Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 14

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 14
Fjármálaveldi Herlufs Clausens, sem var talinn í hópi ríkustu íslendinga, er komið að fótum fram. Bankarnir sækja að honum og létu selja einbýlishúsið hans á nauðungaruppboði í síðustu viku. Styrmir Guðlaugsson kynnti sér söguna á bak við ófarir Herlufs og rekur ævintýralegan uppgang hans í viðskiptaheiminum fram að því. Tapadar viðskipta krafuraðfella „bankætjórann“ i Gnotaþorpinu Blöndubakki 10 Herluf á íbúð í fjölbýlishúsi við Blöndubakka sem metin er á tæpar 9 milljónir króna.' Eins og aðrar eignir hans er hún fullveðsett. Á undanförnum árum hefur hann selt nokkrar fasteignir til að losa um fé en það hefur ekki dugað til. Herluf Clausen hefur verið einn umsvifamesti kaupsýslumaður á Is- landi undanfarinn áratug eða svo. Um tíma var hann réttilega talinn vera milljarðamæringur en nú er staða hans slík að útlit er fyrir að hann missi flestar sínar eignir. Bankarnir, sem eru helstu lána- drottnar Herlufs, þjarma nú að honum en hann rær lífróður til að bjarga veldi sínu frá falli. I síðustu viku var glæsilegt ein- býlishús selt ofan af honum á nauð- ungaruppboði að beiðni nokkurra lánadrottna hans, meðal annars Búnaðarbanka íslands sem hefur verið hans helsti viðskiptabanki. Meginástæðan fýrir því hversu illa er komið fyrir Herluf og fýrir- tækjum hans er gríðarlegt tap hans á viðskiptakröfum. Hann er í raun- inni í sömu stöðu og bankarnir að því leyti, enda hefur verið sagt að hann hafi velt fjármunum á við meðalstóran sparisjóð með lána- starfsemi sinni. Herluf hefur haslað sér völl víða í viðskiptalífinu, ekki síst þó í versl- unargeiranum. Það sem kom fót- unum undir hann voru skamm- tímalán til fyrirtækja sem skorti fé til að leysa vörur úr tolli. Síðan hef- ur hann keypt mikið af víxlum og skuldabréfum með afföllum, auk greiðslukortanóta. Og nú þegar verslunin gengur vægast sagt illa og æ fleiri geta ekki staðið við skuld- bindingar sínar er það að koma Herluf í koll. Þannig má segja að sú starfsemi sem gerði hann einn af ríkustu mönnum landsins sé jafn- framt að knésetja hann. Lánadrottnarnir ganga að eigum Herlufs Slæm staða Herlufs sést meðal HÖFÐATÚN 10 Höfðatún 10 er veðsett að fullu en húsið er metið á tæpar 24 millj- ónir króna. tjá sig nokkuð um málið. Fulltrúi eins þeirra sagði þó: „Það hafa verið vandamál hjá Herluf." Allar fasteignir veðsett- ar upp í topp Þær fasteignir, sem skráðar eru á nafni Herlufs, eru allar veðsettar upp í topp. Samtals eru þær metnar á rúmar 162 milljónir króna, að meðtöldu einbýlishúsinu við Hofsvallagötu samkvæmt brunabótamati, sem endurspeglar að jafnaði söluand- virði fasteigna. Þessar eignir eru veðsettar fýrir rúmar 154 milljónir króna og hærra verður vart komist. Hofsvallagata 1 Herluf Clausen keypti einbýlishúsið við Hofsvallagötu 1 árið 1988 þegar fjármálaveldi hans reis einna hæst. Þetta er eitt glæsilegasta einbýlishús landsins, byggt af Vilhjálmi Þór, forstjóra SÍS, og er metið á 46 milljónir króna. í sfðustu viku vaf húsið selt ofan af Herlufá nauðungaruppboði, meðal annars ans sem verið hefur hans Samkvæmt heimildum EINTAKS reyndi Herluf að selja Hofsvalla- götu 1 á síðasta ári til að losa fé en tókst ekki, enda eru fá dæmi um að svo dýr einbýlishús hafi selst hér á landi á síðustu árum, en bruna- bótamat þess nemur 46 milljónum króna. Honum tókst þó að selja ýmsar smærri fasteignir en það dugði ekki til. Á endanum brast lánadrottna hans þolinmæði og þeir lögðu fram beiðni um nauð- ungaruppboð. Húsið lenti svo und- ir hamrinum ió. febrúar síðastlið- inn. Mikið kapphlaup varð um eignina og buðu fulltrúar SPRON og íslandsbanka í kapp við Kristján Knútsson sem kom fram fyrir hönd Sagahúss hf, sem er í eigu hans sjálfs og Jóns Ragnarssonar, veit- ingamanns. íslandsbanki bauð 29 milljónir króna í húsið en á endan- um hafði Kristján betur með því að bjóða hálfri milljón betur. Heim- ildarmenn EINTAKS herma að reyna eigi eftir mætti að bjarga þessu glæsilega einbýlishúsi með þeim hætti að Herluf leysi það til sín frá Kristjáni þegar og ef rætist úr fjármálum hans. Kristján verður hins vegar að reiða fram fjórðung LAUGAVEGUR 95. Húsið við Laugaveg 95 er í eigu Herlufs. Það er metið á tæpar 65 milljónir og er að fullu veðsett. annars á því að bæði Gjaldheimtan og Fjárfestingafélagið Skandia létu gera fjárnám í eignum hans á síð- asta ári til tryggingar á til þess að gera lágum skuldum. Það hefði þótt saga til næsta bæjar fýrir nokkrum árum ef Herluf hefði ekki getað skrapað saman fimm milljónum til að komast hjá fjárnámi, maður sem gat snarað út hundruðum milljóna til að lána fýrirtækjum með sama og engum fyrirvara. I síðustu viku var fjárnáminu svo fylgt effir af sömu aðilum, auk Búnaðarbanka Islands og Islandsbanka, en þá var einbýlishús Herlufs við Hofsvalla- götu 1, sem metið er á 46 milljónir króna, selt á nauðungaruppboði. Búnaðarbankinn hefur verið helsti viðskiptabanki Herlufs í gegnum tíðina og fyrst sá banki gengur svo langt að láta selja íbúð- arhúsið ofan af honum er greinilegt að honum eru flestar bjargir bann- aðar. „Staðan er ljós eins og þú getur séð á opinberum gögnum," sagði Kristján Knútsson, viðskiptafé- lagi Fferlufs, í samtali við EINTAK. „Umtalsvert tap á viðskiptakröfum er orsökin fyrir því hvernig komið er. Herluf hefur verið stór í versl- unarbransanum. Þar hefur gengið illa og Herluf hefur farið illa út úr því. Hann er í þeirri stöðu að berj- ast við að leysa sína hluti. Ef við fá- um frið vonast ég til þess að við get- um unnið okkur út úr þessu.“ Hverja eruð þið að semja við? „Eigendur krafnanna eru bank- arnir.“ Tryggvi Pálsson, bankastjóri Is- landsbanka, sagði í samtali við EIN- TAK að staða Herlufs hefði ekkert verið rædd í bankastjórninni. Sól- on Sigurðsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, neitaði að tjá sig um viðskipti bankans og Herlufs og sagði aðspurður að það kæmi bara í ljós hvort bankirin færi fram á uppboð á öðrum eignum Herlufs sem hann ætti veð í. Aðrir lánadrottnar Herlufs, sem haft var samband við, n e i t u ð u 14 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.