Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Síða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Síða 30
Felagsdómur Tonn á móti tonni stenst ekki samninga Útgerðin dæmd í málinu „Verður skipverja ekki gert að taka þátt í kostnaði af þeinum eða óþeinum viðskiptum sem jafna má til kaupa á aflamarki nema kveðið sé á um það í lögum eða kjarasamningum.“ Félagsdómur hefur staðfest þá skoðun sjómanna að svokölluð tonn á móti tonni viðskipti standist ekki kjarasamning sjómanna. Farmanna- og fiskimannasamband fslands, vegna Skipstjóra- og stýrimannafélags Norð- iendinga stefndi Landssambandi íslen- skra útvegsmanna fyrir hönd Utvegs- mannafélags Norðurlands vegna Sæbergs í Ólafsfirði. Félagsdómur kvað upp dóm í málinu 5. mars og var niðurstaðan ótvíræð. Fjórir dómarar af fimm komust að þeirri niðurstöðu að viðskiptin standist ekki, einn dómari var á annarri skoðun og skilaði sératkvæði. Tekist var á um grein 1.03 í kjarasamningi, en greinir hljóðar svo: „ Yfirmönnum skal tryggt hœsta gangverð alls sem aflað er og aldrei lagra en útgerðarmaður fier jyrir sinn hlut. Þeir taka ekki þátt í útgerð- arkostnaði. 1. Almennt. Utgerðarmaður hefur með höndum sölu aflans og hefúr tilþess umboð áhafhar aðþvi er aflahlut hennar varðar. Hann skal tiyggja skipverjum hœsta gangverð fyrir fiskitin, þó aldrei lagra en útgerðarmaður fier, þar með talin hrogn, lifur og bein. Ekki er heimilt að draga flá heildarverðmœti afla kostnað vegna kaupa á veiðiheimildum... “ Rök sjómannanna Sjómenn stefndu vegna brota á þessari grein samningsins. í málavöxtum Farmanna- og fiskimannasambandsins segir orðrétt: „Af hálfu stefnanda er því haldið fram að fyrirtæk- ið Sæberg hf. hafi kosið að túlka ofangreind ákvæði kjarasamnings aðila á þann veg að til skipta komi aðeins sá hluti af verðmæti afla sem greiddur er með peningum. Þannig byggi stefndi á því að þrátt fyrir að kaupandi afla greiði fyrir hann bæði með peningum og kvóta þá skuli aðeins gert upp gagnvart skipverjum miðað við peningagreiðslur sem inntar eru af hendi í viðskiptum útgerðar og fiskkaupanda. í þessum viðskiptum sem gjar- nan hafi verið nefnd „tonn á móti tonni“ fái útgerðarmaður raunverulega tvenns konar greiðslu fyrir landaðan afla. Annars vegar fái útgerðin peningagreiðslur miðað við magn og hins vegar fái hún kvóta í formi aflamarks þeirrar fisktegundar sem viðskiptin varða. Stefnandi og önnur heildarsamtök sjómanna hafi ítrekað mótmælt þessum uppgjörshát- tum bæði gagnvart einstökum fyrirtækjum eins og Sæbergi hf. og við stefnda sem fulltrúa útgerðarmanna.“ Rök útgerðarinnar í rökum útgerðarmanna segir meðal ann- ars: „Stefndi telur að krafa stefnanda um að fá greiðslur bæði fyrir landaðan afla og að auki söluverð kvótans og skipta andvirði veiði- heimilda fiskkaupandans eftir að búið er að veiða þær einnig upp til hlutaskipta fái ekki staðist. Enginn geti bæði veitt fisk og selt aflann og að því loknu selt síðan veiddan kvóta sem annar aðili á eða látið meta hann til verðs og bætt andvirði kvótasölunnar við söluverð aflans og fengið þannig nær tvöfal- dar greiðslur fyrir og kallað það heildarverð- mæti afla.“ Síðar segir í málarökum útgerðar: „Kjarni málsins sé sá að veiðiheimildir fiskkaupands, sem hann á og leggur til og lætur veiða fyrir sig, séu ekki greiðs- lur fyrir landaðan afla, eins og stefnan- di heldur fram. Leggi fiskkaupandi til veiðiheimildir hafi það áhrif á það fiskverð sem fiskkaupandinn er tilbúinn að greiða fyrir landaðan afla. Lægstu verðin hafi gjarnan verið í þeim tilvikum þar sem skip er alveg kvóta- Iaust og fiskkaupandinn leggur skipi til allan kvótann. Samkvæmt kenningum sjómannaforystunnar, ef réttar væru, ætti áhöfnin í slíkum tilfellum að fá skipt úr andvirði kvóta fiskkaupands að auki, þar sem það væri hluti af greiðslu fyrir aflann, sem útgerðarmaðurinn stingi í eigin vasa og undan skiptum. Sé verðið til þeirra kvótalausu skipa, sem veiða alfarið af kvóta fiskkaupandans t.d. kr. 90 og kvótaverð á kvótamarkaði kr. 80 væri verðið kr. 170 pr. kg., hjá kvótalausum skipum, þ.e. mun hærra en þegar veitt er af eigin kvóta. Slíkt fái að sjálfsögðu engan veginn staðist.“ Niðurstaða Félagsdóms I niðurstöðum Félagsdóms segir meðal annars: „/ málinu liggur fyrir að stefhdi, Steberg hf, fékk greitt fyrir afla með peninga- greiðslum og auk þess aflamark frá fiskkaup- andanum. Var um svonefhd tonn á móti tonni viðskipti að rœða. Við uppgjör á aflahlut var miðað við greiðslur í peningum en verðmœti móttekins aflamarks ekki reiknað með. " Síðar segir: „Fram hefur komið í málinu að nefnd tonn á móti tonni viðskipti leiði almennt til lægra fiskverðs. Stefndi heldur því fram að fiskkaupandinn útvegi bæði útgerð skips og áhöfn viðbótarveiðiheimildir til þess að hægt sé að halda skipi lengur til veiða. Á móti sé fiskkaupandinn ekki reiðu- búinn til að greiða jafnhátt verð fyrir aflann, sem hann kaupir eins og hann mundi gera, ef veitt væri alfarið af eigin kvóta skips. Þær 30 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.