Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Side 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Side 54
Fjöldi sjómanna hefur farist vegna ónógs stöðugleika, samkvæmt skýrslum sem komið hafa út. Rætt er um að gera bragabót, en hún á að taka fimm ár. Mörgum þykir það alltof langur tími og vilja sjá aðgerðir mun fyrr. Hér er dauðans alvara á ferð. Það er frár að hafa sjómenn sem tilrau „Ég lít svo á að við séum ekki að horfa fyrstu skýrsluna sem gefin hefur verið út um ástand skipastólsins. 1987 var gefin úr skýrsla sem lýsti vel átandi flotans á árunum 1971 til 1987. Þar kemur meðal annars fram að 114 manns hafi farist á skipum, sem talið var að hafi farist vegna ónógs stöðugleika," sagði Kristján Pálsson alþingismaður, en hann hefur rætt á Alþingi um stöðugleika íslenskra fiskiskipa. Skýrslan lýsir döpru ástandi „Það kemur á óvart að síðar skuii birtast skýrsla sem Iýsir jafn döpru ástandi og sú sem nú er til umræðu. Reyndar erum við nú að ræða bráðabirgðaúttekt á hluta flotans. Það eru 728 skip tekin út til prufu, mældir tveir stöðugleika punktar af sex til átta. Öll skip íslenska flotans er um 2.500. Ef skýrslan er tekin bókstaflega, má gefa sér að 22 prósent alls flotans ekki með hreint haffærisskírteini. Þá erum við ekkt að tala um þau skip sem hafa engin gögn, skip sem hafa ekki mæl- gögn, ekki stöðugleikagögn eða úttekt á öryggiskröfum ogjafnvel ekki teikningar sem hægt er að nota til að mæla skip. Það er tals- verður fjöldi skipa sem þannig er ástatt um. Ef miðað er við þessa skýrslu þá eru það um 16 prósent skipa sem samkvæmt þessari bráðabirgðaúttekt, sem ekki hafa gögn til að hægt sé að mæla stöðugleika þeir- VlLJA GEFA MÁLINU FIMM ÁR „Þingmenn almennt tóku vel undir þær áhyggjur sem ég hef af þessu máli. Það var tekið kröftulega undir málið, en það voru ekki allir sammála um hversu hratt á að fara. Samkvæmt tillögum Siglingastofnunar fs- lands, er eðlilegt að gefa þessu fimm ár. Þar til ástandið yrði komið í viðunandi horf. 1988, þegar fsfirðingar voru að missa báta sína niður, hvern á eftir öðrum, í ísafjarðar- djúpi, var málið kannað. f Ijós kom að einn af fjörutíu og fjórum bátum, var aðeins einn í lagi. Þetta var meginástæðan fyrir þessum skipstöpum og drukknunum sjómanna. Skipunum hreinlega hvolfdi og jafnvel í blíð- skapar veðri. Það var tekið á því máli samkvæmt sérstakri áætlun og síðan hefur ekki skip farist af þessum orsökum í Djúp- inu. Aætlað var að halda áfram með þetta átak um allt land, en þá allt í einu skorti fé. Reynslan er sú að þegar á að gera áætlanir til lengri tíma dregur úr áhuganum, fjármu- nirnir hverfa og menn sitja uppi með verk- efni sem hefúr enga orku. Það þarf peninga til að reikna út og setja skip sem ekki hafa gögn. Þegar þetta átak var gert, borgðai ríkið 50 þúsund á hvert skip, til að verkið færi af stað. Það þyrfti svipað núna, til að knýja menn til að gera þetta. Útgerðir verða þá að greiða sinn hluta, og jafnvel úrelda þau skip sem ekki er hægt að laga. Ef ekki er hægt að sýna fram sjóhæfni EIGA SKIPIN EKKI AÐ VERA Á SJÓ ,Allt er þetta þekkt. Það á ekki að taka svo langan tíma til að koma þessum málum á hreint. Fimm ár eru alltof langur tími og hættan er sú að krafturinn fari úr verkinu á löngum tíma. Það er fráleitt að hafa sjómenn sem tilraunadýr í þessum skipum til að kanna hvert sjóhæfi þessara skipa er. Ef ekki er hægt að sýna fram á að skipin séu í lagi þá eiga þau ekki að vera á sjó. Hetjumórall hefur lengi verið meðal sjómanna, en það er að breytast sm betur fer. Og fjölskyldur sjómanna sætta sig ekki við að þeim sé att út á einhverjar 54 Sjómannablaðið VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.