Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Qupperneq 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Qupperneq 48
i Sjómenn á frystitogurum þurfa að dvelja langdvölum að heiman, miklum mun lengur en þekkist á ísfisktogu- runum. Meðallengd túra er fjórar til sex vikur og þegar farið er í Smuguna standa veiðiferðir í átta til tíu vikur. Mikið hefur verið fjallað um þessa löngu útiveru og hugsanleg áhrif henn- ar á sjómenn og fjölskyldur þeirra. Sálfræðingar, þingmenn, sjómenn, eiginkonur þeirra og læknar tala gegn þessum löngu veiðiferðum. Á móti hefur heyrst í þeim eldri, bæði sjómön- num og sjómannskonum, að umkvart- anir vegna Smuguferða séu bara væll. Svona sé þetta unga fólk, þoli engan mótbyr en það hafi nú ekki verið til siðs að kvarta þegar togarar voru sendir á saltfiskerí í allt að þrjá mánuði. Þeir eru ekki margir lifandi af þeim togaraköllum sem upplifðu saltfisktúra við Grænland og norður í Barentshaf. Einn þeirra er Gunnar H. Eiríksson sem fæddur er 1923. Hann er feddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og stundaði sjóinn frá Reykjavík. Faðir hans var tog- arasjómaður en Gunnar réð sig fyrst á báta frá Reykjavík þegar hann var á átjánda ári. Gunnar er kvæntur Gíslínu Einarsdóttur frá Reykjavík. Þau eign- uðust níu börn og komust átta þeirra til fúllorðinsára. Gunnar hætti til sjós þegar hann 66 ára og hafði þá verið sjómaður í tæp fimmtíu ár, mest á togurum. Tvítugur réð Gunnar sig á togarann Tryggva gamla en þar var skipstjóri Snæ- björn Ólafsson. í þá daga voru fiskimenn- irnir á föstum launum og þeirra eini hlutur var lifrin, kallaður „lifrarhlutur“. Öll lifur var hirt og hún seld og ágóðanum skipt. Hins vegar var skipt um áhöfn fyrir siglingarnar og þeir sem sigldu fengu ákveðinn hlut af söluverði. Saltlausir og vatnslausir Veiðar í salt voru af öðrum toga. Þá var allur afli verkaður um borð og hann síðan seldur. Saltfisktúrarnir gátu staðið í þrjá mánuði, allt eftir því hve vel gekk að fylla lestarnar. „Ég undra mig oft á orðum Norðmanna þegar þeir segja að íslendingar hafi engan rétt og veiðireynslu í Smugunni og víðar. Ég man enn túrinn sem við fórum norður í Barentshaf á togaranum Skúla Magnússyni árið 1952. Þar vorum við í 35 daga á veiðum og verkuðum allt í salt. Verst þykir mér að enginn skuli mótmæla fullyrðingum Norð- Pabbinn: „Ég man enn túrinn sem við fórum norður í Barentshaf á togaranum Skúla Magnússyni árið 1952. Þar vorum við í 35 daga á veiðum og verkuðum allt í salt. Verst þykir mér að enginn skuli mótmæla fullyrðingum Norðmanna með því að vísa í saltfisktúrana okkar.“ Fjörutíu kallar um borð Aðbúnaður er líka annar í dag en var þá. Gunnar segir að ekki hafi verið illa búið að áhöfninni um borð í Skúla Magnússyni. Hann var einn af svokölluðum Nýsköpunartog- urum sem komu fyrst til landsins árið 1947. Árið 1952 var Skúli því tiltölulega nýtt skip. Fjöldi í áhöfn saltfiskskipa gat verið allt að 40 kallar. „Á sumum skipum var hreinlega ekki pláss fyrir allan þennan fjölda og því þurftu tveir að deila saman koju. Á Skúla var hver með sína koju í fjögurra dl sex manna klefum. Fyrir kom að skipstjórinn þyrfti að hýsa tvo til þrjá kalla í sínum klefa,“ segir Gunnar. „Það þykir sjálfsagt að fara í sturtu daglega um borð í skipum í dag en það var ekki mögulegt um borð í þessum gömlu skipum. í þeim voru gufuvélar sem þurftu vatn til að ganga. Það var því undir vél- stjóranum komið hvenær mannska- purinn fékk að fara í bað. Það var venjulega einu sinni í viku en sjaldn- ar ef vatn var af skornum skammti. Hins vegar voru sturtur með hreinum sjó sem hitaður var upp og það var betra en ekkert.“ manna með því að vísa í saltfisktúrana okkar,“ segir Gunnar. Þegar veiðum lauk var áhöfnin á Skúla orðin saltlaus, vatnslaus og nær matarlaus. Haldið var til Hammerfest í Norður-Noregi og þar teknar vistir og vatn. Síðan siglt innan skerja suður til Esbjerg þar sem 330 tonnum var landað. Þegar heim var komið hafði túrinn staðið í tvo mánuði sam- fleytt. Áhöfnin á Skúla fékk frí í fjóra daga áður en aftur var haldið á veiðar og þá á salt- fiskerí við Grænland. Sá túr stóð í sex eða sjö vikur, eftir minni Gunnars. „Þá var nú útséð um sumarfríið það árið,“ segir hann og dæsir. Þegar talað er um saltfisktúrana í gamla daga hafa margir dregið þá ályktun að toga- rar hafi stundað þá árið um kring. Hið rétta er að aðeins voru farnir einn, tveir eða þrír slíkir á ári. Og ekki allir stóðu yfir í þrjá mánuði, það heyrði til undantekninga. í þessu liggur líka munurinn á samanburði við frystitogarana, sem eru í löngu úthaldi allt árið um kring. Nægur afli í gamla daga En aðbúnaður er ekki bara bað og koja. Aðbúnaður er líka félagslegur og þar segir Gunnar að sé munur. Einn af sjö sonum Gunnars og Gíslínu er háseti á fiysdtogaranum Frera frá Reykjavík. „Ég hef nú mesta viskuna um togara- mennsku nútímans frá Sveini syni mínum. Að mínu mati liggur munurinn á félagslegu hliðinni í fiskeríinu sjálfu. Það var alltaf nægur afli í gamla daga. Miðað við það sem ég hef heyrt held ég það sé ægilegt að bíða sólarhringum'saman eftir að fiskurinn láti sjá sig,“ segir Gunnar og ferist í aukana í út- skýringum sínum. „Sjáðu til. Maður sem fer túr í Smuguna í dag hefur gert einhverjar áætlanir. Hann er að byggja eða kaupa húsnæði fyrir sig og sína fjölskyldu. Smuguveiðin á að bjarga afborg- unum en svo bregst veiðin. Það er ákaflega auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig mön- num líður við þessar aðstæður. Veiðar sem allt byggðist á bregðast. Þetta gerðist aldrei hjá okkur. Túrar voru misgóðir en veiðarnar brugðust aldrei." 48 Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.