Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 36

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 36
Sögu íra og keltneskra þjóða þekki ég ekki eins vel og ég gjarna vildi. Þeir tóku kristni á 5. öld og sameinuðu hana ætt- sveitum sínum. (Sjá annars um þetta: „Ættasamfélag og ríkisvald í þjóðveldi ís- lendinga“, bls. 173-174.) En hin langa barátta einstakra ættasamfélaga hjá þeim virðist sýna og sanna að þeim hafi ekki tekist að skapa eitt sjálfstætt þjóðfélag á grundvelli ættasamfélaga, svo lengi og treglega sem samfélög þeirra annars börðust gegn erlendri áþján. — En frá írum og öðrum Keltum höfum vér mikið fengið til forna, eigi aðeins fjölmargir menn kristni, heldur og mikla menningu, bæði hvað sagnaritun og skáldskap snertir, svo ekki sé talað um öll manns- nöfnin (Njáll. Kjartan, Brjánn ofl. ofl.) og önnur orð, sem að vísu mörg hver hafa dáið út án þess að komast í letur, en sum lifað allt til þessa dags þó vart sjáist í rit- máli (t.d. kraðak). Áhrif þeirrar þjóðarsáttar, er gerð var árið 1000, hefur haft mikil áhrif á alla sögu vora. Fyrst og fremst hefur þjóðin notið þess að eignast slíkan leiðtoga, sem Skafti Þóroddsson var, lögsögumaður í 27 ár, og ber sjálfur Ari vitni um að hann hafi hindrað höfðingja í að skapa sér vald: „Á hans dögum urðu margir höfð- ingjar og ríkismenn sekir eða landflótta of víg eða barsmíðir af ríkis sökum hans og landstjórn.“ (íslendingabók 8. kafli). Vilji menn hinsvegar kynna sér þetta nánar, þá er gott að lesa álit Adams frá Brimum, sem frá er sagt í „Ættasamfélag- inu“, bls. 184-187. Og jafnframt er fróð- legt að lesa um áhrif kristnitökunnar í bókinni um „Ættasamfélagið", bls. 187- 198, jafnvel allt fram til bls 223 fyrir þá, sem vilja íhuga málið frekar. Síðan verður 11. öldin einskonar „friðaröld“ þar sem bændastéttin sjálf og sjálfstæð ræður miklu, en höfðingjavaldið hefur verið brotið á bak aftur. Það er hin snjalla sáttargerð Þorgeirs Ljósvetningagoða, sem leggur grundvöll- inn að friðaröldinni, — og svo hitt hve fast og djarflega Skafti Þóroddsson fram- fylgir þeirri þjóðarsáttagjörð. Og þar við bætist svo að, þegar afstýrt er að ofurvald höfðingja myndist, þá verður bændastétt- in sjálfstæð og sterk — og verður Einar Þveræríngur hinn táknræni andlegi leið- togi hennar er mest á reið — og ísland verður alla 11. öld einstakt í Evrópu hvað sjálfstæði lands og þjóðar snertir. í lok 11. aldar munu líklega 9/io allra bænda vera sjálfseignarbændur1, stolt og sjálfstæð stétt og er tíundarlögin eru sam- þykkt einróma 1097, þá eru þau allt öðru- vísi og betri en á Norðurlöndum, þar sem það varð hörð barátta og klofningur inn- an þjóðanna um að leggja þennan skatt á.2 Samt sem áður urðu tíundarlögin til þess að leggja smátt og smátt grundvöll að auði kirkna og valdi kirkjugoða, þótt hægar gengi það en á Norðurlöndunum hinum. ' En þótt sjálfseignarbændum fækkaði svo mjög á næstu 12. og 13. öld, þá sýnir þó viðleitni bænda á Alþingi 1262 og 1264 til að forða íslandi frá konungsdrottnun, hve lengi sjálfstæðis hugsunarhátturinn hefur haldist hjá bændastéttinni, þótt eignum hennar fækkaði svo mjög og vald kirkjugoða, síðan höfðingja og kirkna, yxi svo sem sagan sýnir3. III. Arfurinn Áhrif þjóðarsáttarinnar og sjálfstæðis- afstöðunnar á 11. öld meitluðu þjóðareðl- ið og lögðu grunninn að þeim einstæðu bókmenntum frjálsra manna á öldum 212

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.