Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Side 22
Kjaraviðræður farmanna Hafa gengið afar hægt Kjarasamningur yfirmanna á kaupskipum og varðskipum var laus um síðustu áramót, líkt og kjarasamningar flestra annarra laun- þega. Afar hægt hefur gengið í kjaraviðræð- um milli aðila, þrátt fyrir að samninganefnd Farmanna- og fiskimannasambands íslands hafi nú í byrjun mars, fúndað með fulltrúum kaupskipaútgerðanna í sex skipti, og í jafn mörg skipti hafa viðræður farið fram með samninganefnd ríkisins, vegna endurnýjun kjarasamninga yfirmanna á varðskipum. Megin krafa yfirmanna er veruleg hækkun kauptaxta. Kröfum sínum til stuðnings, hafa samtök yfirmanna á kaupskipum og varð- skipum, vísað til nýlegra launakannanna sem fulltrúi Farmanna- og fiskimannasambands íslands, og fulltrúar vinnuveitenda, hafa staðið að. I töflunni eru sýnd mánaðarlaun á hverja stöðu farmanns árin 1984, 1988 og 1994. Það sem vekur athygli í þessari könn- un er að laun undirmanna hafa hækkað mun meira en laun yfirmanna á umræddu tíma- bili. Til dæmis hækkuðu laun háseta um 79% á meðan laun skipstjóra hækkuðu ekki nema um 34% á tímabilinu 1988 — 1994. En það skal tekið skýrt fram að þessi hækkun launa undirmanna, eiga þeir sannarlega skil- Benedikt Valsson skrifar um kjaramál farmanna ið og verður þeim ekki um kennt að yfir- menn hafi ekki fengið álíka launahækkanir á undanförnum árum. Hins vegar er það alvar- legur hlutur þegar kauptaxtar undirmanna hækka hlutfallslega tvöfallt meira en kaup- taxtar yfirmanna á aðeins 6 ára tímabili. I þessu ljósi spyrja menn eðlilega hvers vegna að leggja á sig sérhæft framhaldsskólanám með tilheyrandi tekjumissi? Svo virðist vera að mikið skilningsleysi ríki hjá kaupskipaútgerðum gagnvart kjörum og atvinnu yfirmanna kaupskipa. Þetta skiln- ingsleysi birtist helst í óbilgirni gagnvart launakröfum og mönnun kaupskipa í þeirra rekstri með erlendum áhöfnum. Hvort tveggja leiðir af sér minnkandi áhuga ungra manna til að Ieggja fýrir sig skipstjórnar- menntun enda er svo komið að farmanna- deild (III. stig) Stýrimannaskólans í Reykja- vík er ekki starfrækt í vetur sökum fárra umsækjenda. Ef heldur áfram sem horfir á sömu braut, og útgerðarmenn sitja við sama heygarðshornið, gæti svo farið að íslensk far- mannastétt heyrði sögunni til. Abyrgð af slíku hugsanlegu áfalli skrifast alfarið á kaup- skipaútgerðina í landinu. ■ Launaþróun farmanna Meðalmánaðarlaun á hverja stöðu farmanns 1984, 1988 og 1994. (Svigatölur sýna stærð úrtaks) Breyting í prósentum 1984 1988 1994 ‘84-’94 ‘88-’94 Skipstjóri 78.984 (19) 243.920 (16) 327.281 (12) 314 34 Yfirstýrimaður 71.214 (19) 220.064 (16) 306.715 (12) 331 39 II. stýrimaður 55.726 (17) 185.099 (13) 257.996 (11) 363 39 Yfirvélstjóri 73.146 (19) 224.064 (16) 312.392 (11) 327 39 1. vélstjóri 66.455 (19) 204.304 (16) 280.710 (12) 322 37 II. vélstjóri 55.701 (16) 178.866 0) 247.210 (7) 344 38 Bryti 48.670 (6) 156.647 (3) 208.053 (10) 327 33 Matsveinn 53.664 (14) 151.024 (13) 233.510 (2) 335 55 Bátsmaður 50.388 (19) 150.633 (16) 237.745 (12) 372 58 Háseti 41.092 (19) 121.148 (16) 217.039 (12) 428 79 Aðstoðarmaður í vél 38.055 (16) 119.173 (9) 185.485 (6) 387 56 Vegið meðaltal*) 59.135 183.339 262.608 344 43 'M.v. samsetninau úrtaks 1994 22 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.