Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 32

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 32
Einar Orn Benediktsson var eitt sinn umboðsmaður Utangarðsmanna og þar með Bubba Morthens. Eins og svo margir aðrir. Hann hefur nefnilega komist að því að á ferli sínum hefur Bubbi haft í það minnsta tólf umboðsmenn. Hvers vegna sækist fólk eftir því að verða umboðsmenn? Og hvers vegna helst Bubba svona illa á fólki? Einar reyndi að átta sig á þessu. . að það er hægt að efast um mikil- feng þessara listamanna ef ekki hefði komið til hugvit umboðs- mannsins. Hér á landi hefur þessi stétt verið til í flugumynd, en einhvern veginn hefur hún ekki náð þeirri virðingu sem hún hefur haft erlendis. Nokkrir hafa gefið sig út fyrir að vera umboðsmenn en oftast hafa þeir einungis verið álitnir bókarar- ar og sá aðili sem hægt er að nöldra út í ef skemmtunin byrjaði aðeins of seint eða of fáir mættu. Ein áhugaverðasta stétt landsins hlýtur að vera umboðsmenn hljómsveita og tónlistarmanna. Oft á tíðum fýlgir þeim eitthvert orð- spor sem einkennist af einhvers konar dýrðarljóma. Annaðhvort eru þeir álitnir meiri snillingar en þeir, sem þeir eru í forsvari fyrir, eða þá að þeir stigi ekki beint í vitið. Erlendis hefur alltaf mikið farið fyrir umboðsmönnum listamanna, og þeir taldir ábyrgir fyrir sköpun umbjóðenda sinna og þeim frægð- arljóma sem skapast hefur. Nægir að nefna Brian Epstein fyrir Bítl- ana, Albert Grossmann fyrir Bob Dylan og Malcom McClaren fyrir Sex Pistols. Saga þessara listamanna er svo samofin umboðsmanninum Misjafn sauður ogéger einn afþeim Þar sem ég lá í rúminu andvaka byrjaði ég að telja kindur. Ekkert gekk! Þær neituðu að stökkva. Þá varð mér hugsað til baka og byrjaði að velta því fyrir mér hvers vegna ég byrjaði í tónlistarbransanum. Ég stoppaði við árið 1980 þegar ég var ráðinn sem umboðsmaður fyrir Utangarðsmenn. Síðan byrjaði ég að telja upp fyrir mér hverjir urðu umboðsmenn á eftir mér og þá sér- staklega fyrir Bubba. Þetta var miklu skemmtilegra en að telja kindur. Því hver umboðs- maðurinn á fætur öðrum hoppaði yfir girðinguna. Alltaf bættust við fleiri og fleiri. Og að lokum var ég orðinn svo þreyttur að ég soíháði. Úthvíldur morguninn eftir var ég enn það minnugur að mér hafði talist til að tólf umboðsmenn höfðu unnið fyrir Bubba, annað hvort þegar hann var með hljómsveit eða sem trúbador. Eina sem mér datt í hug var að það sé misjafn sauður... og ég var einn í þessum klúbbi þeirra sem hafði unnið fyrir Bubba. Og við myndum reyndar fylla upp í fótboltalið. . bókaðu okkur hvar sem er því við erum atvinnurokkarar. Þá var það ekki eins auðvelt og það hljómar. Þetta voru rokkarar sem spiluðu alltof hátt og tóku ekki óskalög. En ég gekk ósmeykur um bæinn, hengdi upp plaköt, hljóp í símann í frímínútum til að kanna hvort Krókurinn væri ekki í lagi. I nóv- ember 1980 náði ég að bóka 33 tón- leika. Ég entist fram í júní ‘81. Ut- angarðsmenn entust til ágúst ‘81. skærasta stjarna um árabil. Reglu- lega hefur hann verið afskrifaður sem eitthvað gamalt, en birtist þá aftur tvíefldur til leiks, hann og umboðsmaðurinn. Einfaldur útreikningur sýnir að Bubbi hefur haft nýjan umboðs- mann á rúmlega ársfresti á sínum ferli. Sá reikningur sýnir líka að Bubbi hefur látið frá sér á þessum tíma í það minnsta tvær plötur á ári. Hverri plötu fylgir tónleikaferð og kynning. Eðli og stærð tónlistarbransans hér virðist bjóða upp á að starf um- boðsmannsins sé ónauðsynlegt. Að umbinn sé bara óþarfa kostnaðar- liður. Margar af dægurhetjum dagsins í dag sjá um sín mál sjálfir, Stefán Hilmarsson og Grétar Örvarsson, til að mynda. En aðrir hafa umboðsmenn, eins og Bubbi. I gamla daga þegar ég var ráðinn sem umboðsmaður Utangarðs- manna var bara ein dagskipun: Umbatoppurinn Denni Fáir hafa sýnt aðra eins þraut- seigju og harðfylgi í umboðs- mennskunni. Starfaði bæði fyrir Bubba einan og líka GCD. Að flestra mati færði hann inn í umboðsmennskuna „pófessi- onalisma“ sem hafði ekki þekkst áður. „Ekkert múður, þú gerir það sem ég segi" var boð- orðið. Sævar brosir enn Hann getur ekki enn hætt að brosa, og að eigin sögn sá eini sem kom glaður út úr umboðs- mennskunni. Enda hætti hann þegar leikar stóðu sem hæst. 32 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.