Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Page 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Page 2
varar, aS þœr eru orSnar varnarlausar gegn þessum smíSisgripum sínum. Afrek snillinganna, vopnin, sem nota átti í herför mannkynsins gcgn náttúruöflunum, eru skyndilega orSin morS- tœki manns gegn manni. í staS þess aS gera jörSina undirgefna og búa sjálfum sér friS og öryggi, verSur maSurinn fyrir þeim römmu gjörningum, aS vopinu er snúiS viS í hendi hans, svo aS oddurinn veit aS hans eigin brjósti. ViS Islendingar höfum lifaS á friSsamri eyju, þar sem bardagar og vígaferli hafa ekki þekkzt í mörg hundruS ár. Fram aS síSustu tímum vorum viS aSeins fjarlœgir áhorfendur þeirra stórtíSinda, sem réSu órlögum þjóSa. Ókynni og einangrun voru lóngum verndarvœttir okkar. En á síSustu árum höfum viS dregizt inn í hringiSuna, ákaft og ómótstœSilega. Fyrir ströndum landsins bergmáluSu skotdrunur og vígroSa sló á fjöllin. AfhroS höfum viS goldiS, misst skipa- kost og fjölda mannslífa. Og þótt okliur hafi veriS hlíft viS aS súpa þann bikarinn, sem beiskastur er, aS landiS sjálft yrSi orustuvöllur, sjáum viS þess öll tnerki, aS hin íslenzka einangrun er horfin fyrir fullt og allt. ViS verSum aS gœta þess vel hvar viS stöndum, og fylgjast gaumgœfi- lega meS því sem gerist úti um heim. Sem lifandi og hugsandi verur, verSum viS aS vega og meta stefnurnar, og taka síSan afstöSu til mála aS vandlega athuguSu ráSi. ViS erum smáir, Islendingar, og höfum ekki aSstöSu til aS láta mikiS aS okkur kveSa á vettvangi alþjóSamála. En þegar samningar hefjast nú ])jóSa á milli um fjölmörg mál, er einnig snerta afkomu okkar og öryggi í framtíSinni, ber okkur aS standa vel á verSi. I trausti þess aS lýSrœSisþjóSir þœr, setn mestu ráSa nú um heimsmálin, virSi röksemdir og heilbrigS sjónarmiS, eigum viS aS koma hugSarmálum okkar á framfœri. Um margt þarf aS semja. Eigi vel aS fara, verSa þjótSir heims aS leysa fjölmörg vandamál sameiginlega. Framarlega í flokki er skipulag heimsframleiSslunnar. Þegar umrœSur hefjast utn þaS mál, vcrSutn viS Islendingar aS halda skörulega á rétti oklcar sem fiskveiSiþjóSar. Nú þegar þurfutn viS aS undirbúa sókn í því efni, og afla þeirra gagna er aS liSi geta komiS. ÞaS er ekki víst aS þess verSi langt aS bíSa, aS haldnar verSi heimsráSstefnur, er fjalla um alþjóSleg skipulagsmál. Verum viS því búnir, Islendingar, aS standa fast á rétti okkar. En búum oltkur eintiig undir hitt, aS leggja okkar litla skerf af mörkum til þess aS hin sameigin- legu vandamál alls mannkyns verSi leysl meS viturlegum hœtti. G. G. 198 VlKlNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.