Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 24

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 24
Já Dagsbrún fékk oft menn til erinda- flutnings. Þorsteinn Erlingsson var einn af þeim fyrstu, Guðmundur Finnbogason kom oft. Hann var greiðugur að flytja er- indi. Jónas frá Hriflu flutti oft erindi og lét ýmislegt til sín taka. Bjarni frá Vogi o.fl. fluttu erindi á Dagsbrúnarfundum. Þið fóruð snemma að skipta ykkur af póli- tík? Já, 1916 fengum við 3 af 5 í bæjar- stjórninni, allt var það Dagsbrún að þakka. Hún var aðalaflið í öllu slíku. Fað voru skemmtilegir dagar. F*að var gamli Heimastjórnarflokkur- inn sem við börðumst gegn. Þegar verka- lýðsfélögin voru að myndast voru það gamlir Sjálfstæðisflokksmenn sem var kjarninn í þeim. Og Kjartan hélt áfram: Að hugsa sér — eins og þetta liggur þó opið fyrir — hve skilningurinn á nauðsyn pólitískra afskipta hefur vaxið seint: og þó er þetta undirstöðuatriði, ef maður ætlar sér ekki að láta taka allar kaup- hækkanir af sér aftur með tollum og sköttum. Það er ekki nóg að hafa þetta eða þetta mörgum aurum meira um tím- ann, ef verkalýðurinn ræður engu um stjórnarfarið í landinu. Hið vinnandi fólk þarf og á að hafa völdin í landinu. 200

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.