Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 7

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 7
ykkur kleift að framkvæma þær breyting- ar í öryggisstefnu ykkar á Norðurhöfum sem þið ræðið nú um að ekki sé talað um stjörnustríðsáætlunina. Reyndar er hér ekki á ferðinni aðeins spurningin um lífskjör hinna fátæku, hér er líka nauðsynlegt að hafa í huga þá sem eru skólagengnir og tiltölulega efnaðir — þeirra sem eiga þekkingu til að selja: Peir sjá að á sama tíma og þeir eru að missa af tækifærum eru Japanir og Vestur-f>jóð- verjar að fara risaskrefum fram úr Banda- ríkjunum í tæknilegum framförum og í möguleikum til þess að skapa aðstæður fyrir betri lífskjör og almennar framfarir. Staðreyndin er því: Ef stórveldin halda áfram að eyða öllu þessu fé í hernað á komandi árum þá munu önnur .lönd hafa forystu um tæknilegar framfarir og þar mcð í lífskjörum. Þar á ég við lönd eins og Japan, Vestur-Þýskaland, Norður- lönd, Ástralíu og Nýja-Sjáland. Með sama framhaldi getur endað með því að stórveldin eigi meira sameiginlegt and- spænis fieiminum að öðru leyti en nokkr- um gæti til hugar komið í dag. í gær heyrðum við fréttir um sameiginlegar kjarnorkuvopnatilraunir stórveldanna. Hver hefði spáð slíkum ósköpum fyrir einu ári eða svo? Niðurstaða mín sem svar við spurningu tvö er þessi: Við hernámsandstæðingar á íslandi eigum sömu hagsmuna að gæta og skattgreiðendur hér á landi. Hagsmunum íslendinga verður ekki þjónað með því að auka vígbúnaðarkapphlaupið á Norður- höfum. l5að er í okkar þágu að reynt verði að finna aðrar „lausnir“ heldur en herstöðina, ef þannig má til oröa taka, til að koma til móts við ykkar eigin orðalag. Og þessir hagsmunir sem ég tala hér um eru sameiginlegir okkur — venjulegu fólki í Bandaríkjunum sem Islandi. Af þessum texta mínum má ljóst vera að við erum mjög ákveðið andvíg öllum hugmyndum um að flytja kjarnorkuvopn- in af landi í höfin sem þýðir aukna ógnun við lífríki Norðurhafa og auk þess stór- aukin útgjöld fyrir ykkur sjálfa. íslend- ingar hafa því verulegar áhyggjur af hinni nýju sóknarstefnu Bandaríkjastjórnar fyrir Norðurhöfin. Við höfum allt frá 1980 bent á það hvað eftir annað að herstöðin í Keflavík hefur breyst frá því að vera varnarstöð — að ykkar eigin sögn — í árásarstöð. íslensk yfirvöld neituðu þessum upplýsingum okkar til skamms tíma. Þetta er mjög al- varleg staðreynd. Sérstaklega vegna þess að hún bendir til þess að þið hafið haldið áformum ykkar leyndum fyrir íslenskum stjórnvöldum, það er utanríkisráðuneyt- inu. Allar sjálfstæðar og fullvalda þjóðir hljóta að mótmæla harðlega slíkri fram- komu þeirrar ríkisstjórnar sem ræður yfir erlendum herjum í viðkomandi landi. Þriðja svar Við skulum þess vegna — vegna þess að það samræmist best hagsmunum beggja þjóðanna í bráð og í lengd reyna að tryggja öryggi okkar betur en nú er gert. Hvernig? Það er öruggt mál að ef Alþýðubanda- lagið hefði meirihluta í íslenska þinginu yrði sá meirihluti notaður til þess að breyta um utanríkisstefnu. Það er einnig Ijóst að Kvennalistinn hefur hug á breyttri stefnu í utanríkismálum. Og Framsókn- arflokkurinn, flokkur núverandi utanrík- isráðherra landsins, hefur þá yfirlýstu stefnu að herstöðvarsamningnum eigi að segja upp þegar aðstæður leyfa. Utanrík- isstefna núverandi ríkisstjórnar hefur einnig breyst lítillega frá því sem var í síðustu stjórn. Til dæmis hefur þessi 183

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.