Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 10

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 10
Eitraður sjór eldspúandi skrímsli Er þetta framtíðin? Það er ný yfirstétt tekin við í Bandaríkjunum, sem býður hinum gömlu olíukóngum og slíkum byrginn: Vopnaframleiðendur Kaliforníu, sem gert hafa Vesturríkin að höfuðstöðvum þessa voldugasta auðvaldsríkis jarðar. Og um leið hefur nú sú tæknibreyting orðið á að kjarnorkustöðvarnar á landi verða meir og meir teknar niður, eldflaugarnar eyðilagðar o.s.frv. Orsökin er að hinar landföstu kjarnorkustöðvar voru alltof handhæg skotmörk og því ónothæfar, — nema til gagnkvæms sjálfsmorðs og útrýmingar mannkyns. En gróðalöngunin í sambandi við manndráp er ekki þarmeð horfin. Bandarísku vopnakóngarnir hafa ekki gefist upp við drápsiðjuna. Nú hafa þeir ákveðið að margfalda kjarnorku-kafbáta- flota sinn. Segja að Rússar eigi svo marga kafbáta. Og hver verður afleiðingin af þessu neðansjávarkapphlaupi um útrým- ingu mannkyns, ef þessir auðmenn fá að ráöa? Framtíðin? Ef hafið, fyrst og fremst hér á norður- slóðum, verður fyllt af kjarnorku-kafbát- um munu afleiðingarnar verða sífelldir árekstrar með tiiheyrandi eitrun sjávar, — þegar best lætur og gerspillingu alls lífs í sjónum og á þeim stöðvum, sem skotin frá bátunum ná til, ef til stríðs kemur. Við Islendingar vitum þá hvað okkar bíður: Fiskadrápið verður ekki lengur til að útvega fæðu handa mönnunum, eitrun og dauöi bíða fiskanna í sjónum, skömmtun og „kvóti" verða óþörf. Kan- inn mun sjá um útrýmingu fæöunnar, sem Islendingar lifa á að framleiða — og það mun verða kallaö „vernd" Islands af amerískum þrælum. Manndrápslýðurinn hefur þegar sett upp hér á landi Awacs-flugvélarnar, er stjórna skulu eitruðu eldflaugunum úr kafbátum er sigla neðansjávar. „Verndarinn“ mun þá gera ísland óbyggilegt íslendingum, en því öruggara sem drápsmiðstöð fyrir Kanann. Og krafan um að Kaninn fari burt með eitur sitt og drápstól af íslandi, mun örugg- lega þagna, er íslendingar verða reknir burt af landi sínu, — máske einhverjum „öruggum“ boðið að setjast aö í Vestur- heimi? Awacs-flugvélarnar eru þegar stað- settar hér — og í Tyrklandi, annars í cngu Nató-landi í Evrópu. Og aðgerðirnar á Suðurnesjum verða brátt faldar svo fyrir Islendingum að engir þeirra, nema þjón- arnir, fylgist með hvað þar gerist. Eigum við íslendingar að bíða eftir því að þetta gerist? 186

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.