Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 34

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 34
Það var Konstantin keisari, sem full- komnaði þá hættulegu þróun misréttisins, sem var að myndast innan safnaðanna, er hann gerði kristnina að ríkistrú og skóp alla þá spillingu er tók að þróast innan kristindómsins, er honum var beitt sem valdatæki hinna ríku og voldugu. Ég hef á öðrum stað í „Rétti“ gert grein fyrir þeirri hættulegu þróun, er gerðist á næstu öld- um og skal ekkert af því endurtaka hér. (Sjá greinina: „Atök aldanna um fé- íaga Jesús og frumkristninnar boðskap“ í Rétti 1979, bls. 9-42.) í Vestur-Evrópu er sérstaklega lær- dómsrík fyrir oss Islendinga 30 ára grimmi- leg herferð Karls keisara Frakka („hins mikla“) gegn Söxum til að „kristna“ þá, en hjá þeim ríkti enn ættasamfélag og Karli keisara tókst ekki að brjóta Saxa á bak aftur (og „kristna“ þá) fyrr en hann gat talið leiðtoga þeirra, er höfðu svipaða aðstöðu og íslenskir goðar, á að þeir væru raunverulega eigendur landsins og drottnar fólksins, gat þannig lætt eitri stéttaskiptingarinnar inn í höfðingjana — og klofið þannig og sigrað hina frjálsu Saxa, beygt þá undir ok keisara, höfðingja og kaþólskrar kirkju. Söguna af því hvernig Noregur var kristnaður þekkjum vér af sögum vorum, Snorri var ekkert að draga úr lýsingunni á þeim aðferðum, er beitt var — og Þor- steinn Erlingsson síðar lýsti svo: „Og því næst var krossinn með nauðung og þraut að norrænu þjóðunum borinn og svipan og morðvopnin brutu honum braut, svo blóðug og mörg voru sporin.“ Meðferðin á Hræreki konungi, — sem Davíð Stefánsson lýsti í kvæði sínu um hann, er birtist í Rétti, er við marxistar tókum við honum 1926, — er dæmið um hvernig konungar notuðu kristnina sem yfirvarp til að leggja þjóðirnar undir vald sitt. — En hinu má ekki gleyma að þús- undir einlægra og heitra boðbera siða- boðskapar kristninnar unnu sitt góða verk, — en hlutu margir ofsókn drottnar- anna fyrir. Og einmitt af þessum boðskap brautryðjenda höfðu margir íslendingar hrifist áður en upp rann árið 1000. II. Kristnitakan á íslandi árið 1000 Á íslandi hafði tekist það sérstæða stórvirki árið 930 að skapa heilsteypt samfélag úr hinum dreifðu ættasamfélög- um og einstaklingum, er hingað höfðu flúið, til að forðast kúgun konunga og ríkisvalds þeirra. Það var eitt samfellt þjóðfélag, þar sem goðar sátu Alþingi sem fulltrúar þeirra, er kusu þá, og þetta Alþingi, sem veitti öllum bændum mál- frelsi, hafði löggjafarvald og dómsvald, en framkvæmdavald — höfuðeinkenni ríkisvaldsins — var ekki til. Og það er vert að muna að húskarl goða gat tekið sæti hans á Alþingi ef goðinn var veikur. Þetta íslenska þjóðveldi var einstakt í sögunni. 10. öldin og upphaf þeirrar 11. sýnir oss í íslendingasögunum hin erfiðu þjóðfélagslegu vandamál þess: viðleitni höfðingja til að verða drottnarar og svo blóðhefndin, hin erfiða erfð ættasamfé- lagsins. Noregskonunga langaði, eins og vér vitum, til þess að ná íslandi á vald sitt og hugðust nota til þess tvennt: undirgefna höfðingja og kristna trú. Þetta mun og hafa verið bestu leiðtogum íslenska þjóð- veldisins ljóst. Hættulegasta aðför Noregskonungs að sjálfstæði þjóðveldisins var gerð árið 210

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.