Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 23

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 23
gamla Sjálfstæðisflokknum. Gísli Sveins- son og Andrés Björnsson skáld eldri, voru heitir skilnaðarmenn. Andrés var þingskrifari. Þegar Jóhann í Sveinatungu kom á þing með eyrnamarkafrumvarp, mál sem allir gátu talað um, orti Andrés: Eyrnamörk eru óþörf hér í salnum: Þekkist allur þingsins fans á þessum parti líkamans. (Voru auðþekktir á asnaeyrunum). Kjartan fór snemma í múrverkið, var á vetrum í Öskjuhlíð og við Rauðarárstíg að kljúfa grjót, við það unnu allmargir menn. A vorin var hægt að selja grjótið og var ákveðinn taxti yfir það. Það var gott grjótnám í Skólavörðuholtinu en þegar höfnin tók það var það orðið grjót- laust að ofan. Steinhögginu fylgdi hleðsla á húsum. Svo fór ég yfir í múrverkið þegar stein- steypan hófst. Aðspurður sagði Kjartan enn: Jú, ég var í hafnargerðinni í 5 ár, vann í Battarísgarðinum og hlóð nokkuð í Eyjagarðinum líka. Kirk, yfirmaðurinn var dugnaðarforkur — og harðjaxl og ýtti á með tímann. Við unnum 12 tíma á dag, — og svo alla sunnudaga við að hvíla bor- mennina í grjótnáminu. Um mánaðamót- in júní-júlí bað hann okkur að vinna 14 tíma á dag þar til færi að dimma. Kjartan spurði einn góðan verkamann hvernig við ættum að svara þessari kröfu um lengdan vinnudag. Ég myndi gera það, — en skila þó ekki meira verki eftir daginn, svaraði hann. Það varð úr að við unnum 13 tíma. Minnst var á verkfall í hafnargerðinni. — Jú, það munu fyrstu verkfalls- átökin sem Dagsbrún Ienti í. Þaö fékkst kauphækkun. Kirk var ekki knífinn með kaupið, þá voru margir verri. Thor Jen- sen gaf heldur fátæklingum kjöttunnu fyr- ir jólin en að hækka kaupið. Ólafur Thors gaf líka fátækum ákveðna upphæð fyrir jólin, — en á sama tíma var hann að reyna að snuða karlana um krónu á hverri lýsistunnu, en það hefði gert ferfalda upphæðina sem hann gaf. — Kjartan var spurður um fleiri átök en við hafnargerðina. — Jú, það var t.d. Mangi heitinn Blöndal og Blöndalsslagurinn. Eitt sinn var slagur við Sigurjón á Álafossi niður við höfn. Sigurjón var hraustmenni og landsfrægur íþróttamaður og gat ekki stillt sig um að berja á körlunum. Kjartan Ólafsson var í samninganefnd fyrir Dagsbrún þá og notaði barsmíðar Sigur- jóns móti Kjartani Thors sem ekki var búinn að frétta þetta, því það kom svolít- ið á hann, en síðan sagði hann: „Já, það er eins og sumum mönnum sé meira lán- að til líkamans en sálarinnar“. Hannes spurði Kjartan um minningar hans úr verkalýðssamtökunum. — Kjartan minntist þess að 1894 var byrjað að stofna Bárufélögin. 1897 var prentarafélagið stofnað og sjómannafé- lagið á Seyðisfirði. Það félag var endur- reist 1904. Sveinafélag bókbandsmanna mun hafa verið stofnað 1909, en lognaðist útaf með Bárufélögunum. Þá var Kjartan enn spurður um stofnun Dagsbrúnar. Hann minntist Árna Jónssonar seni hvatti til fyrsta fundarins, hann taldi sig vera Árnesing, hann þekkti Sigurð Sigurðsson búfræðing og fékk hann til að taka að sér formennskuna. Kjartan sagði að oft hefði verið erfitt að starfa í þá daga og að erfið- ast hefði verið að „kristna" okkar menn suma. Margir gátu ekki hugsað sér að „hinir stóru“ fréttu að þeir hefðu verið á móti þeim. Maður varð oft að leggja mik- ið á sig fyrir félagsskapinn. Þá spurði Hannes Stephensen um erindaflutning á fundum Dagsbrúnar. 199

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.