Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 38

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 38
Það væri kannski ekki svo vitlaus hugmynd hjá þeim Ingólfi og Valgerði að fá til sín svo sem eins og einn til tvo gesti sem ættu kannski við geðræn vandamál að stríða og myndu jafnvel brotna niður og fara að grenja fyrir framan sjónvarpsvélarnar, svona bara til að hafa þetta svolítið krassandi. Sjónvarp SIGURJÓN KJARTANSSON Vandamúl Ingó og Vala 1 SANNLEIKA SAGT Ríkissjónvarpinu ★ ★ í sannleika sagt er þáttur, hugs- aður samkvæmt bandarískri íyrir- mynd, en þar í landi hafa lengi ver- ið við lýði þættir í svipuðum anda, svo sem eins og Geraldo, Oprah Winfrey og fleiri. Viðmælendum er skipað í upphækkaðar sætaraðir og þeir sem þykja mest hafa að segja, sitja á móti og síðan ganga stjórn- endurnir á milli með míkrófóninn og reyna að leiða umræðuna á rétt- ar brautir. Viðfangsefnið er venju- lega eitthvert viðkvæmt málefni, samanber líf eftir dauðann, sam- kynhneigð og núna síðast hjóna- skilnaðir. Þarna var samankomið fólk sem hafði ýmist lent í eða taldi sig hafa vit á hjónaskilnuðum og komust færri að en vildu. Ef að menn eru vandamálafíklar og hlusta á Kvöldsögur á Bylgjunni og þess háttar efni þá er þessi þáttur eflaust ágæt viðbót í flóruna. En það er kannski helst að manni finn- ist vanta ákveðna spennu í salinn, andrúmsloftið er kannski helst til kósí svona í beinni útsendingu. Alla vega held ég að Bandaríkjamenn myndu tæplega fíla þessa logn- mollu. Það væri kannski ekki svo vitlaus hugmynd hjá þeim Ingólfi og Valgerði að fá til sín svo sem eins og einn til tvo gesti sem ættu kannski við geðræn vandamál að stríða og myndu jafnvel brotna niður og fara að grenja fyrir framan sjónvarpsvélarnar, svona bara til að hafa þetta svolítið krassandi. En nei, nei! Það er ljótt og má ekki. Annars var þessi síðasti þáttur þokkalegur í alla staði og fróðlegur á margan hátt, en hvort hann var sérstaklega skemmtilegur eða eftir- minnilegur er hins vegar annað mál. Það er nú kannski sjaldnast að menn komist að einhverri óvé- fengjanlegri niðurstöðu í svona þáttum og eru þeir örugglega ekki heldur til þess ætlaðir. Þetta er bara svona afþreying fýrir þá sem vilja komast í smá vandamálastuð og skítsæmileg sem slík. Bully ergelsi ogfirra NBA Stöð tvó Körfuboltinn er næstvinsælasta íþróttagrein í heimi. Aðeins fót- boltinn hefur vinninginn, en því ætla stjórnendur NBA að breyta og ætla sér fyrsta sætið áður en langt um líður. Með útspekúleruðum markaðsaðgerðum hefúr þeim tek- ist að gera körfuboltavörur að tískuvarningi, sem meira að segja harðsvíruðustu rapparar geta ekki verið án frekar en U/i-vélbyssunn- ar. Æðið fer líka um Island eins og keðjubréf og hér er enginn maður með mönnum (nei, ekki þannig!) nema hann spili körfu. Bandaríski körfuboltinn er sá besti í heimi og Stöð tvö hefur und- anfarna vetur sýnt frá NBA-deild- inni í boði Myllunnar og er það vel. Frammistaða þulanna, þeirra Ein- ars Bollasonar og Heimis Karls- sonar, er hins vegar sérkapítuli. Prívatbrandarar þeirra um Boston- ást Einars eru orðnir að föstum lið í útsendingunni, en ég trúi því ekki að belgingslegur hlátur þeirra yfir eigin fyndni skemmti nokkrum þeim körfuboltamanni, sem er að reyna að horfa á leik dagsins. I vet- ur hóf Einar svo útgáfu körfubolta- blaðs, sem hann og Heimir hafa auglýst í bak og fyrir meðan þeir áttu að vera að lýsa leikjum, sem Myllan kostaði útsendingu á. Við höfum líka fengið að heyra af afrek- um Einars á hestbaki, en hann rek- ur hestaleigu. Á sunnudaginn var sýndi Stöð tvö „All-Star“ leikinn, þar sem allir bestu spilararnir í NBA deildinni voru saman komnir. Þá bar svo við að Einar var nýkominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann horfði á umræddan leik. í stað þess að fá lýsingu á leiknum fengu áhorfendur klukkutíma langa ferðasögu Einars. Heimir Karlsson hjálpaði svo til við að örva frásögn Einars, sem varla þurfti örvunar við, með spurningum, sem gáfu Einari kost á að segja frá öllum þeim ofboðslega frægu, sem hann hafði hitt í umræddri ferð. Á með- an rann leikurinn áffam allt til enda án þess að þulirnir nenntu að eyða orðum á hann. Sem sagt: burt með bullið og auglýsingamennskuna! Ég veit að sérþekking Einars Bollasonar á NBA deildinni er mikil og réttlætir hún veru hans í þularstóli. Bara að áhorfendur fengju nú að njóta hennar. JÚLÍUS KEMP Flóttamaðurinn La Corsa dell’Innocente Regnboginn ★ Ef La Corsa deUTnnocente hefði aðeins færri drápssenur og örlítið minna blóð, væri hún barnaútgáfa af kvikmyndinni The Fugitive. Þessi mynd hefur verið kölluð, og ekki að ástæðulausu, ítalska útgáf- an af Flóttamanninum. Drengur- inn sem myndin fjallar um er á flótta alla myndina og þegar maður var orðinn þreyttur á öllum þessum hlaupum hjá stráksa, hugsaði mað- ur með sér eitt andartak, þó að það sé ljótt að gera það; hvers vegna skjóta þeir hann bara ekki og enda myndina? Ég hef sjaldan séð mynd sem er eins mikið coveruð (atriðin tekin frá mörgum stöðum) að ástæðu- lausu og þessa. Fyrir utan alla þessa óþarfa coveringu, þá er alltaf verið að troða inn á milli atriða alls kyns myndum og hlutum sem eiga að tákna eitthvað, en gera lítið annað en að rugla áhorfendur. Notkun á keyrsluskotum og „pow“ (point of view) skotum eru algerlega úr öllu samhengi og er myndin í heild frekar stíllaus í leikstjórn. Annað sem er hvimleitt við þessa mynd eru stereotýpurnar. Morð- ingjarnir sem eru á eftir drengnum eru allir „ljótir“. Þeir sem eru góðir eru fallegir, ríka fólkið er fallegt og óhamingjusamt...?, öllum persón- um myndarinnar er skipt upp í fýr- irffam ákveðna flokka. La Corsa delFInnocente er að mestu tekin í Róm og einnig í fal- legri sveit á Italíu. Tökustaðir eru vel valdir og mér leiddist aldrei að fylgjast með umhverfmu. • La Corsa dell’Innocente fær eina stjörnu fyrir upphafssenuna þar sem fjölskylda drengsins er myrt. Ef fólk getur ekki ímyndað sér hvernig stríðið í Bosníu gengur fýrir sig, þá er það nákvæmlega sömu aðstæður og í upphafsatriði myndarinnar, bændur að drepa aðra bændur og fjölskyldur þeirra. Myndin fær eina stjörnu fyrir það, þó að það sé alveg óvart. Popp i ÓTTARR PROPPÉ Húvaði í nœsta her- bergi Saktmóðigur: fegurðin, blómin & GUÐDÓMURINN ★ ★ Saktmóðigur er kraftmikil drasl- pönkhljómsveit sem hefur frekar farið með veggjum. Sveitin þessi hugljúfa var stofnuð á Laugavatni en kvaddi sér fyrst hljóðs í Reykja- vík á músíktilraunum í tónabæ fyrir nokkrum árum. Síðan hefur Sakt- móðigur starfað í gusum. Talsvert hefur gustað af þeim drengjum annað slagið en þess í millum hafa menn talið sveitina af. En nú skal lýðurinn aldeilis áminntur. Hljóm- skífan Fegurðin, blómin & guð- dómurinn sker sig heldur betur úr plötuútgáfu okkar landsmanna. Platan er einungis gefin út sem tíu tommu vínylplata og hún er fagur- rauð að lit! Þessi verðandi safngrip- ur inniheldur fimm lög, nokkuð misjöfn að gæðum en yfir heildina nokkuð sannfærandi. Þegar Sakt- móðigum tekst best upp spúa þeir eldi. Frumkrafturinn og keyrslan ber lögin uppi og bætir að miklu leyti upp fyrir skort á ffumleika. Út- setningar eru vægast sagt stórund- arlegar jafnvel sykurmolalegar ein- hvern veginn. Maður fær á tilfinn- inguna að hvert hljóðfæri hafi verið samið út af fyrir sig og síðan hafi gleymst að hljóðblanda herligheitin. Ofan á öllu liggur hljóðslikja ein- hver sem verður sennilega að skrifa á pressunina í Bretlandi og reynslu- leysi í hljóðveri. Útkoman minnir mann á það að hlusta á pönkhljóm- sveit æfa í næsta herbergi. Það er augljóslega mikið í gangi en erfítt að setja fmgurinn á hvað það sé ná- kvæmlega. Sem fýrr var sagt eru lögin mis- jöfn. Fegurð og fæddur á hnjánum standa mikið upp úr. Hvor tveggja kraftmiklir slagarar sem koma löppunum af stað og mana hlust- andan til að brjóta gler og klæmast við gamlar konur. Illskilgreinanlegt gítarsargið sem keyrir lögin áfram tekur Sonic youth í bakaríið hvenær sem er. Ryþminn er þéttur í sínu pönki, söngurinn grófur og þægi- lega laus við að textarnir skiljist. Saktmóðigum verður seint boðið að spila fyrir börnin heim, hljóð- færaleikararnir gefa varla út kennslumyndbönd né kemur Tina Turner til að kaupa af þeim lag, en platan er gott og nauðsynlegt inn- legg í einlita plötuútgáfu mörland- ans. Helsti mínusinn við Fegurðina, blómin og guðdóminn eru slæmt sánd og lélegar lagasmíðar. En mað-* ur tjúnar bara græjuna í botninn og tjúttar um stund. © af öllum útvörpum, mögnurum, há- tölurum, segulbandstækjum og geislaspilurum í stökum einingum til 10. mars 1994.__ flö PIOIMEER' 3 ÁRA ÁBYRGÐ " : .. A-401 var valinn sem bestu kaup á magnara í Evrópu '92-93 Verð áður 41.176,- Afsláttur 8.235,- Verö nú 32.941 A-501 sams konar magnari og A-401 með fjarstýringu. Verð áður 48.901 », on 101 Afsláttur 9.780,- Vefð "U 39'121: VSX 452 „Dolby pro-logic surround" umhverfismagnari með útvarpi og fyrir 7 hátalara. Verð áður 64.595,- Verð nú Afsláttur 12.919,- 51.676,- iismjt C O O , CSCí«««!C O úu&ctít; o vmm Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. PDS 702 er frábær spilari sem styrk- ir keðjuna. Verð áður 39.028,- Afsláttur 7.806,- Verö nú 31.222,- Dæmi um 5 hátalara „surround" kerfi CS 301 framhátalarar 20.595,- SP55 afturhátalarar 9.700,- SP7C miðjuhátalari 10.611,- Samtals 40.906,- Afsláttur 8.181,- Verð nú 32.725,- VERSLUNIN HVERFISGÖTU 103: SÍMI625999 38 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.