Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Page 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Page 56
Sjávarútvegssjóður íslands Ná fram góðri ávöxtun Þann 8. nóvember 1995 var stofnaður nýr hlutabréfasjóður hjá Kaupþingi Norðurlands, Sjávarútvegssjóður íslands. Tilgangurinn með stofnun sjóðsins er að skapa farveg fyrir samvinnu einstaklinga og lögaðila um fjárfestingu í undir- stöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Tilgangi sínum hyggst félagið ná fram með því að verja hlutafé sínu og öðru fjármagni til fjárfestingar í traustum sjá- varútvegsfyrirtækjum og öðr- um fyrirtækjum er tengjast sjá- varútvegi á einn eða annan hátt. Sjóðurinn er skráður á Opna tilboðsmarkaðnum en stefnt er að skráningu á Verð- bréfaþingi íslands á þessu ári. Fjárfestingarstefna sjóðsins miðar að því að stærstur hluti af eignum félagsins sé að jafn- aði bundinn í hlutabréfum inn- lendra og erlendra fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdri starf- semi. Þó ræðst samsetning hlutabréfa og skuldabréfa í sjóðnum algjörlega af aðstæð- um á markaði hverju sinni, en stýring sjóðsins miðar fyrst og fremst að því að ná fram góðri ávöxtun fyrir hluthafa. Leitast er við að hafa eignadreifingu þannig að kostir áhættudreifin- gar séu nýttir og sveiflur f gengi eins fyrirtækis hafi ekki úrslitaáhrif á gengi sjóðsins. Viðtökur fjárfesta á Sjávar- útvegssjóðnum hafa verið mjög góðar og ekki er útlit fyrir breytingu þar á. Þannig hefur umræða í fjölmiðlum um hátt verð sjávarútvegsfyrirtækja ekki haft tiltakanleg áhrif á gengi sjóðsins, né heldur nei- kvæð umfjöllun um yfirstand- andi loðnuvertíð. Þrátt fyrir lægra hlutfall til skattaafsláttar í ár, njóta hluthafar enn tekju- skattsafsláttar með kaupum á hlutabréfum, og er betra að vera fyrr á ferðinni til að tryggja sér einnig lægra gengi. Hvað varðar horfur í greinin- ni er margt sem bendir til þess að afkoma sjávarútvegsfyrir- tækja verði góð á þessu ári. Aukin samþjöppun og hag- ræðing innan greinarinnar er í auknum mæli að koma í Ijós og mun án efa skila sér í bættri afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Umsjónaraðíli sjóðsins er Kaupþing Norðurlands hf., en það er löggilt verðþréfafyrir- tæki sem býður upp á alla al- menna þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta og ráðgjöf á sviði fjármála. Fyrirtækið hefur byggt upp sérþekkingu á sjávarútvegi og séð um fjölda hlutafjárútboða fyrir fyrirtæki í greininni. Sú sérþekking, auk reynslu og þekkingar á verð- bréfamarkaði, mun nýtast hluthöfum í Sjávarútvegs- sjóðnum vel. ■ Áskrifendur og bækurnar Búiðað Tíu heppnir og skuldlausir áskrifendur Sjómannablaðsins Víkings hafa þegar fengið sendar bækur í „Áskrifenda- leik“ Víkingsins. Eins og kynnt var í síðasta blaði voru tíu bækur dregnar út, fimm titlar, og hafa verið sendar tvær bækur af hverjum titli. Þeir sem fengu bækurnar eru: Benjamín H.J. Eiríksson, í stormi sinnar tíðar, eftir Hannes Hólmstein Gissurar- son, gefandi er Bókafélagið; Ásgeir Jóelsson, Sunnubraut 14, Keflavík og Brynjólfur Garðarsson, Skipholti 53 í Reykjavík. Hafið hugann dregur, eftir Jón Kr. Gunnarsson, gefandi er Skjaldborg; Magnús Þórðarson, Austurvegi 23, Vík og Sævar Júníusson, Engihjalla 9 í Kópavogi. Málsvörn mannorðsmorð- ingja, eftir Gunnar Smára Egilsson, gefandi Dægradvöl; Gylfi Sveinsson, Sveinsstöðum í Grímsey og Reynir Björns- son, Hamraborg 14 í Kópa- vogi. Sönn íslensk sakamál, eftir Sigurjón Magnús Egilsson, gefandi er SkjalonaTg; Jón Kr. Pálsson, Botnahlíð 21 á Seyðisfirði og Guðmundur J. Óskarsson, Bjarmalandi 12 í Reykjavík. Urriðadans, eftir Össur Skarphéðinsson, gefandi er Mál og menning; Guðmundur Einarsson, Móholti 1, (safirði og Matthías Sæmundsson, Ægisgötu 10 á Ólafsfirði. ■ 56 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.