Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 39

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 39
Ertu fylgjandi innflutningi ís- lensks fisks fil Frakklands? Kristín Einarsdóttir alþingismaður „Já, eru ekki allir fylgj- andi því að íslenskur fiskur sé fluttur til út- landa?" Helgi S. Guðmundsson fulltrúi hjá VÍS „Já, auðvitað er ég það.“ Jóhannes R. Snorrason fyrrverandi flugstjóri „Já, ég tel áð flytja eigi út ísienskan fisk til Frakklands rétt eins og til annarra landa." Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur Stétt- arsambands bænda „Mér finnst það sjálf- sagt ef Frakkar vilja kaupahann. Afstaða stjórnvalda skiptir náttúrlega miklu, og ef þeim finnst eðlilegt að flytja fisk til Frakklands, með hliðsjón af afleiðingunum, er ekkert við því að segja. Hér er verið að tala um inn- flutning sem hefur áhrif á afkomu fólks innanlands og Frakkar hafa nú komið því á framfæri að þeir kæri sig ekkí um hann.“ Sigríður Kristinsdóttir formaður Starfs- mannafélags ríkisstofnana „Ég tel að við íslend- ingar þurfum að fara varlega í allri umræðu um baráttu Frakka gegn innflutningnum og virða rétt þeirra. Sem smáþjóð höfum við sjálf þurft að berjast vegna innflutn- ings erlendra vara inn í landið.” En ertu fylgj- andi innflutn- ingi á frönsk- um osti til Is- lands? Kristín Einarsdóttir alþingismaður „Já, sem og öðrum vörum ef samkeppnis- staða íslenskra vara er sambærileg. Því miður er misbrestur á því.“ QFlosi ekur niður Hverfisgötu O Jón Kjell beðinn um að útsetja öll Eurovisionlögin Flosi ólafsson, leikari, virðist hafa gleymt þeim umferð- arreglum sem gilda í þéttbýli eftir að hann fluttist í sveitasæluna í Borgarfirðinum fyrir nokkrum ár- um. Eftir að sýningar hófust á Gauragangi í Þjóðleikhúsinu er hann með annan fótinn í Reykjavík en eitthvað var hann annars hugar þegar hann ók sem leið lá frá leik- húsinu í síðustu viku. Blaða- maður eintaks, sem átti leið upp Hverfisgötuna á bíl, mætti honum þar sem hann kom akandi NIÐUR götuna og þurfti í snarhasti að skutlast yfir á hægri akrein til að forð- ast árekstur! Hverfisgatan er sem kunnugt er einstefnu- akstursgata og hefur verið í áratugi. Sennilega hefur Flosi, sem virtist vera dreymandi og áhyggjulaus á svip og tók ekki eft- ir írafárinu sem hann olli með aksturslagi sínu, verið í huganum kominn á bak einum fáka sinna vestur í Borgarfirði... w Islenska þjóðernisstoltið skert- ist örlítið í fyrra þegar Norð- maðurinn JÓN Kjell sigraði bæði Landslagskeppnina og for- keppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo vill til að þau Anna Mjöll Ólafsdóttir, Fridrik Karlsson og Gunnar ÞÓRÐARSON sem sömdu lögin í forkeppnina í ár, leituðu öll til Jóns eftir aðstoð við útsetningar og annað þess konar, til að gera lög- in sem best úr garði. Jón er því heldur ekki langt undan þetta ár- ið... Málgögn Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, dósent í stjórnmálafræði og hugmyndafræðingur, gefur sem kunnugt er út tímaritið Efst á baugi. Það fjallar um stjórnmál og þá frá sjónarhóli Hannesar og hans nánustu fylgisveina. Blaðið er því nokkurs konar málgagn Hannesar, tímarit um skoðanir hans á mönn- um og málefnum. Slík tímarit voru algeng fyrr á öldinni og á þeirri síðustu, en hafa orðið fátíðari á síðustu áratugum. Vilmundur Gylfason reyndi þó fyrir um fimmtán árum að halda úti Nýju landi en gafst fljótt upp. Ásgeir Hannes Eiríksson bjó líka til í kringum sig blaðið ísafold en náði bara að senda frá sér eitt blað. En þótt slík einkamálgögn séu Hannes Hólmsteinn Gissurarson Gefur út einka-málgagnid Efst á baugi Prentverk „Svörtu DÚFUNNAR“ Það er prentsmiðjan sem gefur út blað Bjarna — sem aftur heitir sitt á hvað. Með illu skal A8«IW Ugi shaí gráta Björn bónda - í ættinni ^ti§p§gifif ■ ? Wý:-A ul j*1'>’£ ta allf Skyttan að verki ■i -c ■fiSSSSSi. c«w«:öíj^®éu»j. orðin fátíð er Hannes þó ekki einn um slíka útgáfu. Móður- bróðir Hannesar, Bjarni Hann- esson, gefur líka út sitt einka- málgagn. Það blað er fjölritað og ekki jafn mikið í það lagt o; blað frænda hans, Hannesar. blaði Bjarna eru heldur engar auglýsingar og það heitir held- ur ekki neitt ákveðið heldur ber mismunandi — en ætíð krassandi — nöfn. Yfirleitt er þó tilgreint að það sé komið frá Prentverki „Svörtu dúf- unnar“. Bjarni er bróðir Ástu Hannesdóttur frá Undir- felli, móður Hannesar Hólmsteins, og kennir hann sig við bæinn.0 te.-, KSSsg5s ■^iaBs*SggBaaaaB **•*«»tSa Bjarni Hannesson Móðurbróðir Hannesar er ekki síð- ur umsvifamikill i útgáfumálum. ÁbyrgBíímaBur þctsa ríiefnis Djftirti HafwctKm Kt.f)M)V42-5{MÍ> ^ Fnunkvnmiastjöri Raniisöknarsiofmmiu Gcfjuttar HagrannsókJtastoftmmu irmar F'reyju Sístú: 985-27131 Prentftö & vUtvtcitffii p.appír EQ VEIT PAÐ EKKI EFTIR HALLGRÍM HELGASON TÆKI VIKWNNAR Vinur þyrsta mannsins Gripurínn að ofan erómiss- andi fyrír drykkjumenn og barþjóna. Hér er í einu app- arati að fínna hníf, kork- trekkjara og upptakara. Hönnunin stýrist algeríega af notagildi og töffatæki þetta getur enst von úr viti þrátt fyrirmikla notkun. Hið eina, sem þarfað hyggja að, er hnifurinn. Hann þarfoftað skerpa þar sem honum er gjaman beitt á blý. Snjór í París og Björk í bœnum Helgi S. Guðmundsson fulltrúi hjá VÍS „Nei, ég tel okkur alveg fullnægja þörf okkar á ostum. Fiskur er aftur á móti helsta útflutning- svaran okkar.” Jóhannes R. Snorrason fyrrverandi flugstjóri „Ég tel enga nauðsyn á að flytja franskan ost hingað inn í landið. Við framleiðum sjálf bestu osta á norður- hveli jarðar. Alla vega hef ég ekki smakkað þá betri.” Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur Stéttasambands bænda „Þetta er náttúrlega hliðstætt íslenskum fiskinnflutningi til Frakklands. Ef stjórnvöld telja í lagi að franskur ostur sé keyptur inn í landið er varla hægt að líta fram hjá því.“ Sigriður Kristinsdóttir ^ l formaður Starfs- * mannafélags ríkisstofnana „Það þarf að vernda ís- lenskar landbúnaðaraf- urðir. Að öðru leyti hef ég ekkert á móti því að’boðið sé upp á franska osta hér á landi, enda var ég í París í sumar og fannst þeir afskaplega 3óðir.“ Ég veit það ekki. Hvað er þetta eiginlega? Það bara snjóar hér í Par- ís eins og gengið hefði verið frá því í EES-samningnum. Eitt veður yfir alla ganga, frá Lillehammer til Lissabon. Jón Baldvin kom þessu víst í gegn, í neðanmálsklausu á lokafundinum. Klukkan var orðin fímm um morgun. Sameinuð snjó- hvít Evrópa. „Dalatangi, suðaustan fjórir, slydda. Bordeaux, suðaustan þrír, snjókoma á síðustu klukku- stund...“ Maður bíður bara eftir því að franskir vínbændur rísi upp með rótum og mótmæli þessu með vegatálmum, já eða bara með botn- lausu fylleríi. Talsmaður vínbænda, draugfullur í sjónvarpinu: „...já það nátt’lega bara sýnir sig sjálft að þetta gengur ekki sona, sérstaklega fyri þá, sem eru með rauvín, það gefur nátt’lega auga leið...“ En þó snjónum kyngi niður festir hann ekki á götum Parísar. Hann bara festir á þökum húsa og bíla, nær ekki lengra niður. Hitamunurinn er það hárfínn hér í tíunda hverfi, að maður ropar í snjókomu, rekur við í slyddu og reimar skóna í regni. Margt í mörgu hér í París og næst- um því bara jólin endursýnd (eins og íslenskt úrvalsefni). Kannski af því að Björk er í bænum og það eru náttúrlega jól út af fýrir sig. Tvenn- ir tónleikar í Elysée Montmartre og stúlkan á sínum frumlega erma- langa söngkonu-bréfkjól úr órífan- legu belgísku umslagaefni. Himna- sending fyrir þúsundir Bjarkarað- dáenda, sem bíða í leðurjökkum fyrir framan sviðið og fórna hönd- um þegar snjóboltinn rúllar inn á sínum löngu ermum, karlmennn í meirihluta, allir á að giska 27 ára einhleypir grafískir hönnuðir með dálítið ótrúlega góðan tónlistar- smekk. Og þeir fórna höndum með hrópum að loknu hverju lagi og manni finnst maður vera að upplifa íslandssögulegt móment í pökkuð- um sal, sem minnir helst á gamla Hálogaland og það er satt: Hárið á manni logar í hverju lagi, nú þegar, eftir 714 hlustanir, öll lögin á plöt- unni eru orðin jafngóð, nema helst Play Dead, sem er aðeins betra af því að maður er bara búinn að hlusta 53svar á það, og samt eru þau aðeins betri á tónleikunum... Stemmningin frá tárum yfir í teknó. Sándið hreint og bandið þétt: maður fattar allt í einu að það er enginn gítar, enginn gítarleikari, kannski þess vegna sem þetta er svona gott, svona voðalega Big Time Sensuality. Björk og ermar og læti... en dúnaþögn og orgel í Anc- hor Song, sem hljómar alveg eins og orgelið í litlu bláhimnuðu sveitakirkjunni í Árnessýslunni þar sem lagið varð til, eða það segir hún... sem mann langar alltaf til að draga að hún... eða eitthvað... ég veit það ekki... þegar hún býður kampavín backstage og maður þar dálítið eins og „bragi með erró“ en íslenskar au-pair-dúkkur í tugatali frammi á gangi; músaraugum mæna þær inn í hvert skipti, sem opnað er „bara eitt orð við hana, gerðu það!“ og blaðamenn frá öll- um landshornablöðum þröngva sér 1 o > 5 „þegar hún býður kampavín backstage og maður þar dálítið eins og„bragi með er- ró“ en íslenskar au- pair-dúkkur í tugatali frammi á gangi; mús- araugum mcena þœr jnn í hvert skipti, sem opnað er „bara eitt orð við hana, gerðu það!““ inn á boðsmiðum fengnum í gegn- um Icelandic Seafood eða eitthvað álíka Fleetwood Mac-fýrirbæri og reyna að fá viðtal við úffsveitta sönggyðjuna, sem „er að lenda“ og bandar þeim frá sér „ekki núna plís“ og setur plötu á fóninn, eitt- hvað stórkostlegt trans-world-tjun- ic-bad-scanner-flip-up-from-hea- ven-sánd, sem maður kannast í mesta lagi við, hún náttúrlega hundrað árum á undan í öllu, klæðaburði sem kasettum, og það liggur við að mann langi til þess að að súa hana „...já já, það var ég sem átti hugmyndina að Debut. Ég man að ég var einu sinni í partýi með henni eftir ball í Árnesi, eða þetta var sko í tjaldi þar fyrir utan, og þá man ég að ég sagði við hana að hún ætti sko pottþétt að gera sólóplötu. Það var fírllt af fólki þarna, sem get- ur staðfest þetta.“ Og það er fullt af fólki, sem vill fá smámola, sykur- molana sem falla úr sökksessi, þó ekki fari allir út í málaferli, kannski bara nóg að fá að tala aðeins við trommarann indverska, sem minn- ir óneitanlega einhvern veginn á Ringo, blessuð sé sál hans, hvar á jörðu sem hana er nú að finna, nú er bítl að baki og Björk málið hér í París og Frans, eins og annars stað- ar og ekkert MTV með það. Að loknum tónleikunum: Aðeins neð- ar á Pigalle, í dyragættinni á „næt- urhólfinu" (eins og Frakkar segja) „Erotica" stendur stúlka með Bjarkarhárgreiðslu: Hundrað hnúta í hárinu og einn á sálinni. Við þurfum ekki að standa lengi upp í hárinu á henni, þurfum ekki nema rétt að stíga upp á það, hanka hana á eftirhermunni, til að komast frítt inn i þetta fyrrum píp-show, nú kríp-show: Módel og Manna- kinnar, Megaboltar og Múslívoffar, Mátaðar dömur og Dátaðar Mömmur, Minjagripir í hverjum klobba og alltaf einn Guðjón Bjarnason innan um, allt svo heitt og kúl og gamall þægilegur klám- andi í loftinu. Staður hinna gleymdu fullnæginga. En allir núna svo violently happy að dansa, disk- óa, djamma til’ the mornin’ light og svo vaknað á hádegi með Lille- hammer í hausnum: Hundrað litlir ísknattleiksmenn að berja hamri við ístað í eyrum manns og líkam- inn þakinn þynnku, sem fellur þétt að manni eins og níðþröngur skautabúningur með hettu og upp í hillu standa tíu þúsund Norðmenn hoppandi í kuldanum með þrílitan fána, að hvetja mann áfram, fram úr rúminu. „Veeiii!!!“ gellur við þegar maður stígur loksins inn á bað og út um opinn sturtuglugg- ann eru þökin Parísar snævi þakin rétt eins og á skautahöllinni í Ham- ar, þar sem ég fór einu sinni á ball og fékk þá reyndar hugmyndina að Ólympíuleikunum í Lillehammer. Nú er bara málið að fá sér lögfræð- ing. Og þó. Kannski of seint núna. Ég veit það ekki. © FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 39

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.