Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 40

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 40
Agalegt að Herluf sé að fara hausinn út af elnskis nýtum kröf- um. Blessaður vertu, hann fer ekki á hausinn af því. Verka- lýðshreyfingin hefur lifað með innihaldslausum kröfum í áratugi og hefur aldrei staðið betur. O Súkkat til Stuttgart © Hver með átta til tíu myndir Hróöur félaganna Hafþórs Ólafs- sonar og Gunnars Arnar Gunn- arssonar, sem mynda dúettinn Súkkat, hefur nú borist út fyrir landsteinana. Tónlistarflutningur þeirra, sem upphaflega var hugsaður sem skemmtun fyrir vini og kunningja, hefur fallið vel í kramið hjá ólík- legasta fólki. í dag, fimmtudag, héldu þeir áleiðis til Stuttgart í Þýskalandi þar sem þeir munu troða upp á þorrablóti íslendingafé- lagsins þar um slóðir. Fer vel á því þar sem textar Hafþórs eru á köflum einkar þjóðleg- ir... Geysilegur áhugi er fyrir stuttmynda- dögum sem Kvikmyndafélag Islands ætlar að standa fyrir í mars. Þetta verður í þriðja skiptið á jafn mörgum árum sem þeir félagar JÓHANN Sigmarsson og JÚLÍUS KEMP halda stuttmyndahátíð og hefur áhuginn aldrei verið jafn mikill og nú. Þótt enn sé ekki farið að óska eftir myndum er þegar farið að hringja inn og spyrjast fyrir um hvert megi senda myndir. Margir af þeim sem hringja hafa áður tekið þátt í hátíðinni og þá sent inn eina eða tvær myndir. Núna eru þessir ungu og áköfu kvikmyndagerðar- menn, sumir hverjir, með átta eða níu mynd- irtilbúnar á hátíðina... Ríkisstjórnarsamstarfið stendur tæpt eftir atburði gærdagsins að mati áhrifamanna í báðum flokkum Hofsvallagata 1 Einbýlishús Herluifs var slegið á uppboði í síðustu viku. Bvvvssarvv Tilfinningahíti og tauga- veiklun í rfldsstjóminni í gærkvöldi var staðan í ríkis stjórnarsamstarfinu með þeim hætti að þingmenn beggja flokka gátu allt eins átt von á því að hringt yrði í þá til að tilkynna um fyrir- huguð stjórnarslit. Eftir að Egill Jónsson, þingmaður Sjáifstæðis- flokksins og formaður landbúnað- arnefndar Alþingis, lagði fram drög að frumvarpi til breytinga á bú- vörulögunum tók landbúnaðar- deila stjórnarflokkanna enn nýja stefnu. Margir alþýðuflokksmenn iitu svo á að Egill og stuðnings- menn hans í þessu máli innan Sjálf- stæðisflokksins hefðu kastað stríðs- hanskanum. Öruggar heimildir EINTAKS úr Astandið í stjórnarráðinu er farið að minna æ meira á siðustu daga rikisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Þá sat Þorsteinn einangraður í stjórnarráðinu og reyndi að gera sér i hugarlund hvaða launráð þeir Jón og Steingrímur væru að brugga gegn sér. Hann var hræddur, en svo bráði af honum á milli. Þannig var með Davið fyr- ir helgi. Hann varfarinn að sjá útspekúlerað plott Jóns Baldvins gegn sér og ríkisstjórninni og þurfti að fá Jón niður i stjórnar- ráð til að fullvissa sig um að hann væri ekki að sprengja ríkis- stjórnina. Á eftir slappaði hann af, fór á Þingvöll og grillaði í góða veðrinu. En hann var varla búinn að koma sér fyrír en allt fór af stað aftur og hann vissi ekki lengur á hverju hann átti að eiga von. Eini munurinn á ástandinu í dag og á síðustu dögum Þor- steins er sá að núna er Jón alveg jafnt úr takt og Davið. Hann sér líka fyrir sér djúpstæð plott sjálf- stæðismanna til að sprengja stjórnina. En ístað þess að tala við Davið og fá fullvissu fyrir um að þetta sé ímyndun fer hann i rússneska sendiráðið og fær sér vodka. Á meðan Davíð grillar enn á Þingvöllum. Og Egill Jónsson stjórnar. Lalli Jones innsta hring Sjáifstæðisflokksins herma að Davíð Oddsson, forsæt- isráðherra, hafi verið kominn á þá skoðun fyrir síðustu helgi að Al- þýðuflokkurinn væri að spila sig út úr stjórninni með úthugsaðri leik- fléttu. Jón Baldvin hafi hins vegar sannfært hann um að svo væri ekki á sunnudaginn. Effir atburði gær- dagsins komst þessi samsæriskenn- ing aftur á kreik í herbúðum sjálf- stæðismanna. Atburðarásin er orðin svo hröð að sumir stjórnarliða í báðum flokkum óttast að forystumennirn- ir missi tökin á þessu máli þannig að'ekki verði við neitt ráðið. Búist var við að reynt yrði að ná sáttum án frekari upphlaupa eftir að Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, og Jón Baldvin Hannibals- son, utanríksráðherra, náðu sam- komulagi sín á milli um síðustu helgi. Þingflokkur Alþýðuflokksins brást því ókvæða við útspili Egils og samþykkti síðdegis í gær einróma að hafna drögum hans og flutti Jón Baldvin þingflokk sjálfstæðis- manna þau skilaboð. Davíð var hins vegar í sumarbústað á Þing- völlum og hafði því ekki séð drög- in. Kratar líta á drögin sem tví- mælalaust brot á samkomulagi oddvita stjórnarflokkanna, sérstak- lega það sem snýr að meðferð inn- flutnings á iandbúnaðarvörum eftir gildistöku GATT-samningsins, og benda á að Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra sé sama sinnis. EINTAK náði tali af nokkrum í innsta kjarna beggja flokka í gær- kvöldi. Greinilegt var á þeim sam- tölum að menn vissu varla hvað var að gerast. „Stjórnarsamstarfið stendur tæpt og það ríkir mikil spenna á þessu augnabliki," sagði einn úr innsta kjarna Alþýðu- flokksins. Hann bætti við að al- þýðuflokksmenn margir væru „hissa á því hvað Egill virðist fá að valsa án leiðsagnar forystumanna flokksins“. Sumir kratar túlka það þannig að Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn til að láta steyta á þessu máli í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismaður, nákominn Davíð, sagði hins vegar að tilfinn- ingahiti alþýðuflokksmanna í gær kæmi sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. Egill hefði lýst því yfir í síð- ustu viku að hann ætlaði að leggja fram þessi drög og það hefði ekki átt að koma nokkrum manni á óvart. Frumvarpið verði ekki lagt fram fullbúið fyrr en í fyrsta lagi á mánudag og því gæfist nægur tími til að ná samkomulagi. Egill væri hins vegar erfiður viðureignar þar sem hann hafi keypt sér svigrúm gagnvart forystumönnum flokksins með því að halda því fram að hann hefði öruggan þingmeirihluta fyrir frumvarpsdrögunum. Skotgrafahernaður stjórnarliða í þessu máli hefur valdið því að þing- menn vita vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Margir eru orðnir þreyttir á þessu máli og vilja fá nið- urstöðu strax. Þannig sagði Eggert Haukdal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, í samtali við eintak í gærkvöldi að Alþýðuflokkurinn væri ósamstarfshæfur í þessari rík- isstjórn og margir landsbyggðar- þingmenn Sjálfstæðisflokksins væru orðnir þreyttir á samstarfinu. „Fyrir löngu hefði átt að vera búið skilja kratana eftir í þessu máli. Ég hefði viljað að stefna flokksins hefði verið knúin fram og hann verður að manna sig upp. Alþýðuflokkur- inn verður að gera sér grein fyrir að hann hefur enga stöðu í þessu máli gagnvart þjóðinni.“ Einn möguleiki sem menn hafa verið að velta fyrir sér í stöðunni er að Egill leggi frumvarp sitt fram sem þingmannafrumvarp. Ef það fengi góðan meirihluta á Alþingi, sem alls ekki er ósennilegt, væri AJ- þýðuflokknum varla stætt á því að slíta stjórnarsamstarfinu því þá væri hann að lýsa því yfir að hann vildi ekki beygja sig undir þing- meirihlutann. Raunar sagði einn krati sem rætt var við í gær að það væri ekki versti kosturinn í stöð- unni. „Þá neyðast menn tii að taka afstöðu til þessa neytendaníðs, eins og við köllum þessi frumvarps- drög.“0 liiVVlifl Herluf Clausen rýfur þagnarmúrinn og tjáir sig í fjölmiðlum í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár. Hef þurfl að afskrifa stórar Qárhæðir AUSTURSTRÆTI ÞÓRPARHÖFÐA1 SÍM117371 SÍMI 676177 í EINTAKI í dag er íjallað ítarlega um erfiða fjárhagsstöðu fjármála- veldis Herlufs Clausens og getum að því leitt að það geti hrunið til grunna. Haft var samband við Herluf á meðan á vinnslu greinar- innar stóð og hann spurður út í ýmsa þætti málsins. Hann svaraði þeim spurningum ekki en sendi blaðinu eftirfafandi skrif, skömmu áður en blaðið fór í prentun, sem hann ritaði undir eigin hendi: „Á síðustu árum hefur verið al- varleg niðursveifla í íslensku efna- hagslífi og hefur enginn sem stund- ar viðskipti farið varhluta af því. Sérstaklega hefur verslun orðið illa úti og þar sem ég stundaði um- fangsmikinn innflutning, þá hef ég fengið minn skerf af þessum erfið- leikum. Margir af mínum við- skiptavinum hafa farið illa út úr sínum rekstri og lent í umtalsverð- um vanskilum við mig, sem leitt hefur til þess að ég hef þurft að af- skrifa stórar fjárhæðir. Slíkt er eðli viðskipta og ber ég engan kala til þessara manna, heldur reyni ég að horfa fram á veginn og leyfi mér að trúá því að einhvern tíma aftur verði eðlilegar aðstæður til við- skipta á íslandi. I dag er staða mín þannig að mér er nauðsynlegt að losa þá fjármuni sem eru bundnir í fasteignum og' öðrum slíkum eignum til að bæta lausafjárstöðu fyrirtækja minna. Þegar markaðsaðstæður eru með því móti sem þær eru í dag, þá get- ur verið erfitt að mæta þeim tíma- mörkum sem lánastofnanir setja til að koma með viðunandi lausn og varð það til m.a. til að ekki tókst að forða Hofsvallagötu í frá sölu á uppboði þ. 16. feb. sl. Þess ber þó að geta að ég hafði þegar fyrir all löngu síðan ákveðið að selja jiessa eign og ráðstafa andvirði hennar til greiðslu á skuldum. Með hagsmuni lánadrottna minna í huga þá taldi ég rétt að stuðla að því að verðmæti þessarar eignar færi ekki forgörð- um, þar sem eignin hafði áður ver- ið metin töluvert hærra verði. Ég tel mig ekki hafa neinar skyld- ur við lesendur EINTAKS um að upplýsa þá um viðskipti mín við lánastofnanir landsins, en vil þó segja þetta: í 29 ár hef ég átt viðskipti við ýmsar lánastofnanir á Islandi og leyfi mér að fullyrða að þessi við- skipti hafa verið þeim hagstæð allt fram á síðustu misseri. Málefni mín hafa ávallt fengið sambærilega af- greiðslu og málefni annarra við- skiptavina þessara lánastofnana. I dag er unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu sem hefur þann tilgang að fullnusta lána- drottna og styrkja áframhaldandi rekstur fýrirtækja minna. Engin fordæmi eru fyrir því að hægt sé að vinna slíka vinnu í fjölmiðlum, og verð ég því að skorast undan því að ræða einstök efnisatriði þessara að- gerða.“ O Sjá ítarlega umfjöllun ábls 14-15. Vandað vikublað á aðeíns 195 kr. Fréttir ð Skandia segir ekki skrifar undir skjöli sölunum 14 Bankarnir þjarrn Clausen 'Æh, Skoðanakannanir Cl Sjálfstæðismenn í vondum málum í Reykjavík 9 Þriðjungur telur Markús ekki besta borgarstjóraefni sjálfstæðismanna Greinar Tð X-kynslóðin: Sú sem hefur það verr en foreldrarnir 22 Ólafur Gunnarsson: Ævisaga mín á tólfta glasi 24 Hverjir eru í landsliðinu í karlrembu? 26 Minningarbrot um Dag Sig- urðarson 32 Bubbi og allir umboðsmenn- irnir Viðtöl 12 Er álíka vont fyrir útlendinga að forræðismál á íslandi og fyrir ís- lendinga í Tyrk- landi? 16-20 Ungt fólk misbjarta framtíðarsýn Fólk RLR-bílarisparinn gerir usla í borginni . Hver er þessi Lovejoy? 34 Ný krá á Tryggvagötu 34 Hressó er sextíu ára 35 Ballerínan Þóra 36 Jazztríó Reykjavíkur 37 Barstúlkan á svakakránni Keisaranum Krjtík Flóttamaðurinn ★ Saktmóðigur ★ ★ Ingó og Vala ★ ★ „Aflireyi ng fyrir þá sem vilja komast í vanda- málastuð og skílsœtni- leg setn slík“

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.