Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 17

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 17
SÓLVEIG ARNARSDÓTTIR „Það er eins og fólk sé ekki til- búið til að tak- ast á við sjálft sig og lífið" Sólveigu Arnarsdóttur leik- konu er óþarfi að kynna. Hún er fædd í janúar árið 1973 og því ný- lega orðin tuttugu og eins árs. Hún hefur verið að leika frá því að hún var krakki en vakti fyrst verulega athygli fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Ingu Ló og nú á sviði Borgar- leikhússins í hlutverki Evu Lunu. Hún þreytti stúdentspróf frá MR í fyrra og leggur stund á bók- menntafræði við Háskóla íslands. „Því var skellt framan í mig um daginn að ég hefði verið atvinnu unglingur en ég veit ekki alveg hvernig stendur á því,“ segir Sól- veig. „Kannski er það af því að ég á auðvelt með að tjá mig og hef sterkar skoðanir á flestu. Eg held að skoðanaleysi sé nokkuð algengt meðal krakka á mínum aldri og margir láti flest reka á reiðanum. Það virðist ekki vera „inni“ í dag að hafa skoðanir enda er það að mörgu leyti þægilegasta afstaðan. Það er alls ekki sama hugsjóna- mennskan í gangi og var með hinni margumtöluðu ‘68 kynslóð, hvað sem kom út úr því, eða upp- unum og ég held að frjálshyggjan sé á undanhaldi. Ég held samt að það sé ekki vegna kreppunnar því fæstir jafnaldra minna finna neitt verulega fyrir henni. Það er kannski erfiðara að finna sér nám sem maður fær örugglega starf við og eitthvað þrengra er líka unt möguleika í sambandi við sumar- vinnu. Fólk fyrir tíu árum hugsaði mikið um að velja sér menntun í störf sem gæfu vel af sér fjárhags- lega en sú hugsun er ekki mjög al- geng í dag að því er mér virðist. Ég flutti að heiman nú að loknu stúdentsprófinu enda farin að hafa svipuð laun og foreldrar mínir og fáranlegt að vera upp á þau komin. Það er orðið mjög algengt að krakkar búi fram eftir öllum aldri í foreldrahúsum og mér finnst það út í hött. Þetta er hugsanlega hluti af þessari deyfð sem rnanni finnst svo oft vera í gangi en það er eins og fólk sé bara ekki tilbúið til að takast á við sjálft sig og lífið. Ég bý í hálfgerðri kommúnu, við erum fjögur saman í stóru húsi, þrjár stelpur og einn strákur. Kærasti minn er síðan með annan fótinn hjá mér en við erum ýmist þar eða hjá honum. Það er gott að hafa smá prívasí stundum og vera í stuðinu þess á milli. Við erum á leið til Berlínar þar sem ég ætla að fara í nám í leiklist. Það er mikið að gerast þar núna en ég held að allt ungt fólk hafi gott af því að búa erlendis um tíma til að kynnast annari menningu og hugs^ unarhætti og að standa á eigin fót- um. Þá lærum við kannski betur að meta hvað við höfurn það í raun gott hér á íslandi þrátt fyrir allt krepputal og fleira. Það er Ijóst að það eru ekki margar dyr sent standa opnar ef maður hefur ekki menntun. Ég held við séunt samt komin aðeins út í öfgar varðandi þessa mennta- stefnu. Mér finnst stundum eins og enginn hafi neitt að segja nema hann sé einhvers konar doktor eða fræðingur og ég hef áhyggjur af því hvað verkmenntunin hefur farið halloka á undanförnum árum. Þó maður sé ægilega mikið menntað- ur segir það ekki allt um hversu hæfur maður er. Eins og til dæntis í listunum, þá kemur vitneskja fræðingsins aldrei í staðinn fyrir þá list sem listamaðurinn skapar þótt hann hafi kannski meiri þekkingu. Eitt af því sem ég dái í fari for- eldra minna er að þau eru hug- sjónafólk. Það er sarna hvað þau hafa verið að gera og hversu vel hefur gengið, þau hafa alltaf verið tilbúin til að brjóta upp og fara að gera eitthvað annað. Þau hafa aldr- ei verið alveg tilbúin til að sigla með fjöldanum en það tel ég á „Ég held að þeir krakkar sem lióiná rétt á eftir, fœddir eftir 797 opnari fyrir öllu. Það er slóð fallegs, gáfaðs og fordómálaíiss fólks. Þetta eru krakkar sem éru hlýír, opinskáir og stuðast ekki yfiÉsömu hlutunum og við. “ * * rf , \J \ er frjáls og frír og get tekið það sem mér sýnist fyrir hendur. Ég get ver- ið söngvari einn daginn og út- varpsmaður annan. Foreldrar mínir eru um sextugt og mér finnst þeir vera af mjög óframfærinni kynslóð og er þá sér- staklega að tala urn konurnar. Það eru engir rebelistar þar. En ég er rnjög feginn að vera alinn upp af þeim því foreldrar mínir eru mjög duglegir og samviskusamir. Ég veit ekki hvernig ég gæti afkastað því sem ég geri, hefðu þau ekki gefið mér jafn gott fordæmi. Rauðsokkurnar fara í taugarnar á mömmu því hún er húsmóðir að upplagi. Hún segist hafa verið „hrakin'1 út á vinnumarkaðinn 1983. Stjórnvöld höfðu séð sér leik á borði þegar konurnar vildu líka fara að vinna úti og allt í einu gat pabbi ekki lengur séð fýrir heimil- inu einn. Ég er þó femínisti, því mér líkar ekki að sjá að mamma geti ekki gert það sem henni sýnist. Mér finnst hún líka leggja meira á sig eftir að hún fór að vinna úti en hún hélt áfram að vera húsmóðir. Ég flutti að heiman þegar ég var 19 ára. Þremur árum síðar flutti ég svo aftur til foreldra minna vegna fjárhagsörðugleika en er nú á leið- inni að flytja að heiman í annað sinn. Helst af öllu langar ntig til að búa í útlöndum. Auðvitað elska ég ísland með björtu nóttunum en það væri spennandi að reyna fyrir sér erlendis. Ég hef skammað mína kynslóð fýrir að vera ekki nógu ákveðin. Krakkarnir eru margir hverjir svo óvissir um hvaða framtíðarstarf þeir eigi að velja sér og hvaða lífs- stíl. Ég rekst stundum á vini mína í störfum sem þeir hafa ekki gaman af og vinna þar með andlegt of- beldi á sjálfum sér. Ég hef satt að segja áhyggjur af minni kynslóð vegna þessa. Hún hikar við að ganga alla leið til að láta drauma sína rætast. Ég var að skemmta á lögfræð- ingaballi um daginn þar sem ég þekkti ótrúlega margt fólk sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér sem lögfræðinga. Hvað höfum við líka að gera með alla þessa lögfræð- inga? Giftingatískan er angi þess að fólk er að reyna að grípa í eitthvert hálmstrá til að skapa sér lífsstíl. Ég er ekki á móti giftingum en ég trúi að hana þurfi ekki til að undir- strika sambandið. Þegar fólk giftist ungt á það eftir að upplifa rnarga skilnaði þegar upp er staðið. Það er hollt fyrir alla að koma út úr skápnum, ekki bara homma. Hver og einn á að viðurkenna fyrir sjálfum sér að hann vilji til dæmis í raun og veru verða ræstitæknir. Það eru enn nettir fordómar í gangi hjá minni kynslóð. Ég held að þeir krakkar sem koma rétt á eftir, fæddir eftir 1976, séu aftur á móti mun opnari fyrir öllu. Það er að korna kynslóð fallegs, gáfaðs og fordómalauss fólks. Þetta eru krakkar sem eru hlýir, opinskáir og stuðast ekki yfir sömu hlutunum og við.“ „Mérfinnst ungtfólk í ekki vera pólitískt og ar stelpur eru hrœddar aðfá á ság femínistastimp um. Veturinn i982-’83 lék ég Gúmmí-Tarzan með Leikfélagi Kópavogs. Um Ieið og því lauk fór ég í mútur. Ég hélt kjafti í fjögur ár og fór að grúska í bíómyndum en ég er mikill kvikmyndaáhugamað- ur. Þegar ég fór í Menntaskólann við Hamrahlíð sökkti ég mér ofan í félagslífið. Ég var í leiklistarfélag- inu, videó-félaginu, ritnefnd skóla- blaðsins og sá jafnframt um áug- lýsingagerð. Ég á eftir 30 einingar til stúdentsprófs og hef ekki hugs- að mér að ljúka því enda hef ég engin not fyrir það. Mér finnst ég hafa skólast vel í MH og þá aðal- lega í leiklistarklúbbnum. Ég leit á Rocky Horror-sýning- una, þar sem ég lék Frank M. Furt- er, sem mína útskrift og nálgaðist hana þannig. Siðan þá hef ég starf- að sjálfstætt og gengið mjög vel. Ég neina vinnu og það mun sjálf- sagt ekki fá nein eftirlaun þegar þar að kemur. í Banda- ríkjunum er búið að reikna út að X-kynslóðin hefur um 17 prósent lægri laun en sama kynslóð árið 1974. Það var raunar í Bandaríkjunum sem X-kynslóðin lét fyrst á sér kræla. Þetta er kynslóð sem missti af peningafylleríinu sem bandaríska þjóðin lenti á í stjórnartíð Reagans en fær nú að kenna á timburmönn- unum og bömmernum. Hún var fyrst nefnd á nafn í lykilróman Kanadamannsins Douglas Coupland Generati- on X. Bókin kom út árið 1991 og lýsir lífi þriggja banda- rískra ungmenna; Andy, Cla- ire og Dag. Það er Andy sem segir söguna, hann á mála- nám að baki og fær enga vinnu. Dag vinnur á auglýs- ingastofu en fær svo nóg af því einn góðan daginn að „gera lítil krípi svo æst í ham- borgara að hrifning þeirra yf- irvinnur æluna“. Hann hættir og flytur ásamt Claire og Andy til Palm Springs þar sem allir eru annað hvort mjög ríkir eða eiga ekki neitt. Þrenningin verður að vinna fyrir sér með störfum sem Coupland kallar „McJobs“ og hann skilgreinir þau á eftir- farandi hátt: llla launuð störf í þjónustugeiranum, lítilsmetin og gagnslítil, án framtíðar en talin ágæt af fólki sem hefur aldrei fengið að reyna hvað það er að ganga vel í lífinu. En Andy, Claire og Dag tekst á einhvern hátt að halda sjálfsvirðingu sinni og þau eiga oft góðar stundir saman þegar þau fara í „fast-food- picknick“ út í eyðimörkina eða liggja uppi í sóffadrusl- unni heima hjá sér og skálda sögur um heimsendi og hug- sjónir í Ameríku. Ein þeirra hljómar eitthvað á þessa leið: Það fellur kjarnorku- sprengja og þessar löngu margan hátt einkenni góðra lista- manna. Ég vona að ég þurfi ekki að vinna eins mikið og þau þótt mér finnist það ólíklegt því þetta er mjög illa launað starf. Ég vona líka að ég gifti mig þegar fram í sækir og eignist fullt af börnum en ég held að ungt fólk gefist oft alltof fljótt upp á þeim samböndum sem það stofnar til ef það mætir ein- hverju mótlæti. Fólk ætti frekar að reyna að yfirvinna örðugleikana en að gefast upp gagnvart þeim. Auk- inn fjöldi skilnaða er að einhverju leyti tilkominn vegna þess að kon- ur eru ekki tilbúnar að láta ganga eins mikið yfir sig og í gegnum ald- irnar og hafa öðlast sterkari sjálfs- ímynd sem margir karlmenn eiga kannski erfitt með að sætta sig við. Mér finnst ungt fólk í dag ekki vera pólitískt og margar stelpur eru hræddar við að fá á sig femínista- stimpilinn. Það á ekki upp á pall- borðið í dag. Ég er hins vegar mjög pólitísk og tilbúin til að gala skoð- anir mínar hvenær sem er. Kvenn- frelsisbaráttan snýst í dag um að breyta hugsunarhættinum fyrst og fremst því lagalega erum við orðn- ar jafnfætis körlum á flestum svið- um. Sem femínisti er ég einnig á móti hvers kyns mammonisma og hernaði og vil herinn úr landinu um leið og við höfum búið svo um hnútana að atvinnulíf á Suðurnesj- um sé ekki háð hersetu á Miðnes- heiði.“ PALL OSKAR HJÁLMTÝSSON „Helst af öllu langar mig til að búa í útlöndum" Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari og skemmtikraftur, fædd- ur árið 1970: „Ég hef alltaf stefnt að því að verða skemmtikraftur. Ég byrjaði að koma fram sjö ára gamall þegar ég tróð upp sem einsöngvari í kór Vesturbæjarskóla sem Ragga Gísla stjórnaði. Upp frá því buð- ust mér ýmis lítil barnastörf. Meðal annars song ég inn á plötur hjá Gylfa Ægissyni og lék í auglýsing- FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 17

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.