Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 39

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 39
Erlent auðvald reynir í 2. sinn á þessari öld að klófesta raforkuauð íslands Sú fregn barst út nýlega að breskt auðfélag væri að reyna að fá að kaupa alla raforku, sem ísland getur framlcitt, flytja hana í sæstreng til Bretlands og hag- nýta til stóriðju þar. Þetta sýnir enn taumlausa ágirnd og ósvífni breska auðvaldsins. Því nægir ekki að hafa arðrænt íslcnsk liskimið í fimm aldir svo við útþurrkun lá. Nú vilja þeir og gleypa alla þá miklu raforku, sem vér eigum enn ónýtta. l»að er nauðsyn að vera vel á verði. Við mununi hvernig álhringnum tókst mcð aðstoð íslenskra fáráðlinga í æðstu stöð- uiii að blekkja íslcndinga til að selja þeim ralörku til álframleiðslu á smánarverði með því að telja hiniini háttsettu trú um að raforka, framleidd með vatnsorku væri að verða einkisvirði, — kjarnorkan yrði svo ódýr að vatnsorka seldisf ekki! — Borgaraflokkarnir létu blekkjast. Við sósíalistar stóðimi cinir gegn þessu arð- ráni og afhjúpiiðum blekkinguna, — en horgarastjórnin lét hlekkjast. — Þeir eru gjarnir á það hurgeisarnir að trúa blekk- iiiguin erlends auðvalds, ekki síst ef ein- liver smágróðavon þeim sjálfum til lianda fylgir með. — Nú sjá allir, er sjá vilja livílík hlekking var á ferðinni, — rétt eins og einnig var í licmámsinálinu. Það tekst hara enn að blinda. Fossallið og vinnsla hitaorkunnar og annara auðlinda í jörðu eru dýrmætustu fjársjóðir vor Islendinga — við hliðina á fiskimiðunum. Rétt er að minna á að 1919 var búið að selja erlendum hlutafélögum mestalla fossa landsins — og kostaði harða og langa baráttu að bjarga þeim þjóðarauð úr erlendum klóm, sem notið höfðu að- stoðar — ýmissa annars ágætra íslendinga við að ná auði þessum undir sig. En það tókst að svifta útlenda auðvaldið þessum ránsfeng. Hefur það áður verið rakið rækilega hér í „Rétti“ hvernig það tókst og ekki síst með aðstoð manna eins og Jóns Þorlákssonar og Magnúsar Torfa- sonar. Það er lífsnauðsyn að íslendingar verði vel á verði gegn þessari tilraun breskra braskara til að sölsa undir sig dýrmætustu auðlindir vorar. Alþýða manna hefur séð nú í hálfa öld hve gersamlega blind yfir- 215

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.