Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Page 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Page 55
fleytur sem varla haldast á réttum kili. Ég lít svo á að upplýst verði hvaða skip það eru sem ekki uppfylla kröfurnar. Ráðherra hefur verið beðinn um listann. Hann hefur tekið illa í að birta hann, en ég tel að við höfum einhver ráð með að ná listanum. Það tekur einhvern tíma að útbúa hann. Þetta er ekki unnið úr einum lista, heldur var úttektin tekin saman úr nokkrum skipaflokkum. Því fyrr því betra þegar litið er til sjómanna og fjölskyldna þeirra." Tel mikilvægt að ná fram þessum lista „Ég geri ráð fyrir að svona beiðni verði sinnt og þær óskir sem komnar eru fram, eins og ég hef krafist. Það kemur síðar í ljós hvort ekki verði við þeirri beiðni. Enda er ekkert, að mínu viti, sem heimilar stjórnvöldum að halda leyndum slíkum upplýsingum sem varða líf manna. Ég tel mikilvægt að ná fram þessum lista.“ Getum ekki verið með neitt hálfkák Ég sé fyrir mér að leita liðsinnis hjá sjómannasamtökun- um til að kanna hvað þau viija gera. í mínum er þetta það alvarlegt mál að við getum ekki verið með neitt hálfkák í þes- sum málum,“ sagði Kristján Pálsson, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokk, í samtali við Sjómannablaðið Víking. Fram- ar í blaðinu er vitnað talsvert í þá skýrslu sem Kristján gerir að umræðuefni í viðtalinu. Sjómenn munu fylgjast með hvort upplýsingarnar verði birtar.B Skeifunni 13 • 108 Reykjavík • Sími: 588 2200 ■ Fax: 581 4775 ANIMO kaffivélar fyrir skip °S tí tii ii a VENDING ehf NÁMSKEIÐ Á komandi sumri mun Slysavarnaskóli sjómanna halda námskeið á eftirfarandi stöðum: Keflavík Vestmannaeyjum Neskaupstaö Eskifirði Raufarhöfn Húsavík 3. til 6. júní 10. til 13. júní 16. til 20. Júní 23. til 26. Júní 1. til 4. Júlí 8. til 11. júlí Skólaskipið Sæbjörg mun hafa viðkomu á þessum stöðum. Skipstjómarmenn eru jafnframt ámynntir um gildistöku laga um öryggisfræðslu, sem taka munu gildi um næstu áramót. Slysavarnaskóli sjómanna Sími 562 4884 • 852 0028 SjÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.