Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 25

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 25
ERLEND VIÐSJÁ Hllnl Fátækt og verkalýður Bandaríkjanna Verkalýður Bandaríkjanna telur nú um 100 milljónir og fer vaxandi. 35-40 mill- jónir manna og kvenna í Bandaríkjunum eru fátækir og eru það mestmegnis verka- lýður. Síðasta áratug óx fátæktin. Með- allaun ungra manna, 20-24 ára, lækkuðu á árunum 1973-1984 um 30% og er lækk- un þessi enn meiri hjá ungum svörtum verkamönnum eða næstum 50%. Síðan Reagan varð forseti hafa 15 mill- jónir vinnandi fólks misst atvinnu sína vegna stöðvunar fyrirtækja. — í þeirn vinnustöðvum, sem ríkisstjórnin hælir sér að hafa stofnað, eru launin undir fátækt- armarkinu. 57% stálverkamanna, 39% verksmiðjulýðs og 46% námumanna hafa misst atvinnuna. Milljónir verkamanna skortir húsnæði. Hin unga kynslóð, sem nú vex upp, er sú fyrsta um áratugi scm hefur verri lífskjör en foreldrarnir. Það fjölgar þeim fyrirtækjum, þar sem verkalýðsfélög eru engin og launin 33% undir því sem tíðkast í fyrirtækjum, þar sem verkalýðsfélög starfa. Síðan Reagan komst til valda hefur meðlimatala verka- lýðsfélaga minnkað um næstum tvær mill- jónir. Það er þungur róðurinn fyrir Kommún- istaflokk Bandaríkjanna og verkalýðsfé- lögin í þessu landi þar sem voldugir auð- hringar hafa sölsað undir sig öll völd og ráða flestöllum blöðum og útvarpsstöðv- um. Og þetta kalla þeir „frelsi“. Auðvald Bandaríkjanna — kreppa? í stríðslok 1945 var auðvald Bandaríkj- anna hið ríkasta í heimi og hugði í krafti einokunar á atomsprengjunni á heims- yfirráð. „Amerísk öld“ átti að vera fram- undan. Valdadraumurinn brást, er Sovétríkin höfðu einnig framleitt atom- og vetnis- spengjur. Vopnahringar Bandaríkjanna hófu nú hið ægilega kapphiaup um kjarn- orkuvopnaframleiðslu. Nú sjá menn að kjarnorkustríð leiðir aðeins til tortíming- ar mannkyns — og vopnabraskarar Banda- ríkjanna neyðast til að samþykkja að hefja eyðileggingu kjarnorkuvopna, staðsettra á landi. Vopnabraskararnir vilja nú fá að smíða ógrynni kjarnorku- katbáta, svo gróðinn haldi áfram. En það er komið babb í bátinn: Bandaríska ríkiö skuldar 410 milljarða dollara og dollarinn sífellur. Valdadraumur þessa stórveldis, sem hugðist ráða heiminum er búinn að vera. Atvinnuleysi og fjölgun gjaldþrota blasir við. Skyldu stjórncndur þessa ríkis geta lært eitthvað áður en kreppan, sem nú ógnar atvinulífi þar vestra, verður óviðráðan- leg? 201

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.