Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 33

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 33
Friðsamleg kristnitaka árið 1000 Eitt mesta stjórnmálaafrek íslenskrar sögu. Nú eru þrettán ár þar til ýmsir munu minnast þess að 1000 ár eru þá liðin frá kristnitökunni á íslandi á Alþingi árið 1000. Það er nauðsynlegt að vér íslending- ar gerum oss ljósa grein fyrir því hvernig sá atburður gerðist, — því einstakur má hann heita í sögu kristninnar, — og hvílík stórmenni voru þar að verki og hver afleiðingin var, ágæt fyrst um sinn. Skal nú reynt að draga upp raunhæfa mynd af þróun þeirri, er kristnin varð fyrir erlendis og hve sérstæð kristnitakan á Islandi var. I. Þróun kristninnar erlendis Boðskapur Jesú frá Nasaret var fagn- aðarboðskapur til hinna fátæku og kúg- uðu og þessar fjölmennu stéttir tóku brátt að aðhyllast þessa stefnu bróðurkærleik- ans, samhjálpar og sameignar og þola of- sóknir fyrir. Postulasagan er ekkert að breiða yfir hvernig samfélag kristinna manna var. „En í hinum fjölmenna hópi þeirra, sem trú höfðu tekið, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur var þeim allt sameiginlegt. Og með miklum krafti báru postularnir vitni um upprisu Drottins Jesú og ntikil náö var yfir þeim öllum, því að eigi var heldur neinn þurf- andi meðal þcirra, því allir landeigendur og húseigendur seldu og komu með and- virði hins selda og lögðu fyrir fætur post- ulanna og sérhverjum var úthlutað eftir því sem hann hafði þörf til.“ (Postulasag- an, 4. kafli 32-35.) Og þeir ríku fengu brátt að finna fyrir því hvað það kostaði að verða kristinn, sbr. svar Jesú frá Nasaret til unga manns- ins ríka er vildi verða kristinn, er hljóðaði svo: „Ef þú vilt verða algjör þá fer, sel eigur þínar og gef fátækum og muntu þá eiga fjársjóð á himni, og kom síðan og fylg mér.“ En er hinn ungi maður heyrði þau orð, fór hann burt hryggur; því að hann átti miklar eignir. (Matt. 19. k. 21- 22.) Pað var Páll postuli, sem byrjaði að brjóta niður jafnaðarkenningar Krists, er hann bannaði konum að tala á safnaðar- fundum og hóf þarmeð þá útskúfun kvenna, sem enn er barist fyrir að út- rýma, sbr. rétt kvenna til að verða prestar. 209

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.