Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 4

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 4
mál að glíma. Svo mikið er víst að þeir notuðu tækifærið til þess að klaga ís- lenska sósíalista því þeir undirbyggju valdarán, þeir væru hættulegir, þeir myndu skipuleggja fimmtu herdeild hér á landi og að þeir ynnu fyrir Rússa öllum stundum. Hér kom með öðrum orðum fram að þessir ráðamenn töldu við hæfi að klaga landa sína fyrir fulltrúum vold- ugasta ríkis heims — aðeins 5 árum eftir að þjóðin fékk sjálfstæði og lýðveldi var stofnað á Þingvöllum. í viðræðunum sem nú hafa verið gerðar opinberar í skýrslum Bandaríkjastjórnar kemur fram að íslensku ráðamennirnir töldu nauðsynlegt að það kæmi skýrt fram að Atlantshafsbandalagið liti út sem varnarbandalag eða orðrétt: „Bjarni Benediktsson sagði að hann skildi það (að erfitt væri að greina á milli árása og varna í stríði) en af áróðursástæðum á Is- landi mundi það hjálpa ef þeir gætu sagt að aðrar herstöðvar yrðu notaðar til árása og að ísland yrði aðeins NOTAÐ til varnar.“ Þannig fór íslenskur ráðherra fram á það að Bandaríkjamenn hjálpuðu til að blekkja þjóðina. Bjarni Benediktsson kvartaði undan því á sama fundi í Washington að það væri erfitt að eiga við íslensku þjóðina: „Það er erfitt að ala þjóðina upp og að breyta hugsanagangi hennar og þetta er stærsta hindrunin á íslandi fyrir því að þróa herlið á íslandi eða fyrir því að ger- ast aðili að Atlantshafssamningnum. Þessi orð eru rifjuð upp hér að gefnu tilefni: Fyrst því að nýlega flutti útvarpið fregnir um mjög náin tengsl þáverandi forsætisráðherra íslands við Bandaríkja- menn. Fjölmiðillinn var látinn eta þetta ofan í sig og hann bar ekki hönd fyrir höf- uð sér með því að benda á að fyrir liggja opinber skjöl um veruleg tengsl íslenskra og bandarískra ráðamanna á þessum tímum. En í annan stað vegna þess að undirrit- aður fór á dögunum á fund í setri banda- ríska sjóhersins í Newport, Rhodes Island. Fundinn sat einn annar íslenskur stjórnmálamaður og þrír sérfræðingar og einn embættismaður úr svokallaðri varn- armáladeild utanríkisráðuneytisins. Sjálf- sagt hefur þessi fundur verið hugsaður sem liður í því að „ala þjóðina upp“ eins og Bjarni Benediktsson orðaði það. Á fundinum gerðum við íslendingarnir hins vegar grein fyrir skoðunum okkar um- búðalaust og ég tek fram að framlag ís- lensku sérfræðinganna var myndarlegt og flutt af fullri reisn. Bandaríkjamennirnir vildu ræða við okkur um nýja hernaðar- stefnu Bandaríkjamanna í Norður-Atl- antshafi. Lögðu þeir fram ýmsar upplýs- ingar um þau efni, en flestar þeirra hafa komið fram áður þannig að á þeim er ekki mikið að græða. Hit-t var hins vegar fróðlegt að þeir eyddu miklum tíma til þess að vara við Gorbasjof, einkum og sér í lagi ræðu hans í Múrmansk sem Steingrímur Hermannsson utanríkisráð- herra hefur fagnað sérstaklega. í umræðunum í Newport kom fram að Bandaríkjamennirnir vilja halda viðtöl- um áfram. Umræður geta verið gagnlegar og engin ástæða til þess að forðast þær. Einkum væri fróðlegt að fara yfir það með Bandaríkjamönnum hvernig þeir vilja koma svokölluðum vörnum fyrir þegar herinn fer loksins frá Islandi. Magnús Kjartansson hélt því fram að ís- lendingar ættu að nota hvert tækifæri til þess að setja sig inn í varnarmálin, þeir ættu að ferðast um heim allan ef þeir ættu kost á því. Við ættum að hitta sjálfan andskotann að máli ef við gætum náð í hann, sagði Magnús við mig einu sinni á 180

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.