kaffihúsatríóið er á Hressó. Þekktastur með- lima tríósins er Guðmundur Steingrímsson son- ur fyrrverandi forsætisráðherra og væntanlegs Seðlabankastjóra. Guðmundur þenur nikku á meðan félagar hans slá á gítar- og kontrabassa- strengi. UPPÁKOMUR Hreyfimyndafélagið sýnir hina nafntoguðu bíómynd Peters Boganovich, The Last Picture Show, í Háskólabíói klukkan 19.00. Sköllótta tromman heldur sína árlegu söng- skemmtun á veitingastaðnum 22. Þeir sem ’ koma fram eru DR. Fritz, Stella, Gummi, Kokkur Kyrjan Kvæsir, R.I.G. Veda 3 og Inferno 5. Hvenær var mönnum bannað að hafa skoðan- ir? Af hverju má Hrafn Bragason ekki skamma lögmenn sem standa fyrir tilefnislausum kær- um á dómsmálum, sem eru annað hvort glötuð vegna málstaðar um- bjóðendanna eða slæ- legri vinnu lögmannanna í héraði? Er það vegna þess að hann skrifaði á pappír í eign Hæstarétt- ar? Og af því að Arthúr Björgvin var rekinn fyrir að nota bréfsefni Ríkis- útvarpsins? Sem aftur var rekinn af því að Hrafn Gunnlaugsson var rekinn fyrir að hafa skoðanir og þvi mætti Arthúr ekki heldur hafa skoðanir. Má enginn op- inber starfsmaður hafa skoðanir? Það er víst einn opinber starfsmað- ur fyrir hverja tvo i einkageiranum, allavega í Reykjavik. Samkvæmt því á þriðji hver maður í bænum að þegja. Skemmtunin hefst klukkan 22.00 og veröur stemmningin án efa djöfulleg. L E I K H Ú S Blóðbrullaup á Litla sviði Þjóöleikhússins kl. 20:00. Meistaralega gott verk eftir Lorca. Eva Luna er sífellt á Stóra sviði Borgarleik- hússins kl. 20:00. Uppselt nærri því öll kvöld. ÍÞRÓTTIR Körfuboiti I kvöld eru þrír leikir í úrvalsdeild- inni. í Keflavík leika heimamenn og KR-ingar. Keflvíkingar eru efstir í A-riðli og öruggir i úr- slit, KR-ingar hafa hins vegar misst af úrslita- sæti í ár. Skallagrímur leikur við Tindastól í Borgarnesi. Sauðkræklingum hefur gengið af- leitlega í vetur og mega hafa sig alla við ef þeir ætla ekki aö falla. Það gekk allt á afturfótunum hjá Skagamönnum um tíma í vetur. Þeir hafa heldur betur tekið sig á og unnu í síðustu viku hið sterka lið Njarövíkur. Þeir taka á móti Hauk- um f kvöld og nú er að sjá hvort Skaginn nær að halda dampi. Tveir fyrrnefndu leikirnir hefjast klukkan 20.00 og leikurinn á Akranesi hálftíma síðar. ÓS\ i. Campari 2. Grand Marnier 3. Vodka 4• Gin 5. Romm m n GERAST? SJÓNVARP RIKISSJONVARP 08.25 Olympíuleikarnir í Lillehammer Bein útsending frá fyrri umferð í stórsvigi kvenna. Meðal keppenda erÁsta S. Halldórsdóttir. Útsending stendur til klukkan 10.00.11.55 Ólympíuleikarnir í Lillehammer Bein útsending frá seinni umferð í stórsvigi kvenna. Einnig verður sýnt frá 30 km skiða- göngu kvenna. Útsending stendur til klukkan 14.00.17.50 Táknmálsfréttir 18.00 SPK 18.25 Ólympíuleikarnir í Lillehammer Saman- tekt frá keppni fyrri hluta dags. 18.55 Frétta- skeyti 19.00 Viðburðarríkið 19.15 Dagsljós 20.00 Frétfir 20.30 Veður.20.35 Syrpan 21.10 Stelpur í stórræðum Cattle Ánnie & Little Britches Bandarískur vestri sem segir frá tveimur unglingsstelpum sem slógust f för með útlögunum Doolin og Dalton. 23.00 Ellefufréttir 23.15 Þingsjá. Helgi Már segir tíðindi af Al- þingi. 23.30 Ólympíuleikarnir í Lillehammer Samantekt frá keppni seinni hluta dags. STÖÐ TVÖ 16.45 Nágrannar 17.30 Með afa 19.1919.19 20.15 Eiríkur 20.35 Systurnar Þáttur um Reed-systurnar og fjölskyldur þeirra. 21.25 Sekt eða sakleysi. 22.20 Krómdátar Crome Soldiers Fyrrverandi Víetnamhermaður er myrtur í heimabæ sínum. Gamlir félagar hans úr stríðinu mæta á svæðið staðráðnir í því að koma fram hefndum. Hasarmynd þar sem allt er vaðandi, (svörtu leðri, mótorhjólum og krómi. 23.50 í furðulegum félagsskap Slaves of New York Mynd um bóhem liðið í N.Y. 01.30 Richard Prior hér og nú Richard Prior Here and Now Gamanleikarinn á sviði meðan hann var ennþá fyndinn. Föstudagur P O P P Bubbleflies eru ásamt gestahljómsveit f Ró- senbergkjallaranum. Aldrei þessu vant er hljómsveitakvöld í Rósenberg, tilelnið er líka ærið því félagarnir í Bubbleflies hafa setf saman þétt fönk og acid-jazz prógramm sem þeir ætla að renna sér í gegnum í kvöld. Síðast þegar Bubbleflies spiluðu í Rósenberg varð hitinn svo mikill að veggirnir grétu. Rask er rokk- og ballöðuhljómsveit og er á Tveimurvinum. Fánar gleði- og skemmtisveitin er á úthverfi- skránni með flotta nafninu, það er Feita dvergn- um. Þeir spila gamalt og gott rokk úr smiðju Bítlanna og Van Morrison meðal annars. Hress er hljómsveit sem í eru 4/5 at Snigla- bandinu. Hún er á Bóhem en þar stendur mikið til í kvöld því opnað verður með pompi og pragt upp á efri hæð staðarins. Þar er búið að innrétta diskótek og er stetnan að hafa þar gjörólíka stemmningu en á neðri hæðinni. Papar sem einu sinni áttu allir ættir sínar að rekja til Eyja, það var áður en f hópinn bættust meðlimir af meginlandinu og frá Færeyjum. Þeir eru á Café Amsterdam með sitt stuð rokk og ætla að leika undir grímudansleik sem haldið verður á staðnum. BAKGRUNNSTÓNUST Jazz fríó Reykjavíkur eru á Sólon. Félagarnir I tríóinu eru orðnir fastagestum Sólon að góöu kunnir enda hafa þeir spilað þar svo til á hverju föstudagskvöldi síðustu vikur. Trfóið leikur ýmsa vel þekkta standarda úr djasssögunni. Ein stærsta krá landsins opnuð snemma í mars „Við stefnum að því að opna 11. mars,“ segir Guðmundur Þórs- son, einn þriggja eigenda að nýrri krá og koníaksbar á horni Tryggva- götu og Norðurstígs sem kemur til með að taka 225 gesti. Svo virðist sem þungamiðja skemmtanalífsins sé sífellt að færast vestar í bæinn og nær höfninni, eins og var í Reykja- vík upp úr aldamótum og sollurinn í Hafnarstræti átti sitt blómaskeið. Guðmundur, sem þekktastur er fyrir Grillhúsið sem kennt er við hann, stendur í þessum fram- kvæmdum í samstarfi við smiðina Jón Arnar Einarsson og Magnús Kjærnested. Hvernig staður verður þetta? „Húsnæðið er tvískipt. Fremri salurinn sem snýr að Tryggvagötu verður með pöbbafílingu. Barinn verður stór og svið fyrir lifandi tón- list. Þegar er frágengið að Ellen Kristjánsdóttir verði með hljóm- sveit sína frá sunnudegi til mið- vikudags. Á fimmtudögum verðum við með uppákomur og þá fáum til okkar trúbadora og listamenn til að spila djass, blús og jafnvel eitthvað í áttina að klassík. Um helgar er svo ætlunin að fá hljómsveitir til að troða upp en þó ekkert „heavy met- al“. Öll tónlist verður sem sagt á ró- legu nótunum, gestirnir eiga að geta notið hennar en jafnframt tal- að saman. 1 efri salnum verður svo koníaks- stofa innréttuð í funkisstílnum frá því fýrir stríð. Ætlunin er meðal annars að höfða til sælkera og áhugamanna um vínsmökkun og vindlareykingar. “ Til hvaða aldurshóps œtlið þið að reyna að höföa? „Miðað við tónlistina og and- rúmsloftið sem við ætlum að skapa stefnum við á aldurshópinn 28-45 ára enda á þessi aldurshópur sér varla samastað í skemmtanalífinu í dag.“ Guðmundur segir að mótmæli nágranna eigi ekki eftir að hafa áhrif á áform þeirra þremenning- anna. Þannig háttar tiJ að bakhluti hússins snýr inn í garð næsta íbúð- arhúss sem er staðsett í friðsælu porti við Norðurstíginn. Ibúarnir tóku sig saman og reyndu að koma í veg fyrir að leyfi fengist fyrir kránni á þeim forsendum að há- vaðinn og ónæðið af kráargestun- um yrði óþolandi. Guðmundur segir að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af hávaða. „Ekkert hús- næði í Reykjavík hefur verið ein- angrað eins og við höfum gert. Það er einangrað eins og stúdíó og á þeim forsendum er ekki hægt að neita okkur um leyfi.“ Hvað á staðurinn svo að heita? „í gamla daga gekk húsið undir nafninu Turnhúsið vegna turnspír- unnar á horninu og við erum að gæla við það nafn.“ © TRYGGVAGATA 8 í þessu gamla og fallega húsi á horni Tryggvagötu og Norður- stígs verður ný krá og koníaksstofa opnuð innan skamms. Ætlun eigendanna er að höfða til fólks á aldrinum 28-45 ára. Hressó í sókn í menningarlífinu Hressingarskálinn gefur út veg- lega afmælisbók í tilefni af sextíu ára afmæli staðarins. Fyrirhugaður útgáfudagur er sumardagurinn íyrsti, en í tengslum við útgáfuna verður einnig haldin bókmennta- hátíð á Hressó dagana 27.-29. apríl næstkomandi. Sigurjón Skæríngsson nýbak- aður framkvæmdastjóri, segir að sér hafi þótt við hæfi að halda upp á þessi tímamót, þótt seint sé, en þetta elsta samfellt starfandi kaffi- hús bæjarins var stofnsett árið 1932. „Hressó hefur verið eitt af menn- ingarsetrum Reykjavíkur um árabil og gestir okkar hafa sett svip sinn á þjóðlífið og því við hæfi að setja Hressó á þann stall sem veitinga- staðnum ber,“ segir Sigurjón. „Kjarval var einn af þeim fjölda listamanna sem sótt hafa staðinn í gegnum tíðina en af fastagestunum í dag má nefna þá Fiosa Ólafsson leikara, Gunnar Dal rithöfund og Jörmund Inga allsherjargoða," bætir hann við. Útgáfa bókinnar er hugmynd Sigurjóns og Ara Gísla Bragasonar skálds, en sá síðarnefndi ritstýrir verkinu í félagi við Benedikt Sveinsson rithöfund. Undanfarin fimm ár hefur Ari af og til staðið fyrir ljóðakvöldum á Hressó en hann segir að sér finnist þetta um- hverfi í hjarta borgarinnar afar heillandi. Áð sögn Sigurjóns vilja þeir félagar gefa ungum uppreisn- arskáldum, sem ekki hafa bolmagn sjálf til að standa undir eigin út- gáfu, tækifæri til að koma verkum sínum á bók. „Við eigum von á að tvö til þrjú hundruð höfundar taki þátt í framtakinu en við ætlum ekki að setja okkur í dómarasætið og hafa þetta eins opið og er mögu- legt,“ segir Ari. Á bókmenntahátíðinni verður síðan ungum sem öldnum gefinn kostur á að lesa úr verkum sínum en það er gert í krafti þeirrar bók- menntauppsprettu sem Hressing- arskálinn hefur verið skáldum og rithöfundum allt frá stofnun, að sögn aðstandendanna. Gunnar Dal segist hafa sótt Hressó reglulega í gegnum árin enda hafi hann verið „miðbæjar- maður“ undanfarna sex til sjö ára- tugi. „Ég hef sennilega byrjað að líta við á Skálanum eins og staður- inn var kallaður, þegar ég var sjö ára. Ég kom meðal annars við þar og á Hótel íslandi og Skjaldbreiði til að selja blöð,“ segir Gunnar. „Ég er hluti af um það bil 70 manna sundurleitum hópi sem hittist á Hressó í morgunkaffinu en það er ákveðin samheldni okkar á milli þótt sumir láti kannski ekki sjá sig árum saman. Þetta eru alls konar menn; allt frá togarasjó- mönnum og niður úr. Þarna getur verið gott að ræða hugmyndir sínar ef maður er að skrifa bók og félög- um í hópnum er liðið að „dósera" (kenna) eins og kallað er, þótt slíkt þyki yfirleitt ókurteisi á öðrum samkomum. Maður fær stundum fréttir með morgunkaffinu á Hressó áður en verði settur á þann stall sem staðnum ber í menningarsögu borgarinnar. Lifun og Vinir vors og blúma eru á Pizza 67. Hljómsveitirnar skiptast á aö halda uppi stuðinu. Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson eru á Café Royale í Hafnarfirði, stemmningin verður valalaust á bláu tregafullu nótunum. L E I K H Ú S Blóðbrullaup eftlr Lorca á Litla sviði Þjóðleik- hússins kl. 20:00. Bríet Héðinsdóttir leikur mömmuna mjög vel. Þær Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir eru jafntramt mjög góðar í hlutverkum þjónustustúlkna. Aliir synir mínir eftir Miller á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20:00. Gaman að sjá Hjálm- ar Hjálmarsson takast á við alvarlegt hlutverk. Elín Helena eftir Árna Ibsen á Litla sviði Borg- arleikhússins. kl. 20:00. Þetta er síðasta sýning- arhelgi. Eva Luna ettir sögu Isabel Allende á stóra sviöi Borgarleikhússins kl. 20:00. UPPÁKOMUR Jéna de Groot söngkonan efnilega úr Black Out heldur upp á afmæli sitt á Hressó í kvöld. í veisluna mæta að öllum líkindum allir þeir rokk- arar af ungu kynslóðinni sem ekki eru bókaöir í spilamennsku um kvöldið. Húsið opnar fyrir al- menna gesti upp úr ellefu og verður væntanlega . glatt á hjalla langt fram eftir nóttu. í Þ R Ó T T I R Handbolti Klukkan 20.30 hefst leikur Þórs og FH á Akureyri. Þórsarar hafa veriö mjög slakir i vetur og það ætti því að vera auðvelt fyrir Hafn- firðinga að innbyrða bæði stigin. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIÐ 11.25 Olympíuleikarnir i Lillehammer Bein útsending Irá skíóastökki al 90 metra palli. Einnig verður sýnt írá svigi karla I alpatvíkeppni. Útsending stendur til klukkan 14.45.17.30 Þingsjá. Endurtekin Iráþvíkvöld- iðáður. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Gulleyjan 18.25 Ólympíuleikarnir í Lillehammer Saman- tekl trá keppni fyrrihluta dags. 18.55 Frétta- skeyti. 19.00 Poppheimurinn Syiðsmyndin I þessum þætti er ólrúlega hatlærisleg. Leik- myndateiknarinn ætti að linna sér annað starf. 19.30 Vistaskipti 20.00 Fréttir 20.35 Veður 20.40 Gettu betur Spurningakeppni tramhalds- skólanna. Spyrjandi Stetán Jón Hatstein. 21.30 Nýir landnámsmenn Þriðji og stðastiþáttur. 22.00 Samherjar 22.55 Ólympíuleikarnir í Lillehammer Sýnd verður upptaka trá keppni kvenna i listdansi. 23.30 Allt fyrir ástina I Don’t Buy Kisses Anymore Fitubolla verðurhrif- in af stúlku sem er í sállræðinámi. Hún er hins vegar i heimildasölnun lyrir rilgerð um oltitu- sjúklinga og hann misskiluráhuga hennar. 01.05 Ólympíuleikarnir í Lillehammer Saman- tekt trá keppni seinni hluta dags. STÖÐ TVÖ 16.45 Nágrannar 17.30 Sesam opnast þú 18.00 Úryalsdeildin 18.30 NBATil- þril 19.1919.19 20.15 Eiríkur 20.35 Ferðast um timann 21.25 Coltrane og kádiljákurinn 21.55 Á rúi og stúi Disorganized Crime Þaut- skipulagt bankarán fer allt I vitleysu þegar hugs- uðurinn á bak við það er handtekinn. Corben Bernsen úrL.A. Law er þekktasti leikarinn t þessari bóíamynd. 23.35 Hart mætir hörðu Brothers in Arms Spennumynd um arabískan iiðsmann trönsku leyniþjónuslunnar og löggu at gyðingaættum. Þeir eru báðir að reyna aðktó- festa hættulegan glæpamann en samstartið gengur upp og ofan. Ein skærasta kvikmynda- stjarna Frakka Palric Bruel leikur aðalhlutverk myndarinnar. 01.15 Á faraldsfæti Longshot Tveir ungir piltar ætta að verða rlkir af fótbotta- spiti, og auðvitað tekst þeim það eltir nokkrar hremmingar I anda fíocky myndanna. Það hetur ettausl verið ætlun tramleiðanda myndarinnar að nýta sérþáverandi vinsældir unglingastjörn- unnar Leit Garetts sem leikur annan piltanna. 02.50 Nátthrafnar Nightbreed Hryllingsmynd úr smiðju Clive Barkers. Þeir einu sem eiga góðan dag eru törðunarmeistarar myndarinnar. Fyrir blanka Þeir sem hafa sleppt afnota- gjöldunum og komast ekki á völlinn sakir blankheita, þá vantar gjarnan þá lífsfyll- ingu sem felst í aö fylgj- ast með keppnisfþrótt- um, en það er ekki öll von úti, eins og sjá má á eftirfarandi fþrótt, sem krefst nokkurra al- gengra hluta á flestum heimilum. Hóaðu fjöl- skyldunni saman inn í eldhús og berðu sólblóma- O olíu á botninn á örbylgju- { ofninum. Taktu siðan eitt greipaldin fyrir hvern fjölskyldu- meðlim og merktu hvert þeirra með upphafsstöfum ykkar. Leggöu greipaldinin síðan hlið við hlið inn í örbylgjuofninn, þétt upp að vinstri hlið hans, þannig að stilkurinn snúi beint að veggnum. Lokaðu svo ofninum og settu f gang. Greipaldinin munu taka á rás þvert yfir ofninn og sá vinnur, sem á það þeirra sem fyrst kemst alla leið yfir. Hægt er að veðja eldspýtum á útkomuna, en það eykur spennuna að ekki Ijúka öll greipaldinin keppni, því þau geta líka sprungið á leiðinni og það er vitaskuld mesta stuðið. Sá sem tapar keppninni með þeim hætti þrffur ofninn. FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 34

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.