Réttur


Réttur - 01.10.1987, Page 3

Réttur - 01.10.1987, Page 3
SVAVAR GESTSSON ALÞINGISMAÐUR: Okkar stefna — ísland úr NATO herinn burt — skoðuð í Ijósi tillagna um nýtt alþjóðlegt öryggiskerfi Inngangur 15. mars 1949 var haldinn fundur í Washington þar sem voru fimm íslend- ingar og 7 Bandaríkjamenn. íslending- arnir voru Bjarni Benediktsson, utanrík- isráðherra, Eysteinn Jónsson, titlaður flugmálaráðherra í bandarískum skjölum, Emil Jónsson, viðskiptaráð- herra, Thor Thors, sendiherra og Hans G. Andersen, lögfræðilegur ráðunautur við íslensku utanríkismálaskrifstofuna. Fyrir nokkrum árum kom út ítarleg fund- argerð frá þessum fundi. Þar er margt fróðlegt að sjá. Fyrst og fremst þó það að íslensku ráðherrarnir voru hræddir við þjóðina, þeir vildu þess vegna ekki fallast á erlenda hersetu samhliða NATO-aðild- inni — ekki alveg strax. Og þeir ræddu opinskátt við Bandaríkjamennina um það hvernig væri hægt að koma íslenskum sósíalistum á kné. Ég á satt að segja erfitt með að gera mér grein fyrir því hvort hræðsla þessara íslensku stjórnmála- manna við sósíalista var raunveruleg, eða hvort þeir voru aðeins að reyna að ganga í augun á Kananum, til þess að sýna að hér á landi væri við alvarleg pólitísk vanda- Ræða fiutt í herbúðum bandaríska sjóhersins 23. nóvember 1987 179

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.