Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 47

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 47
INNLEND BljBB ■ VÍÐSJA ■li Brauðníðingar Það mun enn í margra manna minnum, hvaða aðferð notuð var um 1950, er bandaríska hervaldið vildi koma á at- vinnuleysi á íslandi, til þess að geta kúgað verkalýðinn, stolið af honum kaupi hans. Það dugði ekki að stöðva togaraflot- ann. Nýsköpunartogararnir 30 sigldu inn hver af öðrum 1947-1949 og fólkið fagn- aði þeim. Bandaríska leppstjórnin þorði m.a.s. ekki annað en kaupa 10 togara í viðbót, til að sýnast framsækin. En hún fann upp aðra aðferð. Hún bannaði íslendingum með lögum að byggja sér hús, — nema með leyfi fjár- hagsráðs í Reykjavík. Þannig skyldi þá atvinnuleysið koma, sem hana sárvantaöi til að kúga verkalýð. — Og það tókst: íbúðabyggingum í Reykjavík t.d. fækk- aði úr 646 herbergjum 1946 niður í 251 árið 1951. — Og atvinnuleysið kom. Reykvískir byggingamenn og aðrir fóru í mótmælagöngur til Alþingis og ríkis- stjórnar. Forsætisráðherra hét Stefán Jóhann. Danir höfðu aldrei bannað Islending- um að byggja þak yfir höfuð sér, meðan þeir réðu íslandi. Núverandi ríkisstjórn leggur toll á brauð og aðrar lífsnauðsynjar alþýðu. Það hefur ekki beldur þekkst áður. En lúxusvara ytlrstéttarinnar á að lækka. Ejármálaráð- herran heitir Jón Hannibalsson. 60 ár síðan viðskipti íslands og Sovétríkjanna hófust Það gerðist 1926-27 að England sleit viðskiptum við Sovétríkin. Síldarsala var stór þáttur þeirra viðskipta. Við sósíalistarnir á Akureyri hétum nú á síldarútgerðarmenn að grípa tækifærið og koma á föstum viðskiptum með síld við Sovétríkin, því markaðsvandræði voru oft mikil með þá ágætu vöru. Deildi ég all hart á útgerðarmennina í „Verka- manninum“, en þeir þráskölluðust við. Tóku þeir að lokum það ráð að skora á mig, sem þá hafði aldrei nærri verslun komið, að fara til Fiafnar og semja við so- vésku verslunarsendisveitina þar. — Varð það úr og hef ég lýst þeirri ferð nán- ar í bókinni okkar Jóns Guðnasonar „Kraftaverk einnar kynslóðar“, (bls. 119- 125). Fór svo að mér tókst að selja 25000 tunnur síldar, — og mun sú sala hafa hindrað verðfall á síldinni. Var hún seld með víxlum til 9 mánaða og góðum vöxtum, en enginn banki þorði að kaupa víxlana, — svo var hræðslan! — en allir voru þeir greiddir á gjalddaga og fóru síð- an meiri síldarviðskipti á eftir. Þannig hófust viðskipti Islands við Sovétríkin og hafa þau oft verið íslandi ómetanleg, er vissar „vina“-þjóðir settu á okkur við- skiptabann og hugðust þannig svínbeygja okkur, — en mistókst einmitt ekki síst vegna þessara öruggu viðskipta austur á bóginn. E.O. 223

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.