Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 42

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 42
svona: „Við erum ekki á Filae-eyju“. En Gléb glotti bara og pírði augun einsog honum væri hefnd í huga. Öllum mæðr- um frægra manna í þorpinu var illa við Gléb. Og nú var semsé þessi kandídat kominn, Sjúravljov... Þegar Gléb kom heim frá vinnu sinni í sögunarmyllunni þvoði hann sér og skipti um föt, en sleppti kvöldmatnum. Hann gekk út á veröndina til karlanna. Þeir reyktu og töluðu smástund um daginn og veginn, en forðuðust að minnast á Sjúr- avljov. Síðan leit Gléb tvisvar í átt til hússins hennar Agafíu Sjúravljovu, og á endanum spurði hann: — Eru gestir hjá Agafíu gömlu? — Heldur betur! Kandídatar! — Kandídatar? endurtók Gléb undr- andi og dró seiminn. Oho! þeir verða nú ekki veiddir með berum höndum! Karlarnir glottu og hugsuðu með sér að sumir gætu nú kannski veitt þá með ber- um höndum... Þeir gjóuðu augunum á Gléb, óþreyjufullir. — Jæja, við skulum fara og líta á þessa kandídata, sagði Gléb. Hann gekk fremstur, með hendur í vösum og einblíndi á húsið hennar Aga- fíu. Það var engu líkara en karlarnir leiddu Gléb fram. Þannig er reyndar slagsmálahundur leiddur fram þegar fréttist af kraftajötni í nágrenninu. — Á hvaða sviði eru þessir kandídat- ar? spurði Gléb á leiðinni. — Hvaða sérgrein? Það má fjandinn vita... Það er sagt þau séu kandídatar í einhverju. Bæði hann og konan... — Það eru til kandídatar í tæknivís- indum og svo eru þeir sem eru kandídatar svona almcnnt, og fást við kjaftæöi mest- an part. — Kostja var góður í reikningi, ef ég man rétt, sagði einhver þeirra scm veriö höfðu skólabræður Kostja í þorpsskólan- um. Hann fékk alltaf tíu. Gléb var aðkomumaður í þorpinu, og hafði alist upp í öðru þorpi í grenndinni. Hann þekkti því fáa þorpsbúa frá gamalli tíð. — Sjáum til, sjáum til, sagði Gléb undirfurðulegur á svip. Það er margur kandídatinn nú til dags. — Hann kom á leigubíl... — Ja, seisei, þeir verða að halda uppi standartnum, þessir menn! Það er skrifað Liverpool, en lesið Manchester. Allir höfum við svosem lesið eitt og annað! Konstantín ívanovits tók gestunum vel og sá til þess að lagt yrði á borð fyrir þá. Gestirnir biðu hógværir meðan Agafía gamla lagði á borðið. Þeir tóku fræði- manninn tali, og rifjuðu upp sameiginleg- ar bernskuminningar. — Æja, bernskan, bernskan! sagði kandídatinn angurvær. Jæja, fáið ykkur sæti, vinir. Allir settust við borðið. Enn sem kom- ið var hafði Gléb sig lítt í frammi, en auö- séð var að hann bjó sig undir stökkið. Hann jánkaði því sem sagt var um bcrnsk- una, en allan tímann mændi hann á kandí- datinn, einsog hann væri að vega hann og meta. Yfir borðum urðu samræöurnar fjör- ugri og engu var líkara en menn hefðu gleymt nærveru Glébs. En þá réðst hann til atlögu. — Á hvaða sviði starfar þú? spurði hann. — Hvar ég vinn? — Já. — Ég kenni við heimspekideildina. — Heimspekingur? — O, ekki segi ég það nú kannski... — Hcimspcki er bráðnauðsynleg. Gléb var mikið í mun að einmitt heim- 218

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.