Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 27

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 27
John Reed var af ríku fólki kominn, gekk á einn „fínasta” háskóla Bandaríkj- anna, Harvard-háskólann og útskrifaðist þaðan með besta vitnisburði 1910. — Þessi íhaldssami háskóli átti eftir að gera sér það til skammar síðar meir, er æsinga- öldurnar gegn öllu róttæku risu hæst þar vestra, að láta í rektorssræðu lýsa yfir því að þessi háskóli afturhaldsins gæti verið stoltur af öllum sínum stúdentum nema John Reed. Þessi uminæli munu verða Harvard-háskóla eilíflega til skammar. Jolin Reed stofnaði sósíalistískan klúbb á háskólaárunum, en eftir próf hélt hann til Mexico. Þar var 1911 mikil bylt- ingarhreyfing, sem hann tók þátt í og rit- aði síðan bókina „Mexico í uppreisn“, er varð mjög fræg, af því hann afhjúpaði hvernig Bandaríkjaauðvaldið var að koma ár sinni fyrir borð þar. John Reed studdi verkalýðsbaráttuna í Bandaríkjun- um og gekkst fyrir risastórum fundum verkfallsmönnuni til stuðnings. Hvað eft- ir annað lenti hann í fangelsum fyrir þá baráttu. 1915 ferðast hann unt Evrópu, m.a. Rússland og þangað fór hann aftur 1917, upplifir byltinguna í Rússlandi og skrifar um hana sína heimsfrægu fyrrnefndu bók, sem kemur út 1919. í október 1919 hélt hann aftur til So- vétríkjanna, þrátt fyrir alla erfiðleika. Hann hafði hitt menn eins og Karl Lieb- knecht, Irjö Sirola, — einn besta foringja finnskra kommúnista, og í Rússlandi kynntist hann nt.a. Lenin náið. 1920 situr John Reed 2. þing Alþjóða- sambands kommúnista sem fulltrui banda- ríska kommúnistaflokksins og er kosinn í stjórn sambandsins. Á þessu þingi voru tveir íslenskir fullltrúar, Brynjólfur Bjarnason og Hendrik Ottósson. Voru þeir nágrannar Reed, bjuggu í næsta her- bergi við hann og kynntust honum vel. Eftir þingið fór John Reed til Baku til þess að taka þátt í þinginu í Baku, þar sem byltingarhreyfingar Asíu og Evrópu mættust. Það var í þessari ferð, sem Reed drakk vatn úr lækjum Kákasus-fjalla, sem typhus-bakteríur voru í. Leiddi typ- husinn hann til dauða, er til Moskvu kom. 17. okt. lést hann og var grafinn í Kreml-múrnum. Hann varð aðeins 33 ára, en hafði unnið stórvirki á þessari skömmu ævi. HEIMILDIR John Rced: Zehn Tage, die die Welt erschiittert- en, þýsk þýðing, útg. 1927. Formáli eftir Egon Erwin Kisclt. Jelisaweta Drabkina: Schwarzer Zwieback 1962. — Drabkina var sem ung oft þýðandi og aðstoðar- maður Reeds. 200 síður af þessari meir en 500 síðna bók eru mest frásagnir um Reed. 203

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.