Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 68

Andvari - 01.01.1947, Page 68
ANDVARJ Við Oddastað. Eftir Jónns Jónsson. Oddi á Rangárvöllum er einn hinn fegursti og frægasti staður á íslandi. Bærinn og kirkjan eru í fögru dalverpi í lágum hæðum. Allt í kring eru víðáttumiklar sléttur, þar sem breiðar og lygnar ár liðast fram til sjávar. Við takmörk byggðar- innar er hinn mikli fjalla- og jöklahringur móti austri, norðri og vestri. Að sunnan er hið mikla úthaf, allt að suðurskauti jarðar. Hæsta hæðin við Oddastað er Gammabrekka. Frá þeim stað er einna fegurst útsýni um mesta og voldugasta hérað á íslandi. Á þessari hæð hefur Sæmundur fróði oftsinnis staðið og borið ríki sitt saman við fegurð borgarinnar frægu á Signu- bökkum. Á þessari hæð hefur Snorri Sturluson, þrevetur Dala- maður, leilcið að barnagullum sínum. Á þessum stað fékk hann þann þroska, sem gerði hann að mesta rithöfundi þjóðar sinn- ar. Frá hæðunum í Odda hefur hann horft yfir landið og látið sig dreyma dagdrauma um auð, frægð og mannaforráð. í Odda hjó Matthías Jochumsson nokkur af mestu þroskaárum sínum og orti þar mörg af sínum ódauðlegu ljóðum. En í sögu íslenzkrar menningar er Oddastaður alveg sér- staklega ógleymanlegur fyrir það, að þar myndbreyttist is- lenzkt fornaldarheiinili í menntasetur, sem var svo fullkomið, að það er enn þann dag í dag hin ákjósanlegasta fyrirmynd um íslenzkt uppeldi. Landnámsmennirnir og feður hins forna þjóðveldis fengu þroska sinn í heimilinu, með ferðalögum innan lands og utan og með þátttöku í þróttmiklu félagslífi. Nafnkenndur samtíðarmaður hefur haldið því fram, að eng- inn geti hugsað rökrétt, nema hann hafi numið skólareglur hugsunarfræðinnar. Þessum manni var bent á, að Snorri goði

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.