Eintak

Tölublað

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 12

Eintak - 24.02.1994, Blaðsíða 12
„Hef verið blekktur og beittur misrétti“ íslenskur ríkis- borgarí, fæddur í Búlgaríu, segir frá baráttu sinni við kerfið og fyrrum eiginkonu sína um umgengnisrétt við son þeirra hjóna. Barnsfórræðismál hafa verið rnikið í umræðunni að undan- förnu. Við heyrum aðeins um lítið brot þessara mála en fjöidi þeirra velkist stöðugt um í kerfinu án vit- undar almennings. Dian Valur Dentchev er íslenskur ríkisborgari, fæddur í Búlgaríu, og kom hann að máli við EINTAK og sagði ekki farir sínar sléttar. Hann kvæntist ís- lenskri konu, Hönnu Ragnars- dóttur, árið 1987 og stofnuðu þau heimili hér á landi skömmu síðar. Hjónabandið gekk ekki sem skyldi og slitu þau samvistum í byrjun árs 1991. „Vegna takmarkaðs skilnings míns á íslensku hef ég verið blekkt- ur og beittur misrétti af konu minni sem vill græða á hjónabandi okkar og ekki láta mér eftir það sem mér bar við skilnað okkar hjóna,“ segir Dian. „Hún hefur tekið fyrir að hitta mig til að ræða skilnaðar- skiimálana og lögfræðingar okkar hafa ekki komið saman til að leggja fram kröfur hvors um sig og semja um skiptingu búsins. Hún lét mig ekki einu sinni vita að hún vildi skilja, en lögfræðingur minn tjáði mér það. Ég átta mig að sjálfsögðu á því, að ef hún vill ekki búa með mér þá get ég ekki neytt hana til þess, en við þurfum að komast að niður- stöðu um forráðarétt yfir syni okk- ar, Davíð Valdimar Dentchev, og um umgengnisrétt minn við hann.“ Hvers konar umgengnisrétt sömd- uð þið um við skilnaðinn? Hún lagði til að þangað til lög- skilnaði yrði náð fengi ég að hafa Davíð einn dag í viku. Ég sam- þykkti það sem bráðabirgðalausn en vildi færa fram bókun hjá full- trúa borgardómara varðandi það, að um leið og ég hefði húsrúm til, þá myndi ég fá að hafa drenginn laugardaga og sunnudaga. Næstu fimm mánuði gekk þetta eftir og Davíð var hjá mér einn dag um helgar. I desember 1992 fór ég fram á að hafa drenginn þrjá daga yfir jólin en Hanna hafnaði því og sagði, að ef ég sætti mig ekki við þa§, fengi ég ekkert að sjá hann. Ég for til sýslumanns og bar fram kvörtun og var þá beðinn um að afhenda embættinu vegabréf mitt, en þvertók að sjálfsögðu fyrir það, því ég hafði ekkert til saka unnið. Ég skrifaði þá dómsmálaráðuneytinu sem svaraði með bréfi þremur mánuðum síðar og sögðust ekkert hafa með málið að gera. Þá fór ég aftur á fund full- trúa sýslumanns sem lagði til munnlega að við breyttum um- gengnisrétti mínum við Davíð í ljósi þeirra aðstæðna sem upp væru komnar. Ég hafnaði því, enda væri það ólöglegt samkvæmt mínum skilningi á lögum um umgengnis- rétt, því hann væri bundinn skiln- aðarsáttmálanum sem dómstólar yrðu að kveða um breytingar á. Fulltrúi sýslumanns vísaði þá mál- inu til barnaverndarnefndar sem lagði til að ég fengi að hafa Davíð átta klukkutíma á mánuði, tvo tíma á viku í senn. Ég svaraði barna- verndarnefnd því að sonur minn væri ekki fangi og ég vissi ekki til þes að foreldri gæti sinnt skyldum sín- um við afkvæmi sitt með hugar- orkunni. Allir for- eldrar þurfa tíma til að framfylgja siðferðislegum og uppeldislegum skyldum sínum.“ Útskýrði barna- verndarnefnd fyrir þér hvernig þeir komust að þeirri niðurstöðu að þetta væri heppilegur umgengnisréttur? „Nei, þeir sögðu mér að þetta væri tillaga Hönnu en ekki barnavernd- arnefndar. María Þorgeirsdóttir, félagsráðgjafi hjá barnarverndar- nefnd, ráðlagði mér að vera raun- sær og taka þess- um skilmálum því svona gengu þessi mál fyrir sig. Ég svaraði henni að ég teldi, að ef for- eldrar barns ættu í deilum um um- gengnisrétt þá væri það í hlut- verki löggjafar- valdsins að hjálpa þeim að komast að samkomulagi. Það væri alveg Ijóst að hér væri um misnotkun á barninu að ræða og brot á rétti mínum sem föður. Ég hefði búist við, út frá nafninu á þessu embætti, barnaverndar- nefnd, að þeir myndu sína máli mínu og barnsins einhvern skilning, og með þeirra hjálp fyndist nið- urstaða sem væri syni mínum til mestra hagsbóta. María svaraði, að ef mál af þessu tagi væru svona einföld yrðu hún og kollegar hennar fljótt atvinnu- lausir. Hún bað mig um að hugsa um hag sonar míns en ég benti henni á að ég væri einmitt að því og hefði staðið í stöðugum bréfaskrift- um og samskiptum við kerfið og lögfræðinga undanfarna mánuði. Að lokum spurði María þá reið: „- Viltu fá að hitta son þinn eða ekki?“ Ég spurði hana þá á móti hvaða tryggingu ég hefði fýrir því að Hanna stæði við þetta samkomulag ef ég sætti mig við þessa firru. Ég spurði hana einnig hvort hún áttaði sig á hvaða áhrif þetta mál hefði á Davíð. Annan daginn fengi ég að sjá hann og hinn daginn væri faðir hans honum horfinn. María svar- aði því einu að það væri engin trygging fýrir að Hanna stæði við samkomulagið. Ég var sjokkeraður á viðbrögðum hennar og tel að þetta fólk hafi alls ekki hæfni til að stunda störf sín.“ Hefur þú þú ekkert hitt Davíð síð- an umjólin 1992? „Ég gerði ítrekaðar tilraunir til að fá drenginn hjá Hönnu um sumarið 1993 og ef hún var heima hringdi hún á lögregluna, sem sagði að ég væri ekki að aðhafast neitt ólöglegt og ég gæti þess vegna stað- ið við hurðina og hringt bjöllunni allan daginn. Fyrri fundur minn og barna- verndarnefndar var í maí 1993 en í september 1993 lét ég í örvæntingu minni undan tillögu hennar með því skilyrði að i tímans rás myndi umgengnisréttur minn vera aukinn um klukkustund í senn með hverri vikunni sem liði, ef allt aengi vel. Hanna kom loks með drenginn til mfn þann 23. október og þá loks fékk ég tækifæri til að ge'fa honum jólagjöfina hans frá árinu áður. Við áttum góða stund saman og helgina eftir kom Hanna með hann aftur. Ég lét hana þá fá bréf með kröfum mínum um skiptingu bús okkar og umgengnisrétt minn við Davíð. Hanna brást þá hin versta við og og þreif Davíð úr höndunum á mér og ég hef ekki séð hann síðan.“ Hefur Hanna sagt þér ástceðu sína fyrir því að þú fœrð ekki að hitta Davíð? „Nei hún hefur ekki gefið mér neina skýringu á því.“ Hún hefur tjáð lögreglunni að hún óttist að þú tnunir taka Davíð og fara með hann úr landi. „Því er til að svara að ég er krist- inn maður og siðferði mitt og lífs- skoðun hafnar slíkri grimmd. Það skiptir ekki máli hvað Hanna gerir eða hvernig hún mun haga sér í framtíðinni; ég hef engan rétt á að banna henni að umgangast Davíð. Jafnvel Guð veitir mér ekki rétt til þess.“ Hanna segir að þú hafir hótað sér lífláti. „Það er ekki rétt. Hún segir hvað sem er til að reyna að fá vilja sínum framgengt. Allt verður að ganga samkvæmt hugmyndum hennar.“ Hún segir í kœru til lögreglunnar þann 18. febrúar 1993 að þú hafir ruðst inn á heimili hennar og rofið friðhelgi einkalífs- itis. „Það er líka lygi. Á þessum tíma stóð ég í stöðug- um bréfasam- skiptum við dómsmálaráðu- neytið og það hefði verið út í hött fyrir mig að koma þannig máli mínu í frekara uppnám. Ég fór til hennar þennan dag og bað hana um að koma með mér til lögregl- unnar eða réttra yfirvalda, svo við gætum leyst málið í eitt skipti fyrir öll, syni okkar í hag, í votta viður- vist. Hún hafnaði þessu og fór þess i stað til lögregl- unnar og lagði fram þessa kæru.“ 1 greinargerð frá Lögreglustjóran um í Reykjavík til dómsmálaráðu- neytisins frá 28. október segir að lögreglan hafi neyðst til að grípa til þess ráðs að setja þig á bak við lás og slá eftir skýrslutöku, því þú hafir sagt að fljótlega hefðu þeir ástœðu til að fangelsa þig. Er þetta rétt? „Nei það er ekki rétt. Ég neitaði að undirrita skýrsluna því ég hef slæma reynslu af undirskriftum og því greip lögreglan til þessa örþrifa- ráðs. Samkvæmt almennum mann- réttindum þarf ég ekki einu sinni að segja lögreglu hvað ég heiti, hvað þá að undirrita eitthvað.“ Þú segir að nágrannarþínir standi þér við hlið í málinu. „Já, þeir hafa veitt mér mikinn tilfmningalegan skilning og borið persónu minni vitni hjá yfirvöld- um. Þeir hafa boðist til að skrifa greinargerð um málið til að sýna fram á skyldleika þess við mál Sop- hiu Hansen. Ég er atvinnulaus og málareksturinn hefur kostað mig mikla peninga fyrir utan fyrirhöfnina og sárs- aukann. Ég skulda tveggja mán- aða leigu en samt kom leigusalinn minn, óumbeðinn, og lét mig fá 60.000 krónur til að hjálpa mér.“ Dian segist hafa leitað til EIN- TAKS þrátt fyrir að lögfræðingur hans hafi varað hann við að fara með málið til fjölmiðla, því þá verði hann beittur frekara óréttlæti þeirra sem eiga i hlut. Hann segir að hann hafi engu að tapa, hann hafi verið beittur óréttlæti hingað til og brotalamirnar séu slíkar í ís- lensku réttarkerfi varðandi hjóna- skilnaði og forræðismál að sú at- hygli sem málið hlýtur í fjölmiðlum sé sín eina von. Barnarverndarnefnd leggur til í greinargerð um málið frá 1. febrúar 1994 að næstu íjóra mánuði fái Di- an og Davíð sonur hans að hittast annan hvorn laugardag að Keilu- felli 5, undir eftirliti starfsmanns nefndarinnar. Fyrstu fjögur skiptin munu þeir fá að vera saman á milli klukkan 13.00 og 16.00 og næstu fjögur skipti á milli klukkan 13.00 og 18.00, eða samtals 32 klukku- stundir á fjórum mánuðum. Sigmundur Böðvarsson lög- maður Dians segir í bréfi til Sýslu- mannsins í Reykjavík frá 9. febrúar 1994 að niðurstaða barnaverndar- nefndar sé algjörlega ófullnægjandi að sínu mati. í bréfinu segir Sig- mundur einnig: „Undrun vekur að nefndin skuli gera ráð fyrir að feðg- arnir skulu hittast undir eftirliti, þar er haft er eftir móðurinni að faðirinn sé drengnum mjög hug- leikinn og hafi verið gíaður og ánægður þegar hann hafi fengið að hitta hann. Drengurinn er sagður eðlilegur, vel ræktaður, viðkvæmur og blíður og aðlagist ágætlega öðr- um börnum. Að mínu áliti gæti haft skaðleg áhrif á samband drengsins við föðurinn, finni hann að fylgst sé með samveru hans við föðurinn." Sigurður leggur að lokum fram þá kröfu í bréfinu að Davíð og Dian fái að eiga samverustundir frá klukkan 10.00 til 17.00 á laugardög- um og sunnudögum og óskar úr- skurðar sem fyrst í ljósi þess að málið hefur verið til meðferðar hjá Barnaverndarnefnd frá því í maí 1993. EINTAK hafði samband við Hönnu Ragnarsdóttur og vildi hún ekkert tjá sig um málið. 0 12 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.