Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1945, Page 29
Islenzkur fundurspillír Síðastliðinn vetur strandaði erlendur tund- urspillir við Viðey. Veður var hið versta og fórst nokkur hluti áhafnar. f sumar keyptu þrír íslendingar skipið, þar sem það lá á strand- staðnum. Kaupendur voru Ársæll Jónsson, kaf- ari, Páll Einarsson, vélstjóri og Guðfinnur Þor- björnsson, forstjóri. Hófu þeir brátt undirbún- ing til að ná út skipinu og tókst það giftusam- lega. Náðist tundurspillirinn á flot seint í á- gústmánuði, lítið skemmdur. Tundurspillir þessi, sem „Skeena“ heitir, er 1337 smál. að stærð. Hann er búinn ákaflega kraftmiklum vélum. Aðalvélin með hjálparvél- um er 32 þúsund hestöfl. Er það stærsta véla- samstæða sem til er í íslenzkri eigu, nokkru stærri en vélasamstæða Ljósafossstöðvarinnar. Ganghraði skipsins fyrir strandið var 32 mílur á klst. Skipið er smíðað í skipasmíðastöð Thor- nycroft í Englandi. Aðalvélárnar eru túrbínu- vélar frá Parsons. Ársæll Jónsson, kafari, einn af eigendum skipsins, lagði á ráðin um björgunina. Nú nnnað sinn er sál mín liarmi slegin og sáriff ýfist þaff, sem hér ci grær. — En vissa’ er lielg aff vaxa Mnum megin þau vonablóm, er dauðirm frá oss slœr. IIví mögla ég? Er guð mér þá ei góffur, sem gaf mér allt, sem kosiff verffur bezt: Svo tryggan vin, er harmar meff mér, hljóður en hugarraun og tár sín dylur mest. Og börnin kœr, sem ennþá efiir lifa og allt sem gera fyrir pabba og mig. — Þótt finni harm og trega brjóstið bifa, þau bugast ei — en treysta, guð, á þig. Æ, fyrirgef, ef beiskja í orð er borin, er börnin tvö þeim vota svcipast lijúp. — Mér finnast, stundum, eitthvað örffug sporin. - Og enginn kannar móffurhjartans djúp. Viff kveðjum þig nú öll í ást og trega og einlceg saknaðstárin falla’ um kinn. Þig felum guffi œ og eilíflega; — þér ástar-þökk ég sendi í himininn. Sig. Fr. Einarsson. VlKlNGVR 225

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.