Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 30

Andvari - 01.01.1947, Side 30
ANDVARI Manntalið 1703. Eftir Þorstein Þorsteinsson. Nú á dögum þyltir það sjálfsagður hlutur, að til scu ná- kvæmár skýrslur um íbúatölu hvers*lands, en fvrr á tímum var öðru máli að gegna, og það er ekki ýkjalangt síðan, að jafnvel kunnir vísindamenn létu sér nægja mjög lauslegar ágizkanir til þess að fá vitneskju um ibúatölu lands síns, eins og þegar landfræðingurinn Búsching fyrir tæpum 200 árum (1757) notaði ibúatöluna i Frakklandi til þess að finna íbúatöluna í Þýzkalandi. Um aldamótin 1700 hafði íbúatala Frakklands verið áætluð 20 millj. manna, og telur hann því sennilegt, þar sem Þýzkaland sé yfirleitt þéttbýjt og standi nánast framar Fralddandi í því efni, að gera megi Þýzka- landi svona hér um hil 24 millj.1) Og austurrískur rithöf- undur, Reifensthul, hélt því fram í riti, sem kom út 1703, að Vínarborg mundi vera mannfleiri héldur en Rómaborg, af því að ummál Vínarborgar væri 20830 skref, en Rómaborgar ekki nema 20000.2) Manntöl voru þó ekki alveg óþekkt á þessum timum, -en þau höfðu ekki sérlega gott orð á sér. í bibliunni er sagt frá þvi, að þegar Davíð konungur lét telja ísraelslýð, þá refsaði Drottinn fyrir það uppátæki með drepsótt, sem 70 þixsund manns dóu úr.3) Hjá ýmsum fornþjóðum öðrum en Gyð- ingum, svo sem Persum, Kínverjum, Egyptum, Grikkjum og Rómverjum, er lílca getið um manntöl, en venjulega munu þau ekki hafa náð lil alls mannfjöldans, heldur aðeins nokkurs 1) Wester£aard og Nybölle: Statistikens Teori. 3. útg. 1927, bls. 14. 2) Harald Westergaard: Statistikens Teori. 2. útg. 1915, bls. 31. 3) 2. Sainúelsbók 24.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.