Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 33

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 33
VlNKONAN OG ÞUMBINN Það var vegna ábendingar vin- konunnar Lillugó, að þumban- um var boðinn umbinn. Eins og myndin sýnir glöggt varþessi umbi enn ungur þá. hardcore vinna og ekkert sældarlíf fyrir þá sem halda það“ eða „þeir sem halda að þeir umsveipist sama dýrðarljóma og Bubbi, bara af því þeir eru umboðsmenn hans þegar reyndin er síðan önnur.“ En það virðist vera eitthvað við þetta djobb. Ég heyrði minnst á orku sem fylgdi Bubba. Að maður þyrfti að hafa sig allan við til þess hreinlega að vera samræðufær. Sögustund með Bubba getur verið gulls ígildi. Maður þyrfti að vera nógu snöggur að framkvæma það sem honum datt í hug áður en hann skipti um skoðun. Að þurfa alltaf að geta rökstutt sitt svar strax, en ekki á morgun. Á hinn bóginn var Bubbi ögn undrandi yfir getuleysi samverka- manna. Hann kastaði til þeirra gulleggi og þeir vissu ekki hvernig þeir gætu gripið það. Hvernig menn rugluðu Bubba-manni við Bubba-stjörnu. götunum. Ekkert elsku mamma, ég er að koma í mat.“ Vantar viðskiptafræðing til að reka Irtið fyrirtæki Annar umboðsmaður Bubba er Pétur Gíslason. Hann byrjaði fyrst sem bílstjóri og rótari fyrir Bubba, þá var Sævar Sverrisson umbinn. „Ég tók síðan við. Og umbaðist þrjú tímabil í viðbót. Ég hætti þegar ég gerði mér grein fyrir því að ef ég ætlaði að halda áfram, hefði ég ekk- ert einkalíf. Því þyrfti ég að fórna og það var ég ekki tilbúinn að gera. Ef það á að taka umboðsmennskuna ar ég spilaði á hverju kvöldi í 40 daga, hver dagskráin er. Það gengur ekki á þannig keyrslu að ég viti ekki hvað er næst,“ segir Bubbi. Hvað þarf umboðsmaður að hafa umfram Bubba? Ætli það geti verið að það vanti eitthvað í okkur sauðina af um- boðshúsinu. Ég man eftir því að þurfa þolinmæði til að leita að ein- hverju nýju félagsheimili úti á landi sem við vorurn ekki búnir að spila í, og síðan að finna húsvörðinn og útskýra hverjir Utangarðsmenn voru. En hvað þarf umboðsmaður að hafa, ekki bara Bubba? Einar og Pétur Þeir hafa unnið saman ígegnum árin. Að hlusta á þá tala saman er eins og að reyna að ráða dulmálslykil einhverrar leyniþjónustunnar. En eftirallan hláturinn kemur söknuðurinn eftir því sem einu sinni var gott. Engillinn úr Skógaskóla Síðan fór ég stolt með þá í Skógaskóla þar sem ég var vist- uð á uppreisnarárum mínum. Ég snéri sfðan aftur með EGÓ í farteskinu, stærstu hljómsveit íslands, allt gekk vel þangað til að brottför kom. Rútan iagði af stað, nemarnir i hysteríu útí glugga ásamt skólameistara. Gyrða þá ekki allir strákarnir niður um sig og „múna“ framan í allt liðið. Þetta var mjög vin- sælt hjá EGÓ- istunum þetta sumar, kannski afþvíað ég var eina stelpan í hópnum. Umboðsmaður í fyrra lífí? En ávalt í miðri hringiðunni er Bubbi. Það sem málið snýst um. Það er langt síðan ég var átján ára, og líka langt síðan Bubbi var Utan- garðsmaður. Því þori ég að spyrja hann: Hvað er þetta með þessa um- boðsmenn þína? „Ég veit það ekki. Ég virðist hafa verið ffekar óheppinn með þá án þess að halla á neinn, en nokkrir hafa staðið upp úr. Það er ekki hefð fyrir mjög framkvæmdasömum umboðsmönnum hér á landi.“ Ég man ffá mínum gagnfræða- skólaárum að umbinn var alltaf sá sem komst ekki í bandið. En nú brosir kallinn. Allir sem ég hef talað við, tala um Bubba sem kallinn, um leið og hann fullyrðir í alvarlegum tón: „Ég held hreinlega að þetta sé karma. Það getur ekki verið neitt annað. Ég er að taka eitthvað út. Ég hlýt að hafa verið umboðsmaður í fyrra lífi og gert eitthvað hroðalegt af mér. Þetta er ekki einleikið með óheppni mína varðandi umboðs- menn. En fjandinn hafi það, ég hlýt að vera búinn að borga núna. Ætlar þetta að endast tO dauðadags?" Á ég að þakka vinkonu minnr fyrir að hafa stungið upp á mér sem prýðilegum umba eða þumba? 0 Bubbi-maður og Bubbi- stjama Nú er ég búinn að leita uppi og tala við sjö af í það minnsta tólf fyrrverandi umboðsmönnum Bubba Morthens. Ég er ekki miklu nær af hverju þeir staldra svona stutt við flestir, eins og ég gerði. Einn segir að Bubbi sé alltaf að leita að „enska bötlerinum James“ eða „að bransinn sé þannig að þú verð- ir bara útbrunninn ef viðveran er lengri en tvö ár“ eða „þetta sé spurning um þitt einkalíf eða hreinlega Bubbalíf' eða „þetta er Umboðsmenn hittast Einu sinni hittust þrír menn á bar. Þeirþekktu ekki mikið til hvors annars en þeim fannst eitthvað tengja þá. það var ekki fyrr en í metingi um lífsreynslu að tengingin var umboðs- mennskan. þegar sá fyrsti reyndi að toppa allt með sögu af Bubba, svöruðu hinir tveir í kór að þeir hefðu líka gert þetta, þvíþeir höfðu líka verið íþjón- ustu kóngsins. Fjórir fyrrverandi hittust óvart í tvær mínútur. Þorsteinn, Einar, Inga Sólveig og Hjörtur Jóns sáu ekkert nema björtu hliðarnar á um- boðsmennskunni. Héldu að þetta værí draum- ur Þetta var mín fyrsta reynsla sem umboðsmaður og önnur reynsla Bubba af umboðsmanni. Ég hef margítrekað reynt að fmna þann fyrsta sem alltaf var kallaður Bjé bömmer og færir ennþá brosvipr- ur á andlit þeirra sem til hans þekktu fyrir þær æfingar sem hann Iét Utangarðsmenn gera á ferð sinni um landið sumarið 1980. Síðan þá hefur rúmlega tugurinn af okkur sauðunum komið inn á þessa umboðsmannaafrétt. Það var .erfitt að gegna þessu starfi. Sú löng- un hefur alltaf verið til staðar að spyrja kollega mína: „Hvernig var það fyrir þig?“ en fyrst, minn kæri Bubbi, af hverju svona margir um- boðsmenn? „Þetta er heill hellingur af fólki. En það eru margar ástæður fyrir því að sumir stoppa stutt við. Kannski fyrst er það, að einhver kom til mín og sagðist geta gert þetta, því það væri ekkert mál, og var það sann- færandi að ég trúði að viðkomandi gæti gert djobbið. Af hverju ekki? Ef hann gat sannfært mig þá gæti hann sannfært aðra. Sumir eru líka aðdáendur, einhverjir sem dýrka poppgoðið Bubba Morthens, og héldu að þetta væri bara draumur á silfurfati. Og enginn vinna.“ Gerði þetta fyrír Bubba „Ég uppgötvaði fljótlega eitt mottó eftir að ég byrjaði að vinna með Bubba. Þú gerir ekkert annað. Þú umbast ekkert fyrir neina aðra,“ segir Sævar Sverrisson sem um- baðist með Bubba í kringum Fingraför. „Þegar ég ákvað að gera þetta hafði Bubbi engan með sér. Síðasti túr hafði verið bömmer, og ég tók mér viku að skipuleggja hringinn. Sendi síðan plaköt á und- an og þessi túr varð glimrandi góð- ur. Eg gerði síðan annan túr sem gekk líka vel, en eftir það hætti ég og fór að sinna mínum eigin mál- um. Þetta var samt frekar auðvelt, kannski vegna vinsælda Fingrafara, en þá hafði Bubbi bara engan til að umba, hvort hann hélt að hann þyríti engan veit ég ekki, en ein- hvern þurfti, þannig að ég gerði þetta bara. Ég hef ekki gefið mig út fyrir að vera einhver umbi. Ég gerði þetta fyrir Bubba af því hann var vinur minn. I’etta gekk vel afþví að ég sinnti honum bara.“ „Þeir sem koma inn í þennan bransa gera sér ekki alveg grein fyr- ir því hvílík orka fer í þenn- an bransa.“ Láttu mig vita allt um það Hjörtur. Hjörtur Hjartar þrefaldaði mitt dval- armet með Bubba. „Það er frekar að bransinn sé erfiður en listamaðurinn. Markað- urinn er lítill og margir um hitunina.“ Ég roðna ekki þegar ég segi og meina að Bubbi hlýt- ur að vera stærsti bitinn í poppköku íslands. Að landa honum hlýtur að vera topp- urinn. „Fyrir mér hafa umboðs- menn fslands ekki gert það sem þeir ættu að gera,“ segir Bubbi. „Hafa frumkvæði og hugmyndaauðgi til að ffam- kvæma. Ég og umbinn þurf- um að geta kastað á milli okkar hugmyndum sem hann síðan fram- kvæmir. Ég sé um tónlistina og hann kemur með fullmótað plan sem við síðan í sameiningu fram- kvæmum. Út á þetta gengur þetta.“ Bókaði í Grímsey eina frí- daginn Inga Sólveig, fyrrverandi eigin- kona Bubba, brá fyrir sér umboðs- mannastarfinu. „Ég gerði með EGÓ nokkra túra. Á TOPPI ALHEIMS! Denni sýnir Bergi, núverandi umba Bubba, hvert leiðin liggur. PÉTUR SÁ HINA HLIÐINA Það var ekki fyrr en Pétur fór með Bubba til Grænlands að hann sá hina hliðina á Bubba. í förinni var Tolli bróðir og Krist- inn pabbi. „Þarna sá ég alveg nýja hlið og skildi miklu meira um Bubba. Ég var með þeim í viku og ég sagði ekki orð allan tímann. Eg hlustaði bara á þá toppa hvern annan í frásögn- um.“ Þeir voru það vinsælir að ég þurfti ekki að gera mikið til að koma þeim að. En á endanum fannst þeim ég fá of mikið, því vegna vinsælda virtust allar bókanir vera sjálfsagðar. Ég hætti.“ „Ég var með honum í tvö ár upp á hvern dag.“ Það er Þorsteinn Kragh sem talar, oft kallaður súp- er-umbi. „Ég bókaði hann sem trúbador og síðan var það GCD.“ GCD var hörku vinsælt og í raun í fyrsta skipti í mörg ár sem Bubbi gerði út á sumarvertíðina eftir EGÓ. „Við spiluðum alls staðar, og á eina skipulagða frídeginum bók- aði ég konsert í Grímsey, við litla hrifningu hljómsveitarinnar. Þetta starf er meira en níu til fimm. Þetta er allan sólarhringinn, alla vikuna, allt árið. Þú verður hreinlega bara partur af Bubba. Þú og hann verðið að hugsa í takt til að allt gangi upp. Þitt einkalíf verður bara hvort næsti konsert sé ekki pottþétt auglýstur og þar fram eftir með fullri alvöru þá þarf maður að byrja að hugsa og haga sér eins og umbjóðandinn. Aldrei frí.“ Þetta er nú ekkert nýtt fyrir mér. Og útskýrir ekki þennan íjölda af umboðsmönnum. En Bubbi, ertu ekki bara svona erfiður að þeir bara gefast upp? „Vissulega geri ég kröfur. Ég þarf umboðsmanninn til að sækja mig á tónleika því ég hef ekki bílpróf sjálfur. Hann þarf að vera hug- myndaríkur svo við getum talast við. Hann verður að vera heiðarleg- ur því þetta er lítið fyrirtæki sem hann þarf að reka, það væri nær að ég auglýsti eftir viðskiptafræðingi til að reka lítið fyrirtæki. Og hann þarf að hafa kjaftinn fyrir neðan nefið.“ Það er nú fjöldinn allur af fólki sem gæti uppfyllt þessi skilyrði! Spurði hvort hann værí sexí „Bubbi gerir kröfur, en líka til síns sjálfs og tónlistarinnar sinn- ar,“segir Hjörtur Hjartar. „Það sem ég lærði fyrst hjá Bubba, varðandi umboðsmennsku fyrir listamann, var það að maður vissi aldrei hvort plönin manns stæðust, hvort að listamaðurinn væri í skapi til að framkvæma það sem maður var búinn að skipu- leggja. Þetta hef ég þurft að hafa í huga með alla þá listamenn sem ég hef unnið fyrir,“ segir Pétur Gísla- son. „Bubbi hefur auðvitað, að mínu mati, fulla heimild til að hætta við eða breyta að eigin geð- þótta, en þegar maður er umboðs- maður þarf maður líka að kunna að afbóka eins og að bóka.“ „Mér fannst verst þegar Bubbi spurði mig, áður en hann fór á svið, hvort hann væri ekki sexí. Hvað vissi ég?“ fræddi Hjörtur Jóns mig á. „Hann er geysikröfuharður á aðra, en líka á sjálfan sig, annars hefði hann ekki gert það sem hann hefur nú þegar gert,“ segir Þor- steinn. • „Ég þarf bara að vita, eins og þeg- Sævar: Þolinmæði og tíma Hjörtur J: Óbilandi aðdáun á verkefninu Pétur: Sjálfsvirðingu, margir af umboðsmönnum Bubbi hafa bara hagað sér sem senditíkur og ekki gefið neitt af sér. Bara verið að vinna fyrir hann vegna einhverrar dýrkunar á stjörnunni Bubba Morthens. Hjörtur H: Geta rætt málin af rökfestu FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 33

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.