Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 5

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 5
góðri stundu. Þetta er ekki endilega for- múlan fyrir því að ég skuli hafa gengið á fund bandarískra aðmírála, en þó kom mér hún í hug þegar ég var staddur í miðjum herbúðum þeirra. Á fundinum í Newport flutti ég ræðu sem hér birtist í heild. Hún ber þess merki að hún er samin í Bandaríkjunum en þar var ég um þriggja vikna skeið á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Frá þeirri samkomu mætti margt segja en það fróðlegasta var vissulega að vera vitni að svo að segja algjörri einangrun Banda- ríkjamanna í hverju málinu á fætur öðru. Ég tel ekki nokkurn vafa á því að það á að vera unnt að ná árangri fyrir okkur í utanríkismálum á næstu árum ef haldið er á málstað okkar og þar með þjóðarinnar af fullum myndugleik. Umræðan um nýtt alþjóðlegt öryggiskerfi opnar okkur möguleika sem við eigum að hagnýta okkur ásamt þeirri umræðu sem fylgt hef- ur í kjölfar leiðtogafunda stórveldanna. Þó ber að taka fram að auðvitað er frá- leitt fyrir okkur að bíða aðeins eftir niðurstöðu stórveldanna. Sjálfstæð þjóð eins og íslendingar getur og á að koma fram á alþjóðlegum vettvangi með mynd- ugum hætti. Jafnframt eiga okkar menn á alþjóðavettvangi að halda hiklaust fram skoðunum okkar um brottför hersins og úrsögn úr NATO jafnframt því sem við leggjum áherslu á samstöðu íslands með öðrum smáþjóðum andspænis stórveld- unum sem eiga í seinni tíð meira og meira sameiginlegt. Hér fer á eftir ræða sú sem ég flutti á fundinum í Newport 23. nóvember sl. „Ég velti því fyrir mér í nokkrar klukku- stundir hvort ég ætti að taka þátt í þessari samkomu á vegum sjóhersins. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það ætti ég að gera og að nota tækifærið til að greina ykkur frá sjónarmiðum mínum og flokks míns gagnvart brýnustu verkefnum okkar í utanríkismálum. Það tel ég reyndar sér- staklega mikilvægt vegna þess að ég er ekki viss um að umræðan af okkar hálfu hafi alltaf verið nægilega skýr á síðustu árum. Ég hef reyndar tekið eftir því að ýmsir sérfræðingar sem fjalla um utanrík- ismál eða öryggismál íslands telja að það hafi átt sér stað breyting á grundvallaraf- stöðu okkar á síðustu árum. Vissulega liafa átt sér stað breytingar en ekki á stefnunni í grundvallaratriðum. Þegar ég í ræðu minni segi „þið“ þá á ég að sjálfsögðu við Bandaríkjamennina sem hér eru viðstaddir, annars hefði ég flutt textann á íslensku. Ég byrja á því að spyrja þriggja lykil- spurninga: 1. Hvers vegna eru öryggismálin um- deildari á íslandi en í öðrum NATO- ríkjum? 2. Er unnt að gera ráð fyrir því að Bandaríkjastjórn muni á næstu árum hafa jafnmikla ljármuni til hernaðar- uppbyggingar og verið hefur á síð- ustu áratugum? 3. Er unnt að ná víðtækari stuðningi við öryggisstefnu Islands á komandi árum en verið hefur á síðustu áratugum? Fyrsta svar íslendingar urðu sjálfstæð þjóð 1944. Þegar Bandaríkjamenn komu strax í stríðinu og eftir stríðið var litið á veru þeirra á Islandi sem framlengingu ný- lendutímanna og þar með sem beina ögr- un við sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Bandaríkjastjórn hefur alltaf átt erfitt með að skilja þessa staðreynd en í stað þess að failast á hana hafa bandarísk stjórnvöld gcrt allt sem þau hafa getað til 181

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.