Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 41

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 41
VASILÍ SJÚKSJÍN: Spæling Agafía gamla Sjúravljova var búin að fá gesti. Sonur hennar, Konstantín ívano- vits, var kominn ásamt konu sinni og dóttur að heimsækja gömlu konuna og slappa af í sveitinni. Novaja er ekki stórt þorp, og þegar leigubíllinn ók í hlað vissu allir þorpsbúar samstundis að Agafía hafði fengið son sinn í heimsókn og að það var miðsonur- inn, vísindamaðurinn Kostja, sem þar var á ferð ásamt fjölskyldu sinni. Þegar leið að kvöldi fóru ýmis smáatriði að skýrast: sonurinn reyndist vera kandídat í einhverjum fræðum og konan líka, dótt- ir þeirra gekk í skóla og þau höfðu fært Agafíu að gjöf rafmagnaðan samóvar, rósóttan slopp og trésleifar. Um kvöldið söfnuðust nokkrir karlar saman á veröndinni hjá Gléb Kapústín. Þeir biðu húsráðanda. Hér þarf að gera hlé á sögunni og segja deili á Gléb Kapústín, til að ljóst megi verða hversvegna mennirnir biðu hans á veröndinni og eftir hverju þeir voru að bíða. Gléb Kapústín var varaþykkur, Ijós- brýndur náungi um fertugt, mælskusnill- ingur þorpsins, víðlesin eiturtunga. Ein- hvernveginn hafði það æxlast svo, að þótt Novaja væri ekki stórt þorp hafði alist þar upp margt frægra manna: einn ofursti, tveir flugmenn, læknir, blaðamaður... Og svo þessi Sjúravljov, kandídatinn. Það var orðið að venju, að þegar þessir frægð- armenn komu í heimsókn í þorpið safn- aðist fólk saman hjá þeim á kvöldin til að hlusta á sögur þeirra eða segja frá sjálfu sér, ef svo bar undir og sá frægi nennti að hlusta. Og þá var það sem Gléb Kapústín kom til sögunnar og spældi gestinn. Margir höfðu ýmugust á þessu atferli hans, en sumir karlanna biðu þess með eftirvæntingu að Gléb Kapústín kæmi og spældi fyrirfólkið. Ekki nóg með það, heldur fóru þeir heim til Glébs og sóttu hann, og fóru síðan allir saman á fund gestsins. Einsog þeir væru að fara í leikhús. í fyrra hafði Gléb spælt ofurst- ann. Þá hafði talið borist að stríðinu 1812... í ljós kom, að ofurstinn vissi ekki hver það var, sem gaf skipunina um að Moskva skyldi brennd. Hann sagði reyndar að það hefði verið einhver greifi, en kom ekki nafninu fyrir sig, hélt helst hann hefði heitið Raspútín. Gléb hófst á loft einsog hrægammur — og spældi ofurst- ann. Meðan hlaupið var heim til kennslu- konunnar eftir öruggri vitneskju um rétta nafnið sat Gléb eldrauður í framan, beið eftir úrslitunum og endurtók í sífellu: „Rólegan æsing, félagi ofursti, við erum ekki á Filae-eyju, eða hvað?“ Gléb bar sigur úr býtum, ofurstinn varð miður sín, barði krepptum hnefa í höfuð sitt og skildi hvorki upp né niður í þessu minnis- leysi sínu. Lengi á eftir töluðu þorpsbúar um Gléb og minntust þess sem hann hafði sagt: „Rólegan æsing, félagi ofursti, við erum ekki á Filae-eyju, eða hvað?“ Gömlu mönnunum lék forvitni á að vita hvers- vegna hann hafði orðað þetta einmitt 217

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.