Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 37

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 37
þessum, sem andlega hafa orkað óafmá- anlega á þjóð vora. Orð Jóns Loftssonar: „Heyra má eg erkibiskups boðskap, en ráðinn er eg í því að hafa hann að engu“ eru talandi tákn um sjálfstæðisvilja Islendinga á 12. öld, líka höfðingja, þótt Noregskonungur væri þá tekinn að gera ýrnsa íslenska höfðingja sér handgengna. Og verkin voru einnig látin tala, ef með þurfti: Drekking Jóns biskups Gerreks- sonar í Brúará, aftaka Smiðs hirðstjóra á Grund, dráp Lénharðs fógeta o.s.frv. Urðu víg íslendinga á erindrekum drott- invaldsins á íslandi svo alkunn erlendis, að þá er Danakonungur vildi selja Engla- konungi ísland, kvaðst kóngur sá eigi kaupa vilja það land, þar sem íbúarnir dræpu þá höfðingja, er erlendir drottnar settu yfir þá. Út yfir tók þó, er norðlenskir vermenn, bændasynir, hefndu Jóns Arasonar og sona hans, með því að drepa alla Dani á Suðurnesjum, hreinsa landið af þeim er- lenda óþjóðalýð. Og þess skal minnst að eigi höfðu konurnar síður en karlmenn framtak um sjálfstæðisbaráttu þessa allt frá Olöfu ríku til Helgu á Grund. En þá dökknaði yfir, er lúterskunni var beitt til að smækka íslendinga — og hófst þá eitt dekksta tímabil íslandssögunnar með Stóradómi, galdrabrennum og öðr- um kúgunaraðferðum. En uppreisnareðl- ið lifði, eigi aðeins í alþýðu heldur og sjálfum forustumönnum í prestastétt. Hallgrímur Pétursson lét yfirvöldin heyra það að „yfirmenn allra fyrst óskuðu að drottinn krossfestist“. Og ekki skar Jón hiskup Vídalín frekar utan af áfellisdóm- unum yfir arðræningjum alþýðu: „Heyrið þér, Satans börn, ef nokkrir eru, sem megið orð mín heyra, eður til þessa spyrja: eruð þér enn nú ekki óþyrst- ir orðnir af blóði fátæks almúga hér á landi? Nær viljið þér láta af að útsjúga hús þeirra sem yður forsorgun veita með sínu erfiði?“ (sd. á Miðföstu.) En þjóðin var nú afvopnuð og öxi Dana vægðarlaust beitt sem og drekkingu í Drekkingarhyl. Alþingi við Öxará var orðið aftökustaður, þar sem kúgararnir létu varnarlausa alþýðu kenna á valdi sínu. Oft var eina vopnið, sent alþýðan átti á þessum öldum „byssustingur“ ferskeytl- unnar4, en brátt kom nú að þeim tíma, undir áhrifum uppreisnanna erlendis frá að þjóðareining og stundum þjóðarsátt yrði íslendings vopnið á ný. Jón Sigurðsson forseti kallaði Jón Ara- son „síðasta íslendinginn“, enda seig nú allt á ógæfuhlið eftir morð hans og sona hans. Sú lúterska hjátrú danskra drottna, er braust hér til valda með morðum þeim, sökkti þjóðinni smámsaman niður í dýpstu niðurlægingu: afvopnunina 1587, einveld- ið eiðsvarið 1662 af alþingismönnum á Kópavogsvelli, umkringdum byssusting- um danskra dáta. Og síðan komu verstu grimmdarverk kúgunarinnar í krafti trú- arofstækis lúterskunnar og Stóradóms: galdrabrennur og morðin í Drekkingar- hyl. Þingvellir upplifðu sína dýpstu og sárustu smán: brennimerktir verstu smán- arblettum í sögu yfirstéttardrottnunar á íslandi. En til voru þá enn íslendingar, sem brennimerktu kúgarana í Ijóðum sínum og predikunum, svo sem Jón biskup Ví- dalín og séra Hallgrímur Pétursson. Jóni Sigurðssyni forseta tókst að skapa þá þjóðareiningu íslendinga á þjóðfund- inum 1851, sem lengi verður í minnum höfð sem fyrirmynd í sjálfstæðisbaráttu gegn útlendu valdi. Og þótt fylkingar sundruðust síðar oft í þeirri frelsisbar- 213

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.