Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 25

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 25
VlNSTRA HORNIÐ Ari Matthíasson „Femínisminn hefur gengið sér gersamlega til húðar. Hann er ekki aðeins karlfjandsamlegur heldur mannfjandsamlegur. “ VlNSTRI HANDAR SKYTTA INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON „Mér finnst ekki hægt að konur skuli sífellt láta narra sig til að tala um hvað reisa þurfi mörg barnaheimili. Mér finnst barnaheimili svo sjálfsögð að fólk á ekki að þurfa að standa íbaráttu vegna þeirra. Þess vegna eiga konur ekki að bjóða upp íhanaslag út afþeim þó auðvitað sé eðlilegt að þær vilji geta notað menntun sína. “ dálítið einlitur hópur. Breið kvennahreyfing er heiminum aftur á móti mjög nauðsynleg. Mest spennandi stjórnmálamenn síð- ustu ára hafa verið konur. Sjáum bara Thatcher, Benasir Butto, Indiru Gandhi og Aung San Suu Kyi sem situr í stofufangelsi á Búrma. Konur eru líka menn og off meiri menn en menn.“ „Konur vilja bara valdastöður“ Steinþór Ólafsson sölumaður, hefur mótmælt opinberlega því sem hann hefur nefnt „forréttinda- baráttu kvenna“. Meðal annars kom hann fram í þætti hjá Ingó og Völu í þeim erindagjörðum. „Kvenréttindabaráttan gengur ekki út á jafnrétti kynjanna heldur út á forréttindabaráttu kvenna. Þær vilja valdastöður. Þær eru ekki að sækjast eftir að vinna við skolp- ræsadeild Reykjavíkur sem er enn- þá karlaveldi," segir Steinþór. „Sá sem andmælir svertingja er kallað- ur rasisti og sá sem andmælir kon- um er kallaður karlremba. Um leið og einhver leyfir sér að halda öðru fram en þær fær hann stimpilinn. Það eru til tvær gerðir af karl- rembu. Önnur er jákvæð og felst í því að karlmaðurinn veit hvað hann vill, er stoltur af karleðlinu og hefur enga minnimáttarkennd hennar vegna. Með kvenréttinda- bylgjunni varð allt í einu Ijótt og slæmt að vera karlmaður. Það hætti að vera flnt að leggja rækt við karlmannleg gildi eins og að efla líkamshreysti og viljastyrk. Hin gerð karlrembunnar er nei- kvæð og hægt er að kalla þá menn karlrembusvín sem aðhyllast hana. Þeir eru ofbeldishneigðir, illa inn- rættir og misnota líkamlega yfir- burði sína til að kúga aðra. Femínismi er stjórnmálaskoðun sem svipar til sovét-kommúnism- ans. Það hafa orðið þrjár miklar byltingar í heiminum; sú franska sem gekk út á frelsi, jafnrétti og bræðralag, sú rússneska sem gekk út á það sama og svo kvenréttinda- byltingin sem gekk út á frelsi, jafn- rétti og systralag. í öllum þessum byltingum er aðeins verið að skipta um valdamenn. Jafnrétti varð ekki meira en áður heldur aðeins annað fólk í valdastöðunum. Ég er hlynntur jafnrétti, bæði milli kynja og kynþátta. Það er ekki til ójafnrétti í ís- lenskum lögum nema þá í jafnrétt- islögunum. Ailir eiga að hafa sama rétt. Þegar konur berjast aftur á móti fyrir breyttu viðhorfi karla í garð kvenna verða þær að átta sig á að það gerist ekki með lagasetn- ingu.“ „Mjúku málin eru ekki bara kvennamál“ „Það er kannski vegna skorts á áhuga á mjúku málunum sem ég hef verið kenndur við karlrembu," segir Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur, sem sjaldan hefur legið á skoðunum sínum. „Mér finnst ekki hægt að konur skuli sífellt láta narra sig til að tala urn hvað reisa þurfi mörg barnaheimili. Mér fmnst barnaheimili svo sjálfsögð að fólk á ekki að þurfa að standa í bar- áttu vegna þeirra. Þess vegna eiga konur ekki að bjóða upp í hanaslag út af þeim þó auðvitað sé eðlilegt að þær vilji geta notað menntun sína. Fjármunalega séð eru dag- heimili smámál. Svo veit maður ekki hvort börn hafi svo gott af því að vera á barnaheimilum. Það er enginn sérstök ástæða fyrir konur, sem orðnar eru sæmi- lega frjálsar, að láta flokka sig und- ir mjúku málin. Af hverju er það endilega mál kvenna? Ég þekki konur sem eru helvítis svarkar og þær eiga að vera þannig áffam.“ Línumaður Steinþór Ólafsson „Kvenréttindabaráttan gengur ekki út á jafnrétti kynjanna heldur út á forréttindabaráttu kvenna. Þær vilja valdastöður. Þær eru ekki að sækjast eftir að vinna við skolpræsadeild Reykjavíkur sem er ennþá karlaveldi. “ Leikstjórnandi ÖRN CLAUSEN „Ég verð oft var við það í skilnaðarmálum að konurnar hafa oft ekki hugmynd um af hverju eiginmaðurinn hefur fjarlægst þær. Það er eins og þær hafi ekki uggað að sér þegar þær voru skapvondar á morgnana og fettu fingur út í smáatriði. “ Markmaður Flosi Ólafsson „Ég fer ekki ofan afþvíað það sé skemmtilegra að horfa á fallegar konur en Ijótar. Þetta er bara eins og með hross. Það er meira gaman að horfa á falleg hross. Maður talar nú ekki um að fara á bak.“ „Búinn að fá nóg“ Þegar Ari Matthíasson leikari, var beðinn um að nefna ofnæmið sitt í ElNTAKl í síðustu viku nefndi hann femínismann. „Femínisminn hefur gengið sér gersamlega til húðar. Hann er ekki aðeins karlfjandsamlegur heldur manníjandsamlegur. Eg get vísað í femíníska bókmenntafræðinga, sem og félagsfræðinga, máli mínu til stuðnings. Þeir fxnna karlmann- legu eðli flest til foráttu og tengjá það ofbeldishneigð, stríði, græðgi og flestu því sem slæmt er. I kven- legu eðli má aftur á móti finna blíðu, vernd og hið góða. Þegar karlmannlegum og kvenlegum eig- inleikum er þannig skipt í jákvætt og neikvætt er ekki verið að stuðla að sáttum og samlyndi heldur að sundrungu sem einmitt er verið að deila á,“ segir Ari. „Öfgafólk fem- ínismans hefur komið óorði á hreyfinguna. Ég held að það hvetji oft á tíðurn konur til að gera sér upp hneigðir og tilfmningar sem þær hafa ekki. Karlar og konur eru ólík burtséð frá öllum hormónum. Þegar maður fer með litla stelpu inn í dótabúð hleypur hún í dúkk- urnar en litlir strákar rjúka í sverð- in og byssurnar. Ég held að flestir vina minna séu búnir að fá nóg af öllum femín- isma, rétt eins og ég. Ég held reyndar það sama um konur. Það var vissulega þörf á femínismanum á sínum tíma. Öfgarnar urðu til þess að eitthvað gerðist. En núna er þetta orðið mannfiandsamlegt og þar af leiðandi ónauðsynlegt. Karl- menn eru hættir að þora að klappa Hægra hornið Andrés Magnússon „Sameiginlegt kjarkleysi er spennt upp í vinkvennahópunum. Við í mínum gamla karlavinahópi vorum með það á hreinu frá fermingu að við ættum eftir að sigra heiminn. “ Hægri handar skytta Hrafn Gunnlaugsson „Það er ekkert annað en rógur og öfund þeirra sem ekki eru ánægðir með eigið útlit sem beinist að þuluráðningunni. Það er allt ílagi að þulur séu það aðlaðandi að fólk vilji fá þær inn á teppið hjá sér. Égyngdi aðeins upp í þuluhópnum enda varkominn tími til.“ börnunum sínum. Það er kominn tími til að allir karlmenn hristi af sér ok femín- ismans og rísi upp úr öskustónni." rfarsbreytingin egar orðið“ Andrés Magnússon blaðamað- ur, leynir sjaldnast skoðunum sín- um á femínistum, hvorki í ræðu né riti. Á síðasta landsfundi Sjálfstæð- isflokksins gagnrýndi hann ályktun um jafnréttis- og fjölskyldumál þar sem fjallað var um breytingar á sönnunarreglum í nauðgunarmál- urn. „Ég er á móti femínisma og al- gerlega á móti öllum kvenréttind- um rétt eins og ég er á móti rétt- indum homma og lesbía, Akureyr- inga og rauðhærðs fólks, þess vegna. Hins vegar er ég mikill. áhugamaður um mannréttindi, enda vil ég minna á hið gamla slag- orð kvenréttindasinna: Konur eru líka menn,“ segir Andrés. „Hvað réttindi og skyldur áhrærir lít ég á réttindi alls fólks jöfnum augum og er nokk sama hvaða kynfæri það er með eða hjá hverju það kýs að sofa. Ég er sannfærður um að hér rík- ir ekki fullt jafnrétti, en það er ekki hægt að breyta því með lagasetn- ingu heldur verður að bíða eftir að hugarfarsbreyting verði. Ég er satt að segja sannfærður um að hún sé þegar orðin í minni kynslóð. Hjá minni kynslóð eru kvenréttindi ekki á dagskrá eins og var hjá mömmu eða frænkum mínum sem eru nokkrum árum eldri en ég. Ég varð aldrei var við það í skóla að sett væri niður við fólk eftir því hvers kyns það var. Bent hefur verið á að þær fmni ekki fyrir misréttinu fýrr en þær hafa lokið námi og eru komnar út á vinnumarkaðinn. Þar leynist ójafnrétti í launa- og stöðuveiting- um. Vinkona mín er tveggja barna móðir én þó hún eigi við ýmsan vanda að glíma varðandi dagvist- un, launakjör og svo framvegis hef- ur það ekki háð henni,“ svarar Andrés. „Efasemdir hennar um að hún geti ekki nýtt sína menntun koma barnaheimilum ekki við heldur fremur kjarkleysi sem margar konur eiga við að stríða. Kannski er það vegna uppeldis eða einfaldlega vinkvennaSamsæri. Sameiginlegt kjarkleysi er spennt upp í vinkvennahópunum. Við í mínum gamla karlavinahópi vor- um með það á hreinu frá fermingu að við ættum eftir að sigra heim- inn. Við trúurn því statt og stöðugt þó við eigum kannski enn dálítið íangt í land.“ En hvað um Kvennalistann? „Kvennalistinn stenst ekki. Kyn- ferði getur aldrei verið grundvöllur hugsjóna," segir Andrés. „Fyrir nokkrum árum kom hingað fem- ínisti frá útlöndum og hélt því að konum að þær væru á öðru vits- munastigi en karlar. Svona eins og geimverur... Vinstrisinnaðar skoð- anir áttu að vera kvenlegar í eðli sínu. Hún var spurð af blaðamanni hvernig hún útskýrði Thatcher sem þá var forsætisráðherra. Hún svaraði því að Thatcher væri ekki kona vegna þess að hún uppfyllti ekki þessi pólitísku skilyrði. Það fannst mér skrýtið, því það eru konur í öllum stjórnmálaflokkum og ég fæ ekki séð að það komi kvenleika þeirra við. Karlar og konur eru ekki eins. Til dæmis er oft sagt að konur hafi ekki húmor. Mér finnst þó móðir mín ein fyndnasta kona sem ég þekki en hún er með öðruvísi húmor en ég. En flestir rammfem- ínistar eru algjörlega húmorslausir þegar femínisminn er annars veg- ar. Burtséð ffá því er alveg dagljóst að kynin eru ekki eins. Ég er til dærnis ennþá að leita mér að konu sem fílar heavy-metal.“ © b FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 25

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.