Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 48

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 48
NEISTAR Drápstækjaframleiöendur eru orönir ríkasta og voldugasta yfir- stétt Bandaríkjanna. Fólkiö hefur verið látið borga margfalt verð fyrir vopn þeirra. Nú skulu aöalvopnin, — kjarnorkusprengurnar — eyöi- lögö. I staöinn ætlar bandaríska vopnaklíkan aö framleiða öll ósköp af kjarnorkukafbátum og taka á því gífurlegan gróöa, al- menningur borgar. Hvað kvaö ekki Bólu-Hjálmar foröum: „Er þaö gleði andskotans, umboöslaun og gróði, fémunir þá fátæks manns fúna í ríkra sjóöi." Til milljónamæringanna og þjóna þeirra — Pólitík Jesú frá Nasaret útlistuð af góðum lærisveini „Heyrið þér, Satans börn, ef nokkrir eru, sem megiö orö mín heyra, eöur til þeirra spyrja: Eruð þér enn nú ekki óþyrstir orönir af blóði fátæks almúga hér á landi? Nær viljið þér láta af aö útsjúga hús þeirra, sem yöur forsorgun veita meö sínu erfiöi?" Jón Vídalín biskup (sd. á Miðföstu) Stephan G. heföi ekki verið í vandræðum meö aö dæma þaö verk, er Bretinn 1941 eftir kröfu'* Bandaríkjanna heimtaði aö ís- lendingar bæöu um vernd Banda- ríkjanna eða yröu sveltir inni ella með stöövun allra siglinga. Hann kvaö upp slíkan dóm í „Transva- al“-kvæöinu forðum: „Og bleyöiverk þaö kallar hver þótt kúgi jötunn lítinn dverg.“ • Stimson, hermálaráðherra Bandaríkjanna í stríöinu, lagöi til á síðasta ríkisstjórnarfundi, er hann sat, eftir aö kjarnorkusprengjunum hafði verið varpaö á Hiroshima og Nagasaki 1945, að nú skyldi Bandaríkjastjórn afhenda Sovét- stjórninni leyndarmáliö um tilbún- ing kjarnorkusprengjunnar, — (hún kæmist hvort sem væri aö því áöur en langt liði) — og bæði ríkin semja um að framleiða aldrei þessi vopn. Meirihlutinnn á þess- um fundi studdi tillögu Stimsons. En á næsta fundi var hernaðar- klíkan, vopnaframleiöendurnir, sem ekki vildu missa af gífurleg- um gróöa sínum, búin aö tryggja sér meirihluta í ríkisstjórninni og þaö var ákveðið aö stefna að drottnun Bandaríkjanna yfir öllum löndum heims í krafti einokunar sinnar á atómsprengjunni; „an American century" — „amerísk öld“ skyldi einkenna næsta tímabil jaröarinnar. Hvað heföi mannkyninu sparast i fé og brjáluðum vígbúnaöi í 40 ár ef stefna Stimsons hefði sigrað al- gerlega — og hernaðarklíkan orð- ið að láta í minni pokann? Úr „Martíus“ „Lýður, bíð ei lausnarans, leys þig sjálfur!“ IV. „Fyrir gluggann minn gengu glaöar sumarvonir! Stefndu blysförum beint til Bjarmalands framtíð, girtar megingjörð morguns, mannprýöi og sannleiks, merkt var handsal á hjálma, hjartarót á skjöldu. Slógu Ijóma fram um löndin, leiftrum út í fjarlægö glæstu rósir og runn, aö regnbogum í austri. Báru hugsjóna-heimsins heilögustu Ritning, þar sem al-þjóöir áttu, eftir hvern sinn spámann, öll sú vorkomu vitni: Vers og kapitula. Hófu sólarljóös sóngva samerfingjar jarðar, sérhvert þjóöerni þekkti þar í sína tungu." Stephan G. Stephansson 1922 224

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.