Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 4

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 4
Fimmtudagurinn 2/. febrúar Viö þurfum að finna eitthvert betra mál en landbúnaðinn tll að losna við Jón og kratana. Verst að það sé ekki til einhver krati í útvarpinu sem hægt er reka til að trylla Jón. Þeir hafa komið öllum kröt- unum fyrir þar sem ekki er hægt að ná til þeirra. Og siðan virðist Jóni vera and- skotans sama um þá flesta. Hann mundi ábyggilega skemmta sér yfir því ef við boluðum Jóni Sig úr Norræna fjárfest- ingabankanum. Það er helst að við fengjum Óia G. til að reka Bryndísi úr Kvikmyndasjóði. Það væri í raun briilj- ant. Sendi Davíð nótu um málið. Föstudagurinn 18. febrúar Sá Pál Pétursson og Sigrúnu Magnús- dóttur labba eftir Austurvelli. Ég sá ekki betur en þau teldu sig búin aö vinna borgina. Þau sveifluðu höndunum eins og þau ættu hana. Mér hraus hugur þegar ég hugsaði til þess að þau ættu eftir að sitja að borðum með sínum vin- um í Höfða eins og við félagarnir gerð- um svo gjarnan forðum. Páli Pétursson kóngur í Reykjavík! Hvað næst? Laugardagurinn 1<). febrúar Ég vissi af fundinum í Valhöll en kunni ekki við að líta þar viö eins og ég hefði verið í nágrenninu. Ég hef komið að svo mörgum lokuðum dyrum að undan- förnu að ég er orðinn hálf hvekktur. Stundum hugsa ég til þess þegar við sátum á fundum úti í bæ og létum aðra um að vera ráðherrar. Þá var meira hlegið, harðara gagnrýnt, og þá vorum við allir saman strákarnir. Nú er eins og það eigi að skilja mig eftir uppi í Há- skóla innan um Svan og Þorbjörn. Sunnudagurinn 20. febrúar Davíð er dásamlegur. Hann sneri land- búnaðarmálinu gersamiega við og lýsti því yfir eftir fundinn með Jóni Baldvini að Jón hefði fullvissað hann um að Al- þýðuflokkurinn ætlaöi að starfa af fullum heilindum í ríkisstjórninni. Lét eins og viö værum góöu gæjarnir. Og jafnvel helvítið hann Egill. Fréttamennirnir bitu á agnið og yfirheyrðu Jón eins og glæpamann en voru blíðirvið Davíð. Eins og hann á kannski skilið, Ijúfurinn. Mánudagurinn 21. febrúar Horfði á fréttirnar á Stöð 2 og varð hálf veikur af að horfa á Egil Jónsson. Egill að labba út úr þinghúsinu. Egill að ganga inn til lögfræöinga. Egill aö koma af fundi. Egill að tala við fréttamenn. Eg- ill með skjöl (sem hann skilur ábyggi- lega ekkert í). Og Egill brosandi. Oj. Hvað er að gerast? Og svo bara smá- skot af Davíð við ríkisstjórnarborðið. Það var eins og hann vissi ekkert hvert Egill væri að fara með þjóðina. Þriðjudagurinn 22. febrúar Fór á fund Háskólarektor, spjallaði hann heitan og stakk síðan upp á að húsnæði bókasafnsins yrði breytt í koníaksstofu þegar Þjóðarbókhlaðan kæmist í gagníð. Hann tók dræmt í uppástunguna og spurði hvort ég héldi að margir mundu mæta. Þegar ég hugsaði mig um áttaöi ég mig á að megnið af þessu liði er úr einhverjum norrænum sveitaskólum og hefur ekki kynnst fáguöu háskólaum- hverfi. Stakk þá upp á að hægt væri að skipta húsnæðinu I tvennt; kaffiteríu öðru megin og koníakstúku hinum meg- in. Miðvikudagurinn 23. febrúar Fór á Þingvöll snemma í morgun eftir að ég frétti af Davíð þar. Bankaði á sumar- bústað forsætisráðherra en fékk ekkert svar. Fór frekar á Valhöll en til prests- hjónanna í næstu dyrum en áttaði mig á að það var ekki enn búið að opna hótel- ið. Henti mínum eigin peningum í Flosa- gjá, mátaöi mig við hliðina á Einari í grafreitnum og keyrði heim. O Arthúr Björgvin á upplýsingaþjónustu bœnda O Ásgeir leitar leikmanna fyrir Fram © Red Hot Chili Peppers á listahátíð ELGA GUÐRÚN I JÓNASDÓTTIR, I forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, er í sex mánaða barnsburðarfríi um þessar mundir, en hún eignaðist þrettán marka stúlku í síðustu viku. Enginn hefur ennþá verið ráðinn til að hlaupa i skarðið fyrir Helgu en gár- ungarnir hafa að orði að hér sé komið tilvalið tækifæri fyrir Bænda- samtökin að standa með vini sínum Arthúri Björgvini Bollasyni og bjóða honum djobbið þangað til Helga kemur aftur... lúðrað var í síð- ,ustu viku um að ÁSGEIR SlGUR- VINSSON væri að reyna að útvega Frömurum þjálfara frá Þýskalandi. Eins og fótboltaáhuga- menn rekur ef til vill minni til, var gamla kempan, Marteinn Geirsson ráðinn í þá stöðu. Aftur á móti hefur Ásgeiri verið falið að leita uppi þýska leikmenn Frömurum til handa í von um að hagur Safamýr- arliðsins vænkist... I inu sinni var hægt að ganga I að því sem vísu að Listahátíð I í Reykjavík stæði fyrir stórum rokkkonsert í Laugardalshöll í hvert skipti sem hátíðin var haldin. Síð- ustu listahátíðir hafa hins vegar þótt standa sig illa í að sinna þess- um málum. Nú er hins vegar fyrir- hugað að bæta úr þessu og halda veglega tónleika í sumar. Hefur Listahátíðarnefnd meðal annars at- hugað, fyrir milligöngu umboðsfyr- irtækisins TKO, hvort hljómsveitin Red Hot Chili Peppers vaeri tilbúin að koma hingað til tónleikahalds. Hljómsveitin mun hafa tekið þess- um umleitunum nokkuð vel og hef- ur það ekki skemmt fyrir að íslensk stúlka, búsett hér á landi, er góð vinkona söngvara sveitarinnar Anthony Kiedis... Lovejoy er núll og nix SegirÁmi Matthíasson um Simon Lovejoy sem hefur kært Björk fyrir lagastuld. Fleiri íslendingar lýsa kynnum sínum afLovejoy hérá eftir. Um leið og Simon Fischer, eða Simon Lovejoy eins og hann kallar sig einnig, kærði Björk Guðmundsdóttur fyrir lagastuld í síðustu viku varð hann einn af verstu óvinum íslensku þjóðar- innar. Þar er hann í hóp með köppum á borð við Paul Watson forystumanns Sea Shepards, hvalavins og hvalbátasökkvara, Campomanes forseta FIDE, sem Islendingar hata eftir að hann hrifsaði embættið af Friðriki Ól- afssyni og Viktor Kortsnoj, sem verður seint fyrirgefið að blása reyk framan í Jóhann Hjartar- son í áskorandaeinvíginu í Kan- ada um árið. Það fer ekki á milli máia að við íslendingar lítum það grafaivarlegum augum þegar út- lendingar eru vondir við þjóð- hetjur okkar eða hafa skoðun á prinsípp-málum, á borð við hval- veiðar. En hvernig maður skyldi Sim- on Lovejoy vera? Björk kynntist honum sumarið 1990 þegar hann kom til íslands að spila og tróð hún meðal annars upp með hon- um í Hollywood. Upp úr þessum kynnum hóf Björk síðar samstarf við hann. Fleiri íslendingar en Björk hafa kynnst Lovejoy.' EIN- TAK ræddi við nokkra þeirra og spurði þá út í hvernig Lovejoy hefði komið þeim fyrir sjónir. Simon Lovejoy kom hingað á vegum Pakkhúss postulanna, sem var félagsskapur er stóð fyrir skemmtanahaldi af ýmsu tagi í Reykjavík, og spilaði á þess veg- um í Hollywood. Jökull Tómas- son og Þorsteinn Högni Gunn- arsson voru forsvarsmenn Pakk- hússins og umgengust því Lo- vejoy nokkuð þessa tvo daga sem hann staldraði við á íslandi. Þor- steinn Högni lætur nokkuð vel af kynnum sínum af manninum „Lovejoy spilaði tvisvar fyrir okk- ur og stóð fullkomlega við sitt, þannig að ég hef ekkert upp á hann að klaga. Mér fannst hann vera dálítill sérvitring- ur, ekki alveg eins og fólk er flest, en þetta er nú hægt að segja um marga. Sumum finnst til dæmis Björk vera svolítið sér á báti. Ég veit að hann var mjög hæfur að prógrammera, samplera og trommuheila en sköpunarhliðin var aftur á móti ekki hans sterka hlið.“ Jökull tekur undir með Þorsteini að Lovejoy hafi verið sérstakur og hann undraði sig á hvað Björk sá við manninn, „Mér eins og fleirum fannst það skrítið val hjá Björk að vinna með Lo- vejoy því hún hefði Iíklega getað unnið með hverjum sem hún vildi,“ segir hann. Róbert Bjarnason ljósa- og hljóðmaður, kynntist Lovejoy einnig lítillega þegar hann kom hingað og lánaði honum meðal annars hljómborð og önnur tæki þegar græjur þess síðarnefnda bil- uðu. „Þegar var verið að setja upp tækin hans duttu öll lögin út úr tölvunni. Honum varð ekkert sérstaklega mikið um og er eflaust vanur því að lenda í svona lög- uðu. Við sömdum nokkur lög í sameiningu til að bjarga málun- um. Björk söng svo tvö lög með * honum annað lcvöldið en það var bara spuni. Sama sumar hélt ég til London og fékk að gista hjá Lo- vejoy. Mér fannst hann ágætis ná- ungi en hann gat verið frekar fúll og leiðinlegur og ef sá gállinn var á honum kvartaði hann endalaust yfir öllu. Ég held að kæran eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Lovejoy er aftur á móti líklegur til að gera svona lagað.“ Hörður Ýmir Einarsson var á ferð með Róberti í London og kynntist því Lovejoy lítillega. Að hans sögn var Lovejoy ekki bein- línis þægilegur herbergisfélagi. „Til að byrja með ætluðum við að vera hjá honum í viku en eftir þrjá daga drifum við okkur á hót- el. Lovejoy kom mér fyrir sjónir sem hálfgerður lúser. Það er ágætis dæmi, að einu sinni ætlaði hann Björk Kynntist Lovejoy á Islandi sumarið 1990 og söng meðal annars tvö lög með honum á skemmtistaðnum Hollywood. NAFNSPJALD VIKUNNAR Björgvin Halldórsson, dægurlagasöngvarinn góðkunni, er eig- andi nafnspjalds vikunnar í þetta skiptið. Þegar EINTAK fékk spjaldið í sínar hendur fylgdi sú saga að Björgvin hefði hann- að það sjálfur. Hvort sem það er rétt eða ekki er spjaldið augsýnilega fyrst og fremst stílaö inn á eriendan markað. Það sést á því að kommuna vantar yfir ó-ið í Halldorsson og svo eru starfsheitin bæði á ensku: Producer - Artist. Litli stjómandinn í vinstra hominu undirstrikar að hér er tónlistarmaður á ferð. Þegar Björgvin og félagar hans í Change voru að þreifa fyrir sér um alheimsfrægð í London notaði hann gjarnan iistamannsnafnið Bo Halldorsson. Seinna meir þegar Björgvin var kominn heim til íslands og tekinn við stjóm á Stúdíó Sýrlandi þótti skrifstofa hans þar þvílíkt rokkminjasafn að hún var oft köll- uð Boland (samanber Graceland heimili Elvis Presley) af tónlistarmönnum sem voru við upptökur í hljóðverinu. Björgvin er nýhættur störfum sem dagskrárstjóri Bylgjunnar, hann hyggst þó ekki segja skilið við útvarpið því óstaðfestar fréttir herma að innan skamms muni hann hefja störf á Aðalstööinni. að keyra okkur eitthvert, en þegar hann fann ekki staðinn, sem var einhvers staðar í miðborginni, fór hann alveg í kerfi, stoppaði bílinn og endurtók aftur og aftur „ég get þetta ekki, ég get þetta ekki.“ Hann spilaði íyrir okkur tónlist eftir sjálfan sig og það var nú ekki mjög merkilegt. Mest umhverfis- hljóð í bland við einhvern trommutakt með lítilli laglínu í. Tveimur árum síðar var ég aftur staddur í London og hitti þá Lo- vejoy fyrir tilviljun í plötubúð. Eftir að hann fór, fann ég að starfsfólkið leit mig hornauga og viðmót þeirra breyttist. Þannig að ekki hefur hann verið vinsæll meðal þeirra.“ Þegar Árni Matthíasson tón- listarskríbent Morgunblaðsins var spurður um Lovejoy sagði hann: „Án nokkurs tillits til málsóknar hans er hann algjört núll og nix í tónlistarheiminum. Þetta er í fyrsta skipti sem hann kemst í tónlistarpressuna. Ég veit að Björk var hrifmn af honum sem spilara, en ekki sem tónlistar- manni eða hugmyndasmið. Hún gaulaði laglínu inn á band sem hann hefur nú og það er grunn- urinn að hans máli.“ Það má geta þess að Lovejoy er um þrítugt, er menntaður bók- haldari og vann við bókhald um tíma en hætti þeirri iðju til þess að snúa sér að tónlistinni. © WNDARLEQ VERÖLD HILMARS ARNAR Dónaskapur og tóbaks- reykingar Enginn hatar reykingar mínar meir en ég sjálfur. Ég hata daglegar sjoppuferðir, ég hata að ég skuli alltaf verða uppi- skroppa með tóbak og neyðast þá til þess að reykja mentol sígarettur frá vinum mínum og síðast en ekki síst hata ég vax- andi fyrirlitningu í minn garð. Það er svo furðulegt að ég leiddist út á glapstigu reykinganna eingöngu til þess að falla inn í hópinn og til þess að líkjast hetj- um mínum í heimi bíómyndanna, ég reyndi allt hvað ég gat til þess að líta út eins og ég hefði fæðst með sígó í kjaftinum og hefði kaldlyndur hafnað móðurbrjóst- unum fyrir alvöru sognautn og um leið gefið skít í öll Freudísk stig og væri full- kominn, sjálfsprottinn maður. En ó nei, ég hef alltaf litið hálffáranlega út með sígar- ettu og enn fáránlegri með pípu og ég hef ekki einu sinni reynt að reykja vindla, — en þegar ég fattaði þetta þá komst ég að þeim fáránlega hlut að ég er háður tóbaki og sama hvað ég reyni þá er ég dæmdur til að eyða ævinni álkulegur með einhvern rjúkandi aðskotahlut milli fingranna eða varanna. Það sem er verst er að samfélagið hefur engan skilning á þessari skelfilegu aðstöðu og áþján og á síðustu tíu árum hefur allt verið að fara til fjandans hjá okkur reyk- ingarfíklunum. Við þessir feiluðu töffarar og svo auðvitað vesalings konurnar sem urðu háðar nikótíni í gegnum sjálfstæðis- yfirlýsingar og kvenfrelsisbaráttu erum holdsveikissjúklingar nútímans. Maður er alls staðar fyrirlitinn, forsmáður og fótum troðinn. Flugferðir eru óþolandi og ég verð að sætta mig við það að ég mun aldr- ei komast til Kaliforníu þar sem ég yrði lunsaður á næsta götuhorni af nýju Holly- woodkynslóðinni sem ætlar ekki að axla þá ábyrgð að það voru forverar þeirra og foreldrar innan draumafabrikkunnar sem öttu mér út í þetta í upphafi. Friðarsinn- aða jurtaætan James (sem hatar tóbak og hrekur mig alltaf út í garð til að reykja og glottir við tönn þegar ég kem inn, kvefað- ur og hóstandi eftir rakaleiðna Lundúnar- kuldann) sendi mér úrklippur um daginn sem sýna glögglega hvert stefnir: Þann 25. maí voru John Henderson og Zoé D’Arcy sem bæði vinna hjá Sainsbury’s verslunarkeðjunni, í lest á leið til Ealing eftir að hafa farið í dagsferð til Margate. Einhver dónapúki virðist hafa hlaupið í þau því virðuleg heldri frú sem kom ásamt börnum sínum inn á fyrsta farrými upp- götvaði sér til skelfingar, Zoe í blygðunar- lausum munnmökum við John sem ekki deplaði auga yfir siðavöndum viðbrögð- um frúarinnar. Því næst fluttu þau sig um set á annað farrými og Zoe gerði stutt stopp á klóinu og fór úr að neðan, settist síðan ofan á John sem hafði gert tilhlýði- legar ráðstafanir og svo tóku þau til spilltra málanna meðan fullur lestarvagn fylgdist með. Það furðulega var að enginn gerði neitt til að stöðva ástarleikinn og þegar allt var afstaðið ríkti almenn þögn og aðgerð- arleysi í lestinni. Zoé og John lygndu aftur augunum og gerðu þá stóra feilinn: kveiktu sér í sígó. Allt brjálaðist og sam- ferðafólkið kallaði á lestarvörð og klagaði síðastnefnda athæfið. Zoé og John voru sektuð um 50 pund hvort og þurftu að borga 20 pund í málskostnað. Ef Daily Telegraph og Daily Mirror hefðu ekki fjall- að um málið á sinn yfirvegaða hátt hefði ég ekki trúað orði af þessu. En boðskapur- inn er skýr: nikótínnautn er bölvun og kemur fólki í endalaus vandræði og sum okkar eiga þetta ekki skilið... 4 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.