Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Side 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Side 44
Sonur Binna í Gröf að gefast upp á útgerð í öllu kvótabraskinu Orðið ógeðslegt að koma nálægt útgerð - segir Priðrik Benónýsson á Gullborginni „Ég geri út hálft árið og er ekki í neinu braski. En það er enginn rekstr- argrundvöllur lengur fyrir bátinn og ég er mikið að pæla í að fara að hætta þessu. Það er enginn bátur lengur með neinn kvóta sem skapar rekstrargrund- völl. Þetta snýst allt um eitthvert djöfulsins brask. Þessir braskarar stóreyðileggja fyrir okk- ur, þessum ösnum sem stunda heiðarleg við- skipti,“ sagði Friðrik Benónýsson, skipstjóri á Gullborginni VE 38, í spjaili við blaðið. Friðrik er sonur hins kunna aflamanns Binna í Gröf, en nú er öldin önnur en þegar Binni gat róið og veitt eins og honum sýndist. „Ég fer með allan minn fisk á markað og hef gert það undanfarin tvö ár. En ég veit ekki hvort það breytti nokkru að allur fiskur færi á markað. Þeir hafa alltaf einhverjar smugur til að fara í kringum þetta, þessir snillingar. Það er alvegt rosalegt brask á sumum mönnum í þessu kvótakerfi. Maður sér annars vegar kvótann á bátunum og síðan hvað þeir afla. Bátur sem er kannski með 150 til 200 tonn af þorski er með upp í tvö þúsund tonna afla yfir árið! Það er búið að vera svo mikið ströggl í kringum þennan kvóta að það er með ólíkindum. Það er sama hvar maður kemur. Ég var í Reykjavík snemma í janúar og álpaðist inn í Bónus. Það voru þrír kallar fyrir framan mig í röðinni og hvað heldurðu að þeir hafi verið að tala um? Þeir voru að tala um kvóta! Þessu átti ég ekki von á, að minnsta kosti ekki í Bónus.“ Þér líst sem sagt ekki á ástandið? „Nú á allt að miðast við þennan uppsjávar- fisk, síld og loðnu. Nú er það æði uppi að fjárfesta í því. Þetta hefur alltaf verið svona gegnum tiðina. Einu sinni var fjárfest í skreið og það hrundi allt. Síðan í refarækt og laxeldi eins og allir muna. Svo hrynur loðnustofninn og hvað gerist þá? Það er orðið alveg ógeðslegt að koma nálægt útgerð. Maður opnar ekki blað eða kveikir á útvarpi án þess að þar sé einhver ádeila á kvótakerfið. Það er orðið voðalega leiðinlegt að koma nálægt þessu. Það er enginn bátur á íslandi með rek- strarkvóta á þorsk og ýsu. Þetta er orðinn svo lítill kvóti, enda búið að taka allt af okkur.“ Hvað ertþú með mikinn kvóta? „Guilborgin er hundrað tonna bátur og ég var með hátt í þrjú hundruð tonn af þorski og ef ég hefði ekki keypt kvóta á sínum tíma væri ég kominn niður í sjötíu tonn. En nú er ég með hundrað og áttatíu tonn. Keypti kvóta til að reyna að hanga á þessu. Kvótinn hefur hækkað svo mikið í verði að það reddar málunum. Annars væri öll útgerð á hausnum. Ef hringlið í kvótakerfinu væri stoppað færi allt bankakerfið í landinu á hausinn. Ef það á að taka kvótann af útgerð- armönnum hvað eiga þeir þá að gera? Ég held að það geti ekkert komið í staðinn fyrir kvótakerf- ið.“ En þarf að breyta þessu kvótakerfii „Ég vildi hafa þetta þannig, að hver bátur fiskaði sinn kvóta. Þegar menn geta ekki drullast til að fiska sinn kvóta á hann að renna til Fiskistofu. Síðan á Fiski- stofa að leigja kvóta á vægu verði til þeirra sem vantar kvóta. Þá væri hægt að kalla það auðlindaskatt. Það er alveg hrikalegt að menn skuli geta leigt út allan sinn kvóta og farið svo á rækju einhvers staðar á Flæmingja- grunni. Mér skilst að menn geri þetta. Svona er braskið alveg rosalegt á sumum og ég skil ekki hvernig þeir nenna að standa í þessu. Þetta er hvergi eins mikið og suður með sjó. Þeir leigja svo mikinn kvóta og veiða. Það eru einstaka bátar líka í þessu hér í Eyjum. Það virðist engu skipta fyrir þessa menn hvort þorskkvótinn er 150 þúsund tonn eða 300 þúsund tonn. Þeir geta gert bátana út á fullu allt árið. Það er til dæmis bátur hér á netum með minni þorskkvóta en ég hef. Hann er gerður út á fullu allt árið og það er 150 tonna bátur. Þeir eru að leigja kvóta og fiska fyrir aðra. Ég hef lítið gert af slíku, enda nógir aðrir til að taka þátt í vitleysunni,“ sagði Friðrik Benónýsson. ■ 44 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.