Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 21

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 21
kot, þar sem nú stendur Betel. Um 1898 kom Hertervig að vestan með límonaðigerð. Eg var hjá honum um vet- urinn. Hann var þá í kjallaranum á Helge- senshúsinu, er var þar sem Sigríðarstaðir eða Hótel Hekla er nú. Sumarið eftir var ég í eyrarvinnu. Fyrst hjá Smithsverslun í kolum. Það kom skip með kolin til her- skipanna. Smith tók á móti þeim. Kolin voru látin þar sem Hafnarstræti 17 er nú. Ekki fengu aðrir vinnu við kolin en þeir sem skulduðu í versluninni. Faðir minn skuldaði þar ekki neitt, og fékk ég því ekki vinnu þegar hún hófst. Þá var siður að tína kol sem féllu af bátum og bleytti maður sig þá oft rækilega. Ég fór því að tína kol þegar ég fékk ekki vinnu. Ég var þá með vasaklútinn minn fullan af kolum. Þegar fjaraði lengdist burðurinn upp úr bátunum. Á hádegi fékk ég vinnu. Eg var með vasaklútinn fullan af kolum. Karlinn tók hann af mér og lét í bynginn um leið og hann sagði mér að fara að vinna. Ég fékk 20 aura á tímann. Strákarnir, synir þeirra sem skulduðu í versluninni fengu ekki nenia 16-18 aura. Sumir þeirra fóru aldrei aftur í vinnu til Smithsverslunar. Árið 1905 fór Sigurður norður í Axar- fjörð að vinna við brúna á Jökulsá á Fjöllum. Hafði áður unnið hjá Thomsen 1903 í kjallaranum. Fór helst norður, segir hann af því ég óttaðist að ég yrði of mikill drykkjumaður. Það var töluverður vökvi hjá Thomsen. Við bárum brennivíns- tunnurnar í kaðalbörum. Oftast voru teknar upp 4-6 brennivínstunnur og 10- 12 öltunnur. í seinna skiptið er ég fór frá Thomsen fór ég til Ziemsen. Hann hafði þá afhend- ingu á vatni til skipa. Þá var kominn þar brunnur og notaður mótor, en hann gekk mjög skrykkjótt. Mitt verk var aö dæla í bátana. Vatnið var leitt í rörum niður á bryggju og flutt í seglpokum, er tóku sex tonn, út í skipin. Það voru margir franskir togarar og vildu fá mikið vatn. Þegar vatnið kom frá Elliðaánum byrjaði ég á vatnsbátnum. Ziemsen og Miljónafélagið sömdu um að flytja vatnið. Ziemsen ann- aðist vatnssölu og útlán, en Miljónafélag- ið tók að sér flutninginn. Ég var á bátnum hjá Miljónafélaginu til 1915. Við vorum mánaðarkaupsmenn á litlu kaupi, 60 kr. (á mán.), en fengum uppbót eftir vatns- magni. Fyrst þegar við byrjuðum á vatn- inu fluttum við aðeins 70 tonn og höfðum 7 aura af tonninu. Við fengum ekki nema gamla pumpu af Snorra goða, er búið var að fleygja í land og gátum því litlu afkast- að, 3-4 tonnum á klst. Ég byrjaði í vatns- flutningum hjá höfninni 1918. Knútur Ziemsen var bæjarstjóri þá. Hann keypti bátinn hjá bróður sínum, — og við fylgd- um bátnum. Pá fengum við miklu betri útbúnað og gátum afkastað miklu. Vinnutíminn var mjög mikill. Við kom- um kannski ekki heim sólarhringana út. Ég var svo óslitið í vatninu meðan ég þoldi. — Og svo hefur kaupið og vinnutím- inn lagast? Svar Sigurðar var: í fyrra stríðinu var unnið allan sólarhringinn. Það breytti engu um kaupið þó verið væri að vinna allan sólarhringinn. Á nrilli stríðsáranna var mánaðarkaupið svo lágt að það ætlaði mig alveg að drepa. Held þó að það hafi verið komið upp í 300 kr. Kolaverðið komust upp í 600 kr. Húsa- leigan breyttist ekki mjög mikið. Þegar við höfðum ekkert að gera á vatnsbátun- um slæddum við kol. Höfðum stundum poka við poka á dekkinu. Ziemsen sagði við okkur: Þið skuluð bara toga kol eins og þið getið. Einu sinni þegar Alliance fékk kolaskip voru þau flutt á uppskipunarbáti sem kallaður var stirði Mangi. Hann 197

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.