Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 12

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 12
TRYGGVI EMILSSON: Eðvarð Sigurðsson Laugardaginn 9. júlí 1983, var Eðvarð Sigurðsson ásamt eiginkonu sinni Guð- rúnu Bjarnadóttur austur á Héraði á sumarferðalagi, enn að skoða landið sitt sömu ástríku fagnaðaraugunum og ætíð fyrr og njóta þess. Það var hið fegursta veður og landið í sumarskrúða, himinn- inn heiður og blár og fjöllin í fjarlægð og þó svo nálægt. Eðvarð stóð með alla þessa fegurð fyrir augunum í faðmi nátt- úrunnar íslensku sem hann unni svo heitt, Eðvarð Sigurðsson og kona hans Guðrún Bjarna- dóttir. og þá kom dauðastundin, „á snöggu auga- bragði“, vökumaðurinn hugljúfi var allur, hann sem helgaði allt sitt líf því réttlæti og þeim sannleika sem felst í baráttunni fyrir málstað allra þeirra sem erfiði og þunga eru hlaðnir, baráttunni fyrir betra lífi, bjartari framtíð. Verkamaðurinn sem frá unga aldri til æviloka lagði nótt með degi þegar mestu varðaði að standa vörð um fjöregg alþýðusamtakanna, verka- lýðshreyfingarinnar, sjálfa sameininguna og hann vék aldrei af þeim verði. Eðvarð var einn þeirra forustumanna sósíalismans sem svo var vandur að virð- ingu sinni sem verkamanns og mikilvægi þess starfs sem hann bar á hug og hönd- um að á hann féll aldrei skuggi í lífi hans eða athöfnum, hann var sósíalisti af hug og hjarta og svo trúr sinni hugsjón eins og hann var vinafastur. Snemma á árum var hann kjörinn til forustu í félagsskap róttækra verkamanna og þeirri forustu hélt hann æ síðan, þar var hann allur vegna skoðana sinna og hæfileika sem einkenndust af öryggi og festu og sterkri ábyrgðartilfinningu. Þeir sem kynni höfðu af mannkostum lians, gjörhygli og viljafestu, vita hverju hann orkaði með sínum hljóðlátu rökfærslum sem var skapgerð hans og lífsregla. Eðvarði kynntist ég fyrst á vordögum 1947, þá nýfluttur til Reykjavíkur, hafði þó hcyrt hann og séð löngu áður og notið leiðsagnar hans innan verkalýðssamtak- anna til jafns við aðra verkamenn á Is- landi þegar baráttan um brauð fátæka 188

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.