Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 8

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 8
breyting komið fram í Sameinuðu þjóð- unum þar sem afstaöa íslands hefur breyst verulega frá síðasta allsherjarþingi að því er varðar tug tillagna. Það er einnig ljóst að vaxandi hluti íslensku þjóðarinn- ar er á móti hersetunni. Öryggismálin verða umdeild á íslandi svo lengi sem herstöðin er á íslandi og öryggisstefna sú sem nú er fylgt nýtur ekki stuðnings trausts meirihluta íslensku þjóðarinnar. Það hefur komið fram aftur og aftur að það þarf tiltölulega lítið til þess að hreyfa þennan meirihluta þannig að hann snúist við og þar með gegn þeirri utanríkismála- stefnu sem fylgt hefur verið um áratugi. Hvaða aðrar leiðir eigum við að fara? 1. Fyrsta skrefið væri að segja upp her- stöðvarsamningnum við Bandaríkin frá 1951. Bandaríkin myndu af sinni hálfu reyna að finna aðrar leiðir til þess að tryggja öryggi sitt á Norður- Atlantshafi. Við myndum að sjálf- sögðu taka þátt í viðeigandi rann- sóknum og athugunum og nauðsyn- legum ákvörðunum. Við mundum telja eðlilegt að það tæki einhver ár, en ekki mörg, að fjarlægja herinn frá íslandi og það sem á honum hangir. 2. Annað skrefið ætti að vera að gera fs- land virkan þátttakanda í alþjóðlegu samstarfi sem beindist að því að skapa forsendur fyrir alþjóðlegu víð- tæku öryggiskerfi. Það tæki auðvitað nokkur ár að koma slíku kerfi á, en brottför hersins frá íslandi yrði talinn þáttur í því kerfi og framlag íslands til þess. Fyrsta skref fjölmargra ann- arra þjóða yrði einnig hið sama: Að reka erlenda heri úr landi sínu. Þar er um að ræða lönd eins og Afghanist- an, Grikkland, Nikaragúa og fleiri. Nýtt alþjóðlegt öryggiskerfi yrði undir- búið og rætt alls staðar, en einkum innan Sameinuðu þjóðanna. Markmið þessa nýja kerfis er augljóst: Að tryggja betur frið og stöðugleika en hernaðarbandalög- in geta nokkru sinni gert. Þetta nýja kerfi kæmi í staðinn fyrir hernaðarblokkirnar og mundi því leiða til þess að hernaðar- bandalögin yrðu lögð niður. Það yrði þess vegna talinn hluti al' því að skapa þetta nýja alþjóðlega öryggiskerfi að ísland yfirgæfi Atlantshafsbandalagið, en í stað- inn yrðu íslendingar virkari en nokkru sinni fyrr í alþjóðlegu samfélagi. Við teld- um eðlilegt að Sameinuðu þjóðirnar eða stofnanir á þeirra vegum tækju að sér að gæta þessa nýja kerfis og að bera ábyrgð á því. Þegar þetta er skoðað má það ljóst vera að stefna okkar — brottför hersins og úr- sögn úr hernaðarbandalaginu — er ábyrg stefna ekki aðeins gagnvart íslendingum heldur umheiminum líka. Öryggiskerfi hernaðarblokkanna er úrelt orðið, það er hættulegt og það getur ekki varað að ei- lífu. Á nýrri öld tölvutækninnar er unnt að skapa nýtt kerfi sem er miklu öruggara en hernaðarblokkir sem standa hvor andspænis annarri fullar af fjandskap og tillitsleysi þar sem ekkert annað „tryggir frið“ en kjarnorkuvopn sem allir vita að aldrei verða notuð því það myndi hafa í för með sér heimsendi. Að lokum: Ég þakka fyrir það tækifæri sem ég hef fengið til þess að ræða við ykkur. Við skulum halda þessum umræð- um áfram — ekki sem fangar vígbúnaðar- kapphlaupsins né vopnadýrkunarinnar. Heldur sem mannverur sem hafa hæfi- leika til þess að finna nýjar lausnir í hættulegum heimi, lausnir á alvarlegustu vandamálum samtímans. Við skulum 184

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.