Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Page 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Page 57
Samvinnuferðir-Landsýn j Ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir-Landsýn mun bjóða sól- arferðir til Aibufeira í Portúgal í beinu leiguflugi í sumar. í boði er íbúðargisting á glæsilegum gististöðum í þriggja vikna ferðum á afar hagstæðu verði,- segja má, að þriðja vik- an fylgi með í kaupunum. Algarve er syðsta og sól- ríkasta hérað Portúgals. Falleg strandlengjan er mjög fjöl- breytt og ein hin sérstæðasta í heimi. Falleg þorp og litlir bæir setja svip sinn á landslagið. Albufeira er einstaklega fal- legur smábær á suðurströnd landsins og tvímælalaust sá vinsælasti. Fiskibátarnir kúra á strönd- inni og bíða rökkurs og þess að halda út á fengsæl fiskimið. Þetta setur skemmtilegan svip á allt líf í bænum sem gengur sinn vanagang þrátt fyrir auk- inn ferðamannastraum. Þar er úrval góðra veitinga- staða sem bjóða m.a. frábæra sjávarrétti og verðlag er mjög hagstætt. Skemmtilegir barir og vinaleg kaffihús setja svip á bæinn ásamt úrvali verslana og markaða sem opin eru langt fram á kvöld. Næturlífið er blómlegt, fjölmörg diskótek og skemmtistaðir af öllum stærðum og gerðum. Þá býður Samvinnuferðir Landsýn sumarleyfisdvöl á nýjum dvalarstað á Spáni, Albir, skammt frá listamanna- bænum Altea og Benidorm, sem er einn vinsælasti sólarstaður í Evrópu. f Albir er dvalið á íbúðahótelinu Albir Garden. Gullfallegt umhverfi og einstök veðurblíða skapa ævintýralega umgjörð um skemmtilegan gististað og fjöl- skrúðugt mannlíf í fallegum bæ. Flér ríkir friðsæld jafnframt því að boðið er upp á flest það sem kröfuharðir sólarsinnar vilja að ósvikin sumarparadís hafi að bera. Sérstaða Albir felst meðal annars í nálægð bæjarins við iistamannaþorpið Altea og Benidorm. Flér er hægt að njóta kyrrðar og friðar í nátt- úrulegu umhverfi, bregða á leik, auðga andann eða skella sér í sparigallann og halda á vit fjölbreytts skemmtanalífs. Við vitum að íslenskar fjöl- skyldur munu kunna vel að meta þennan nýja áfangastað. Albir Garden er raðhúsa- byggð umvafin appelsínulund- um og möndlutrjám. Flúsin liggja dreift um svæðið og tengjast með fallegum göngu- stígum gegnum blómaskrúð og suðrænan gróður. Aðstaðan til að njóta veður- blíðunnar er mjög góð. Má þar nefna sundlaugar, barnalaug, sundlaugarbar, grillbar og sér- lega góða leikaðstöðu fyrir börn. ■ Gufukatlar frá Bretlandi Allar gerðir LEITIÐ TILBOÐA KEMHYDRO - salan Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.