Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Síða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Síða 31
veiðiheimildir sem fiskkaupandinn leggi til séu verðmæti sem hann eigi og vilji þar að leiðandi fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þetta komi fram í lægra verði, sem hann sé tilbúinn til að greiða fyrir aflann. Teiur stefndi að málið snúist ekki um kvótakaup heldur alfar- ið forsendur fyrir ákvörðun fiskverðs sem sé frjálst. Fram komi í málflutningi, að stun- dum komi tvö tonn frá fiskkaupanda á móti hverju tonni sem útgerðarmaður selur honum og dæmi séu um þrjú tonn á móti hverju einu tonni. Hafi það að sama skapi áhrif til lækkunar á verði og lægst sé verðið gjarnan þegar fiskkaupandi leggur skipi til allan kvótann." Félagsdómur vitnar í genginn Hæstaréttar- dóm, um að útgerðarmaður ráði hvert og hvernig skipi hans sé haldið til veiða og hann eigi að bera kostnað og áhættu af útgerðinni og að kostnaður vegna úthalds skipsins og löndun afla ekki lagður á skipverja, umfram það sem kveðið er á um í kjarasamningum. Síðar segir í dómi Félagsdóms: „Ljóst er að í viðskiptum stefnda og viðkomandi fisk- kaupanda hefur stefndi fengið í sinn hlut verðmæti í formi aflamarks auk beinnar pen- ingagreiðslu fyrir afla. Þetta aflamark flutti stefndi yfir á skip sitt með tilkynningu til Fiskistofu og var þar með opinberlega skráð- ur rétthafi aflamarksins.'1 „Verður að telja að réttaráhrifum þessara viðskipta megi öldung- is jafna við bein kaup á aflamarki eins og tilfellið var í umræddum dómi Hæstaréttar. Verður skipverja ekki gert að taka þátt í kostnaði af beinum eða óbeinum viðskiptum sem jafna má til kaupa á aflamarki nema kveðið sé á um það í lögum eða kjara- samningum. Grein 1.03 í kjarasamningi aðila skuld- bindur útgerðarmann sem fyrr segir til að tryggja yfirmanni hæsta gangverð. Viðskipta- aðferð stefnda og fiskkaupanda hans felur það í sér að heildarverðmæti afla sem stefndi miðaði uppgjör til hlutaskipta við er lægra en ella og kemur því minna til skipta. Með hliðsjón af öllu framansögðu er það niðurstaða dómsins að aðferð stefnda í viðskiptum við fiskkaupandann og eftir- farandi uppgjör aflahluts yfirmanna brjóti í bága við nefnd ákvæði greinar 1.03 í kjara- samningi aðila sem skyldar stefnda til að tryggja yfirmönnum hæsta gangverð og legg- ur bann við því að þeir taki þátt í útgerðar- kostnaði vegna kaupa á veiðiheimildum." Útgerðinni var og gert að greiða allan málskostnað. ■ Vélstjórafélagið vildi hluta af eignum FFSÍ: Eyddi milljónu í málafe Hæstiréttur hefur dæmt í máli sem Vél- stjórafélagið höfðaði gegn Farmanna- og fiski- mannasambandinu. Vélstjórafélagið krafðist rúmlega sex milljóna, auk vaxta, og til vara þrettán hundruð þúsund króna, auk vaxta. Málið var höfðað, þar sem vélstjórar, töldu sig eiga hluta af þeim eignurn sem Farmanna- og fiskimannasambandið, átti þegar Vélstjórafélag- ið, undir formennsku Helga Laxdal, gekk úr FFSÍ, í ágúst 1991. Vélstjórafélagið gerðu kröfu um að nettóeign FFSÍ yrði reiknuð út ffá fjölda félagsmanna, eins og hann var þegar Vélstjóra- félagið gekk úr FFSÍ. í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Afrýjandi er félag vélstjóra og vélfræðinga á íslandi. Til- gangur félagsins er að gæta hagsmuna stéttar- innar, semja um kaup hennar og kjör og vera málsvari hennar á opinberum vettvangi. Stefni er hins vegar landssamband sér- menntaðra farmanna og fiskimanna á íslandi og voru aðildarfélög þess 15 þegar áfrýjandi sagði sig úr samtökunum. Var áfrýjandi lang- fjölmennasta aðildarfélagið, enda landsfélag. Tilgangur sambandsins er sá m.a. að vinna að bættum kjörum, atvinnuskilyrðum, menntun farmanna og fiskimanna og auka öryggi sjófar- enda almennt. Samkvæmt 4. gr. laga sam- bandsins á sérhvert íslenskt farmanna- og fiski- mannafélag yfirmanna á skipum rétt til þess að ganga í það með þeim skilyrðum og taltmörk- unum sem lögin ákveða. Ekki verður séð að lögin geri auk formreglna aðrar takmarkanir á aðild þessara félaga en að þau telji eigi færri en 15 fullgilda félagsmenn, starfi á sama grund- velli og viðurkenni reglur og starfshætti sam- bandsins. Sambandsþing á þó endanlegan úr- skurð um aðildarumsókn samkvæmt lögun- um. Engin ákvæði eru að félag þurfi að leggja með sér fjármuni við inngöngu. Við úrsögn skal félag vera skuidlaust við sambandið samkvæmt 8. gr, laganna. Hafá lögin ekki að geyma annað efnisákvæði um úr- sögn. Hins vegar er þar lýst hvernig úrsögn skal bera að og hvernig skuli staðið að henni. í 9. gr. laganna er boðið að félag, sem sagt hefur sig úr Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands, stefndi Farmanna- og fiskimanna- sambandinu og freistaði þess að ná til síns félagMTÍut^aHsicjnumJoess. sambandinu, geti sótt um inngöngu á ný á næsta sambandsþingi eða síðar.“ ,Af því sem hér hefur verið rakið verður ekki annað ráðið en að stefndi sé venjulegt samband stéttarfélaga og rekstur þess með hefðbundnu sniði slíkra sambanda. Um starfsemi þeirra nýtur ekki settra laga frá Alþingi og fer því um hana að samþykktum (Iögum) þeirra og þeim ólögfestu grunnreglum sem gilda um almenn félög sem ekki hafa bein fjárhagsleg markmið með rekstri sínum. Þegar slíkt félag leggur ekki með sér fjármuni við inngöngu eru almennt ekki líkur fyrir því að það taki með sér fé við út- göngu.“ í lok dómsins segir: „Sambandið heldur ekki sérstaka sjóði vegna starfsemi sinnar, heldur aðeins almennan félagssjóð. Akvæði samþykkt- anna um fjármál þess gefa ekki til kynna, að stefnt skuli að eignamyndun, heldur sýnist áherslan vera á því, að félagið njóti tekna til að standa undir nauðsynlegum kostnaði á ári hverju. Eignir sambandsins, sem fyrir hendi voru við úrsögn áfrýjanda, hafa myndast áþekkt því sem algengast er í stéttarfélögum, og virðast jafnframt ekki vera aðrar en þær, sem tengja megi við venjulegt starf að almennum tilgangi sambandsins. Hefur áfrýjandi ekkr sannað, að þær hafi orðið til með þeim hætti, að á megi byggja sérstakt tilkall til þeirra af hans hálfu. Áfrýjandi hefur þannig ekki sýnt fram á, að venjuleg eignaréttarleg sameign hafi mynd- ast með aðildarfélögunum." Auk þess að hafa tapað málinu var Vélstjóra- félaginu gert að greiða allan málskostnað. ■ SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.