Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 14

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 14
af sínum vinnustað og spyrja tíðinda og þannig urðu starfsmenn Dagsbrúnar kunnugir því sem var að gerast á vinnu- stöðum og komust jafnframt í náin kynni við félagana. Oft voru margir menn samankomnir á skrifstofunni í senn og þó virtist aldrei vera þröng þar innan dyra og allar dyr stóðu opnar og það sem mest var um vert, starfsmennirnir voru á sínum stað tilbúnir að ræða við menn um hvað eina sem þeim bjó í brjósti. Þarna á skrif- stofu Dagsbrúnar hlustaði ég á samtöl og orðræður manna og naut þess að vera einn af þeim. Oftast snerust umræðurnar um dægurmál samtakanna, vinnuna, að- búnað á vinnustað, kaup og kjör og horf- ur í atvinnumálum eða þá væntanlega samninga sem oft voru dagskrármálin op hvort knýja þyrfti á með verkfalli. A þessum dögum sá ég hve samstarfið var náið milli verkamannanna sem hópuðust inn á skrifstofuna, komu og fóru og starfs- mannanna og formanns Dagsbrúnar Sig- urðar Guðnasonar sem sjaldan lét sig vanta, hlýr í viðmóti, skrafhreyfinn og glaður. Það varð mér sönn unun að staldra þar við sem oftast og enn er mér ljóst í minni að hafa kynnst skrifstofulífinu í Dagsbrún á þeirri einstæðu miðstöð reykvískra verkamanna, og það var mér ímynd þess að koma þar til samfunda sem lærðir menn ræðast við, svo lágu þessum verka- mönnum málefni verkaiýðssamtakanna létt á tungu, þýðing samtakanna fyrir hvern og einn, alla alþýðu manna og allt þjóðlífið. Á þessum umræðufundum á Dagsbrúnarskrifstofunni vorið 1947 og síðar skildist mér til fulls hvers vegna Verkamannafélagið Dagsbrún var það afl innan þjóðfélagsins sem raun bar vitni. Náin samstaða félaganna innan skrifstof- unnar sem utan og hiklaus framganga til baráttunnar þegar á reyndi, það var afl- vakinn. Verkamennirnir í stjórn Dags- brúnar og allir hinir voru vissulega lærðir menn, allir höfðu þeir gengið í skóla harðrar lífsbaráttu og þaðan báru þeir sína lærdóma, auk þess sem skrifstofan var þeirra skólastofa, þeirra lærði skóli. Eðvarð var einn af nemendunum og hann var kennarinn, margir virtust eiga við hann persónulegt erindi jafnvel með hljóðskrafi, öllu því svaraði hann með sömu ljúfmennskunni, hann var lífið og sálin í umræðunum. í tvo áratugi sat ég í stjórn Dagsbrúnar og á því margar hugþekkar minningar frá samstarfi og skoðanaskiptum við Eðvarð, það eru dýrmætar minningar og mér jafn- gildi sjálfrar lífsgleðinnar, svo var mikils um vert að vera þátttakandi í þeim störf- um sem stefndu að því dag hvern að þoka málefnum alþýðunnar burt frá örbirgð, fram til allsnægta, fram til menningarrík- ara mannlífs. Frá þessum árum er mér það minnisstætt öðru fremur hve framlag Eðvarðs var reist á traustum grunni, hve öll hans ræða var skipulega framsett, hvert einasta talað orð var þrungið af hans eigin sannfæringu og hve andlegt at- gervi hans féll um djúpan farveg mannvits og mannkærleika. Nú þegar Eðvarð er ekki lengur meðal okkar hópast minningarnar að og er mér þá efst í huga það sem mikilvægast var, störfin hans í þágu íslenskrar alþýðu, allra vinnandi manna, sífelld uppbygging verkalýðssamtakanna og stefnumörkun baráttunnar sem samræma þurfti þeim þjóðfélagsbreytingum sem öld tækninnar leiddi inn yfir landið. Merkið sem hann gekk undir og hóf til vegs og virðingar strax á ungum aldri, merki verkalýðs- hreyfingarinnar og sósíalismans og bar í fararbroddi full fimmtíu ár, það merki 190

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.