Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 6

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 6
þess að reyna að breyta þessari staðreynd með alls konar áróðursbrögðum. I annan stað ber að minna á hina menn- ingarlegu hlið þessa máls. Þessi hlið máls- ins er kannski ekki mikið rædd í seinni tíð þegar fjallað er um herstöðvamálið á Is- landi, en engu að síður skal ljóst vera: Hinn menningarlegi þáttur þessara mála er einn meginþáttur, hornsteinn, ís- lenskrar stjórnmálaumræðu og menning- arþátturinn á hljómgrunn langt út fyrir þá hópa sem eru beinlínis andvígir þeirri ör- yggisstefnu sem fylgt er ennþá af meiri- hluta alþingis íslendinga. í þriðja lagi — og það er ein megin- ástæðan fyrir vaxandi andstöðu við her- inn á seinni árum: Það er almenn skoðun á íslandi að bandaríski herinn sé á íslandi fremur til þess að verja Bandaríkin en ís- land og að íslendingar séu þannig notaðir sem varnar/árásarlína andspænis Sovét- ríkjunum. Niðurstaða: Það er ekkert óeðlilegt við það að Bandaríkjastjórn vilji hafa góð samskipti við Island og íslensku þjóðina, en vinsamlegast hafið í huga: Við erum ÖLL á móti útlendum herflokkum á ís- landi. Enginn hefur talið bandarísku her- stöðina í Keflavík æskilega né heldur var- anlega lausn á öryggismálum íslendinga. Herstöðin er að okkar mati — ALLRA — óæskileg. Því fyrr sem við losnum við herinn frá íslandi því betra. Annað svar Það verður stöðugt erfiðara fyrir stjórn Bandaríkjanna að ná nægilegu fjármagni til þess að eyða í hernaðaruppbyggingu á komandi árum. Félagsleg vandamál í Bandaríkjunum eru hrikaleg. í engu öðru ríku landi á Vesturlöndum er fátækt eins augljóst vandamál og í Bandaríkjunum, umræðan um heimilisleysingjana yfir- gnæfir alla umræðu á dagskrá Banda- ríkjamanna um þessar mundir. í engu öðru landi Vesturlanda er ofbeldi eins hrikalegt og hér. Og bandarískur al- menningur krefst lausnar á öllum þessum vandamálum. I þessum mánuði gaf Hagstofa Banda- ríkjanna út upplýsingar um fólksfjölda og tekjur Bandaríkjamanna. Þar kemur fram að 13,4% Bandaríkjamanna voru undir fátæktarmörkum á árinu 1985 — eða liðlega 33 milljónir manna. Og það eru ekki aðeins hinir fátæku sem hafa lið- ið fyrir efnahagsþróunina undanfarin ár: 1986 hafði fimmtungurinn í miðju banda- rískra tekjuhópa um 16,8% heildartekn- anna, sem er lægsta hlutfall þessa hóps síðan 1947. Börnin eru verst sett: Þau eru 13,6% þeirra sem búa við fátækt. Börnin eru liðlega 20% allra Bandaríkjamanna og fjórðungur þeirra sem eru undir 6 ára aldri er undir fátæktarmörkum. Bandaríkjamenn hafa meiri áhyggjur af þessu en áður: I könnun sem Louis Harris stofnunin gerði kom í ljós að 55% aðspurðra töldu hungrið í Bandríkjunum „mjög alvarlegt“ vandamál, en sambæri- leg tala frá 1984 er 36%. í engu öðru landi Vesturlanda er fé- lagsleg þjónusta eins veik og hér, í engu öðru landi er jafnaugljós fjárskortur til menntamála og jafnvel einfaldir þættir samfélagsins sem verða að vera í lagi eins og póstur og sími eða vegakerfi stórborg- anna kalla á stóraukna fjármuni. Og þess vegna er Ijóst: Stjórnin mun ekki á komandi árum fá eins mikla pen- inga og hingað til vegna hernaðarupp- byggingar. Þess vegna verður óhjákvæmi- legt fyrir ykkur að laga stefnu ykkar að ódýrari leiðum — þó ekki komi annað til — vegna þess að lýðræðislegur meirihluti mun ekki styðja þá skattastefnu sem gerir 182

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.