Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 31

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 31
Aldarafmæli Rasks og kvæði Þorsteins Það var fyrir réttum 100 árum að íslendingafélagið í Höfn ákvað að minnast íslandsvinarins mikla, Rasmus Kristjáns Rasks, en hann var fæddur 1787. Orti Þorsteinn Erlingsson kvæði honum til heiðurs og varð af því árekstur mikill við dönsk yfírvöld háskólans. R. K. Rask kom ungur að árum til íslands, sem hann hafði fengið mikla ást- sæld á og lært til fulls íslenska tungu. Það var ekki á að lítast að gista Island á fyrstu þrem áratugum nítjándu aldarinnar, enda varð Rask næstum því bölsýnn og efast um það hvort takast myndi að endurreisa íslenska tungu í öllum hennar mætti, en hann var þó staðráöinn í að gera allt, sem hann gæti svo það mætti takast. Rask var málasnillingur hinn mesti og sérfræðingur í tugum tungumála. Heiðursljóð það, er Þorsteinn orti var í senn ádeiluljóð á danska stjórn á íslandi og lofgerð um hinn mæta Islandsvin Rasmus Kristján Rask. Skal það prentað hér enn einu sinni: Rask A hundrað ára afmæli hans 1887. „Þú komst þegar Fróni reið allra mest á, og aflvana synir þess stóðu og myrkviðin umliðnu öldunum frá þar eldgömul skýjunum hlóðu, en hamingju Islands þá eygði þig hjá þeim árstjörnum fyrstar sem glóðu, og þaðan við áttum þann fögnuð að fá, sem fæst hefur komið af góðu. Því tátt er frá Dönum, sem gæfan oss gaf, °g glögt er það enn hvað þeir vilja. Þorsleinn Erlingsson 207

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.