Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 20

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 20
anna þar sem engar fjar- lægðir þekkjast og allt rennur saman í síkvikt litamunstur. Líkami okkar virtist hafa leyst upp í þessu munstri. Meira að segja stríðið, innrásin í írak var ekkert annað en tölvu- stýrt sjónarspil í okkar aug- um. Engin rotnunarlykt, ekk- ert blóð. Svo gerðist eitthvað. Það er engu líkara en X-kynslóðin hafi endurheimt líkamann og tengslin við hinn efnislega heim. Já, það er eins og hún hafi fengið eins konar narsí- síska ást á líkamanum og geti ekki fengið nóg af nautn- inni og sársaukanum. Pierc- ing- hringurinn í geirvörtunni er fallegasta og besta dæmið um þessa ást. En stóraukinn áhugi á S/M, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum, segir líka sína sögu. Og það er önnur hlið á mál- inu: Skelfingin og hryllingur- inn í Bosníu. Stríð er annað og meira en tölvustýrðar myndir; það er umfram allt sundurtættir líkamar, blóð, innyfli, limlest börn, konur sem búið er að nauðga og karlmenn sem skera eistun undan hver öðrum. Auðvitað virkar leit X-kynslóðarinnar að einhverju ekta eins og hver annar lúxus og barna- skapur miðað við veruleikann eins og hann er í Bosníu. En það er ekki sanngjarn mæli- kvarði. Hins vegar verður þessi kynslóð að vera við því búin að leit hennar að einhverju ekta geti verið misnotuð. í fyrsta lagi hefur hún þegar snúist upp í rándýra fátækra- tísku í París og á Ítalíu: Nou- veau pauverte! Og módelin hans Jean Paul Gaultier eru nú þegar komin með hringi í nasavængina og kannski geirvörturnar líka. illar tungur herma meira að segja að svitakleprarnir í hári Kurt Go- bian, söngvara Nirvana, séu ekki lengir ekta. Því er til að svara að ef málefnið er gott er allt í lagi að það komist í tísku. Hitt væri öllu verra ef kapítalismanum tækist að komast inn um bakdyrnar hjá kynslóðinni X og gleypa hana með húð og hári. Þetta síð- astnefnda er kannski mikil- vægasta atriðið. Þýski rit- stjórinn og „situationistinn“ Dietrich Dietrichsen bendir á það í bók sinni „Freiheit macht arm!“ að það sem skiptir öllu máli fyrir þessa kynslóð sé hæfileikinn til að segja NEI! Dietrich Dietrich- sen er vinstrisinni sem gerir sér enga gyllivonir um bylt- ingu og sósíalisma. En hann segir að eini möguleikinn til að skapa sér frelsi í kapítal- ísku þjóðfélagi sé að segja sig úr lögum við það með því að taka ekki þátt í neinu sem það hefur upp á að bjóða, ekki undir neinum ^— kringumstæðum, aldrei nokkurn tíma! O „Ég er alls ekki svartsýnn þótt það sé kreppuástand. Ég er svo leiður á henni og held að þetta sé rétti tíminn til að scekja á. Það verða alltaftil nýir kóngar í kreppu. “ TINDUR HAFSTEINSSON „Þaðverðaalltaf til nýir kóngar í kreppu" Tindur Hafsteinsson kvik- myndagerðarmaður er fæddur árið 1968 og er stúdent frá Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ. „Ég stóð lengi í þeim misskiln- ingi þegar ég var yngri að ég væri af þessari frábæru kynslóð sem er kennd við ‘68 af því að ég er fædd- ur það ár og peppaðist allur upp út af því,“ segir Tindur. „Ég hlaut að vera frábær einstaklingur fyrst ég var hluti af þessari merkilegu kyn- slóð. Ég var tölvufrík frá tólf ára aldri en fékk enga vinnu við tölvuna fyrst ég var bara með stúdentinn. Bróðir minn var að vinna á Stöð tvö á þessum tíma og mér var boð- ið starf þar við hljóðvinnslu. Þá kynntist maður alveg nýjum heimi; að fara að vinna með fólki í stað maskinu og það var engin spurn- ing, ég kúventi alveg og byrjaði að plana í þá áttina. Ég hafði lokað mig af yfir tölvunni og var farinn að tala við fólk í skilyrðissetning- um á tölvumáli. Hljóðvinnsluna lærði ég með því að lesa mig til og spyrja samstarfs- fólkið en ég lærði mest af mistök- unum. Eftir að hafa unnið á Stöð tvö í eitt og hálft ár fór ég til Los Angeles til náms í kvikmyndagerð og fékk BA-gráðu eftir tvö ár. Þeg- ar ég kom heim aftur varð ég út- sendingarstjóri fyrir fréttir á BylgjJ-r unni ásamt því sem ég gerði aug- lýsingar. í framhaldi af því gerðist ég aðstoðarútsendingarstjóri á 19.19 og fór svo að gera dagskrár- kynningar fyrir Stöð tvö. Garðabærinn var mjög verndað umhverfi og maður hugsaði ekki svo mikið fram í tímann. Með ár- unum áttaði maður sig á því að það væri náttúrlega mjög óraun- hæfur draumur að búast við að geta nokkurn tíma komið sér upp húsi í líkingu við það sem ég bjó í eða voru í kringum okkur. Eg sá hreinlega ekki fram á að geta eign- ast þak yfir höfuðið næstu árin en ég byrjaði með konu stuttu eftir að ég kom heim frá námi og hún hafði íbúð sem við þurftum ekki að borga neitt fyrir að búa í. Þá gat maður byrjað að safna fyrir út- borgun í eigin íbúð og við keypt- um okkur 90 fermetra risíbúð í Vesturbænum síðastliðið haust. Við höfum nóg pláss og ég get unnið heima, en ég reikna með að það verði þannig, alla vega svona fyrst um sinn. Það er erfitt að henda reiður á framtíðinni og hún er öll í móðu. Það er kannski best að hafa það þannig því þá er mað- ur ekki að velta sér of mikið upp úr henni. Ég held að það sé bara til góðs/\ hvað margir eru búnir að læra I kvikmyndagerð á undanförnum \ árum og það er að skila sér inn í > iðnaðinn núna. Maður mun alltaf standa og falla með því sem maður gerir og þarf ofsalega seiglu til að halda það út. Það sem gefur manni ljóstýru í myrkrinu er að sjá mynd- ir eins og Veggfóður eftir Júlíus Kemp og Sódómu Reykjavík eftir Óskar Jónasson Þeir eru báðir ungir og gerðu myndir sem fólk vildi sjá í stað einhverrar mysteríu sem maður þarf endalaust að pæla í. Mér fmnst það skipta rosalegu máli að hafa farið erlendis til náms. Þegar ég var á Stöð tvö hafði maður ákveðna drauma og þarna úti gat ég látið þá verða að veruleika. Fyrir vikið set ég markið miklu hærra í dag og námið opnaði augun fyrir þeim möguleikum sem eru til stað- ar. Áhugamálin eru mörg. Ég smit- aðist af mótorhjóladellu þegar ég var úti og á tvö hjól núna en annað þeirra er ég að gera upp, saga í sundur og breyta. Vinnan er eigin- lega áhugamál í leiðinni vegna þess að hún er þess eðlis að erfitt er að , stóla á að maður geti lifað 100 prö- sent á henni. Hingað til hefur það þó gengið ágætlega en ég er að vísu nýbúinn að missa vinnuna á Stöð tvö og er núna að reyna að koma á laggirnar stuttmynd sem ég plana að taka í sumar. Handritið er eftir Þórarin Eldjárn en ég er að reyna að íjár- magna myndina um þessar mund- ir. Eg er á leiðinni til Danmerkur á jiibrgun, meðal annars í þeim til- gangi. Það er erfitt fyrir leikstjóra sem er að taka sín fyrstu skref að biðja um peninga en ef þeir gætu lánað tæki þá væri það mjög fínt. Þá er maður kannski með eitthvað í höndunum sem sýnir hvers mað- ur er megnugur eða hvort ég eigi eitthvað erindi í þetta yfirleitt. Ég er trúlofaður og finnst það mikils virði án þess að geta skýrt það. Þetta er fyrst og fremst spurn- ing um eitthvað huglægs eðlis og á hvaða forsendum maður er í sam- bandinu. Ég trúi á gildi hjóna- bandsins og fjölskyldunnar og langar til að eignast börn fljótlega. Eg er alls ekki svartsýnn þótt það sé kreppuástand. Ég er svo leiður á henni og held að þetta sé rétti tím- inn til að sækja á. Það verða alltaf til nýir kóngar í kreppu. Ég ætla að reyna að koma þessari mynd á laggirnar og þá munu hlutirnir væntaniega skýrast. Bæði það hvort leikstjórn sé í raun og veru það sem mig langar til að vinna við í framtíðinni og hvort ég hafi það sem þarf til að ná árangri á þessu sviði.“ GUDJONMAR GUÐJÓNSSON „fólkfæraðvera sjálfstæðara í dag Guðjón Már Guðjónsson er fæddur 1972. Hann var þrettán ára þegar hann, ásamt jafnaldra sínum, stofnaði fyrirtæki sem hafði það markmið að smíða tölvuforrit fyrir knattborðsstofur og myndbanda- leigur. Sex árum síðar, 1991, stofn- aði Guðjón annað fyrirtæki, í þetta skipti í félagi við Aron Hjartarson, sem er ári eidri, og með því fýrsta sem þeir félagar gerðu var að kaupa tölvur og vélar fyrir hátt í annan tug milljóna. Þetta er fyrirtækið OZ, einnar sinnar tegundar á Norðurlöndunum. Upprunalega setti Guðjón OZ á fót með félögum sínum Einari Snorra og Eið Snorra. Síðan skiidu leiðir, Snorr arnir ákváðu að snúa sér alfarið aðjl ljósmyndun og auglýsingagerð en Aron og Guðjón sérhæfðu sig í tölvugrafik fyrir siónvarpsauglýs- ingagerð bæði fyrir innlendan og erlendan markað. í dag, þremur ár- um eftir að Aron og Guðjón lögðu upp saman, hefur OZ sex manns áíl sínum snærum sem vinna jöfnum höndum við tölvuteiknun og hönnun hugbúnaðar fyrir grafík- vinnslu. En hvernig skyldi tveimur strák- j um, þá nítján og tuttugu ára gömi um, hafa tekist að kaupa vélar fyriii| tugi milljóna og koma svona fyrir-lf tæki á fót? Guðjón svarar því: „Ég ólst upp við það viðhorf að maður eigi að gera hlutina sjálfur og gera þá vel, taka áhættu og líta jákvæðum augum á lífið. Kaupin sjálf gengu þannig fyrir sig að við fengum tii okkar aðila frá Englandij Belgíu, Svíþjóð, Kanada og Italíu til þess að sýna okkur þann búnað sem þeir höfðu upp á að bjóða. Við’ eyddum þremur mánuðum í að undirbúa þetta, velja hugbúnað, vélar og útvega fjármögnunaraðilaJ Meðal annars fórum við á fund IBM International og lögðum fvrir þá áætlanir okkar. Okkur tókst svo vel að sannfæra IBM um ágæti hugmyndarinnar að þeir sáu sér hag í að fjármagna þetta hjá okkur Við iögðum ekki fram nein fast- eignaveð heldur sá IBM alfarið um allar ábyrgðir og það er þeim að þakka að OZ varð til á sínum Þessi samningur er algert eins- dæmi.“ I fáum dráttum snýst starfsemi OZ um tölvugrafík sem hægt er að nota til þess að gera tæknibrellur í sjónvarpsauglýsingum, einnig býð ur fýrirtækið upp á alla almenna sjónvarpsgrafík. Meðal viðskipta- vina hjá fýrirtækinu eru frétta- deildir beggja sjónvarpsstöðvanna og fjöldinn allur af auglýsingastof- um. Sem dæmi um auglýsingar sem þeir félagar hafa unnið eru; „Veljum íslenskt" þar sem keilur af ýmsum stærðum hoppa um, tal- andi sími fyrir Póst og síma og Snæfmnur snjókarl fyrir æskulínu Búnaðarbankans. Þessar brellur vinna strákarnir með sömu tækni og brellumeistarar bíómynda á borð við Jurassic Park og Termina- tor II nota. Og þessa dagana eru þeir einmitt að vinna að sérstökum brellum fýrir Bíódaga Friðriks Þórs Friðrikssonar. Auk þessa eru öll Norðurlöndin markaður hjá fýrirtækinu og nýverið gerði það tilboð í mjög stórt verkefni í Nor- egi. Guðjón stefnir á að í næstu framtíð verði OZ til í öðrum lönd- um en íslandi. Strax og komið er inn á markað í nágrannalöndunum eru mun meiri peningar í þessum bransa og því eftir miklu að sækj- ast. Guðjón segir að honum finnist ástandið í dag málað mun dekkri litum en þörf sé á og að fólk verði því skelkað og haldi að sér höndum í stað þess að framkvæma. „Það er einhver biðstaða um þessar mundir á Islandi. Margir af mínum vinum hafa til dæmis hug á að flytja til Bandaríkjanna og reyna að fá sér vinnu þar. Það er tæplega hægt að ætla sér að fara út á leigu- markað núna og reyna um leið að safna sér fýrir íbúð til kaups. Enda eru margir sem ég þekki ennþá í foreldrahúsum og virðast ekkert vera að stressa sig á því. Fólk fær í dag að vera sjálfstæð- ara og gera meira af því sem það sjálft vill heldur en að fara eftir ein- hverjum fyrirfram mótuðum kröf- um um það hvernig það eigi að haga sér í lífinu." 1 uni FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1994 20

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.