Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 3

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 3
SVAVAR GESTSSON ALÞINGISMAÐUR: Okkar stefna — ísland úr NATO herinn burt — skoðuð í Ijósi tillagna um nýtt alþjóðlegt öryggiskerfi Inngangur 15. mars 1949 var haldinn fundur í Washington þar sem voru fimm íslend- ingar og 7 Bandaríkjamenn. íslending- arnir voru Bjarni Benediktsson, utanrík- isráðherra, Eysteinn Jónsson, titlaður flugmálaráðherra í bandarískum skjölum, Emil Jónsson, viðskiptaráð- herra, Thor Thors, sendiherra og Hans G. Andersen, lögfræðilegur ráðunautur við íslensku utanríkismálaskrifstofuna. Fyrir nokkrum árum kom út ítarleg fund- argerð frá þessum fundi. Þar er margt fróðlegt að sjá. Fyrst og fremst þó það að íslensku ráðherrarnir voru hræddir við þjóðina, þeir vildu þess vegna ekki fallast á erlenda hersetu samhliða NATO-aðild- inni — ekki alveg strax. Og þeir ræddu opinskátt við Bandaríkjamennina um það hvernig væri hægt að koma íslenskum sósíalistum á kné. Ég á satt að segja erfitt með að gera mér grein fyrir því hvort hræðsla þessara íslensku stjórnmála- manna við sósíalista var raunveruleg, eða hvort þeir voru aðeins að reyna að ganga í augun á Kananum, til þess að sýna að hér á landi væri við alvarleg pólitísk vanda- Ræða fiutt í herbúðum bandaríska sjóhersins 23. nóvember 1987 179

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.